Skruðningar í hljóðkorti/nýtt kort.

Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3857
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 169
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Skruðningar í hljóðkorti/nýtt kort.

Pósturaf Daz » Sun 19. Júl 2009 14:11

Innbyggða kortið mitt hefur alltaf haft eitthvað leiðinda suð sem kemur hvort sem ég nota fremri eða aftari tengin. Ég gæti svo sem reynt að finna hvort það eru einhverjar snúrur sem liggja illa í kassanum hjá mér osfrv. en ég held að ég ætti bara frekar að setja alvöru kort í tölvuna. Málið er að ég er mjög hrifinn af því að geta nýtt portin sem eru framan á tölvunni og vil vera viss um að fá mér kort sem styður þau. Ég á gamalt SB Live kort (í annari vél), ég nenni ekki að rífa það úr nema ég sé nokkuð viss um að það sé með þessum stuðning, þekkir það einhver?

Er það kannski orðið svo gamaldags að 5000 kr nýtt kort er miklu betra? Einhver meðmæli með korti í venjulega notkun (engin sérstök þörf fyrir tónlistarmannakort).

Svo vantar mig líka einhverja örsmáa hátalara til að helst geta fest á skjáinn, svona til að leyfa öðrum að heyra í youtube vídjóum og önnur minniháttar mál. Fann engin slík hjá att og Kísildal, einhver sem getur bent mér í rétta átt?



Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3857
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 169
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Skruðningar í hljóðkorti/nýtt kort.

Pósturaf Daz » Mán 20. Júl 2009 14:32

Er þetta þá ódýrasta dæmið fyrir mig?
Creative Labs Audigy SE 4.860
Creative Inspire 245 2.0 1.980




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skruðningar í hljóðkorti/nýtt kort.

Pósturaf SteiniP » Mán 20. Júl 2009 16:23

Ég held að þetta sé betra http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=19380
Það er allavega stuðningur fyrir vista.