Hjálp við að velja móðurborð


Höfundur
Tumi
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fös 01. Maí 2009 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hjálp við að velja móðurborð

Pósturaf Tumi » Mán 11. Maí 2009 09:51

Góðan daginn

Ég er búinn að vera að reyna að velja saman hluti í almennilega borðtölvu, ekkert það allra besta, en nóg til að geta keyra kröfuhörð forrit og einn og einn leik svona þegar maður á lausan tíma :)

Það sem ég er kominn með nú þegar er:

Örgjörvi:
Intel Core 2 Quad Q6600

Móðurborð:
???

Kassi:
Antec Performance One P180

Minni:
???

Skjákort:
Inno3D GeForce GTX 260 896MB GDDR3 / PCI-E / SLI / 2xDVI / TV-OUT

Harður Diskur:
Western Digital VelociRaptor 300GB / SATA II / 10000rpm

Ég yrði mjög þakklátur ef einhver gæti gefið mér pointera um hvort þetta sé sæmilegt setup og þá hvaða móðurborð ég ætti að taka með þessu, og hve mikið minni (og hvaða tegund)

Með fyrirfram þökk
Tumi



Skjámynd

Rubix
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Fös 10. Apr 2009 01:14
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að velja móðurborð

Pósturaf Rubix » Mán 11. Maí 2009 11:44

Mæli stórlega með þessu hér : http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=19930
Er sjálfur að nota þetta móðurborð (Nema dýrari tegundina ef ég skyldi vilja SLi)
Mjög traust móðurborð, og virkar vel til yfirklukkunar ef þú ert líka að spá í því :)


||RubiX


TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að velja móðurborð

Pósturaf TechHead » Mán 11. Maí 2009 13:00

Rubix skrifaði:Er sjálfur að nota þetta móðurborð (Nema dýrari tegundina ef ég skyldi vilja SLi)


Ert væntanlega að meina Crossfire þar sem P45 kubbasettin styðja ekki Nvidia SLI



Skjámynd

Rubix
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Fös 10. Apr 2009 01:14
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að velja móðurborð

Pósturaf Rubix » Mán 11. Maí 2009 13:04

Hehe takk fyrir ábendinguna, ég nota alltaf orðið SLi ef ég er að tala um fleira en eitt skjákort tengt.
Og ég ruglaðist líka á móðurborðum, átti við þetta hér : http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=19586


||RubiX

Skjámynd

Safnari
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2008 22:13
Reputation: 0
Staðsetning: Rkjnes
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að velja móðurborð

Pósturaf Safnari » Mán 11. Maí 2009 13:18

Ég myndi skoða
Móðurborð: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1321
Minni: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=526
Kostar 15900 + 9500 = 25400 sem er nokkuð vel sloppið fyrir dót sem er alveg "´meira en nóg" miðað við hitt sem þú taldir upp.




Höfundur
Tumi
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fös 01. Maí 2009 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að velja móðurborð

Pósturaf Tumi » Mán 11. Maí 2009 22:36

Takk fyrir ábendingarnar, ég mun skoða þetta,

Samt eitt... nú er þetta skjákort með SLi, væri ekki réttast að kaupa SLi móðurborð upp á að geta uppfært í annað skjákort síðar?
Og ef svo, er þá eitthvað móðurborð betra?

(Ég er algjör risaeðla í borðtölvum... ef einhver hefur eitthvað út á þá hluti sem ég er búinn að velja að setja, þá má hann endilega koma með hugmyndir að replacements)



Skjámynd

techseven
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 312
Skráði sig: Lau 02. Des 2006 17:26
Reputation: 9
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að velja móðurborð

Pósturaf techseven » Mán 11. Maí 2009 23:00

Ég hef góða reynslu af Gigabyte, MSI er líka traust þó sumum þyki það ekki nógu "fínt", en eru ódýr og traust móðurborð...


Ryzen 7 5700X - MSI RTX 2080 Gaming X Trio