Sko, með þessu hátalarasetti og bassaboxi kom snúra til þess að tengja á milli tölvunnar og subwooferins. Í þessari snúru eru þrír kaplar á báðum endum snúrunnar. Þessir kaplar eru fyrir í fyrsta lagi fremri hátalarana tvo(front -grænn á lit), öðru lagi fyrir bassaboxið og miðjuhátlarann (woofer og center -gulur á lit), og í þriðja lagi fyrir venjulegu hátlarana tvo (surround -svartur/blár á lit)
Á fartölvunni minni er hins vegar bara þessi surround innstunga (svarta) þannig að það heyrist bara í tveimur hátölurum úr settinu en ekkert í boxinu og hinum þremur hátölurnum. Það eru reyndar tvær aðrar innstungur á tölvunni en þær eru blá og bleik á litinn en ég held þær komi að engum notum(bara fyrir microphone og headset held ég)
Hérna fann ég mynd af þessum litum á 5.1 hljóðkorti:

Á fartölvunni minni er ég s.s. bara með svörtu, bláu og bleiku innstungurnar. Mig vantar þessa gulu og grænu til þess að fá pakkann til þess að virka held ég.
Svo, veit einhver hvort ég geti gert eitthvað í þessu?
