Ég hef 3 spurningar handa ykkur


Höfundur
wixor
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 20:40
Reputation: 2
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf wixor » Mán 02. Jún 2008 23:15

Ég hef þrjár spurningar handa ykkur.

1) Ég ætla að fá mér tvix-4100 og hvort ætti ég að fá mér 500gb eða 750gb í hann?

2) Ég er líka að leita mér að flakkara til að geyma backup á. Með hverju mælir þú?
Er MyBook drasl? Því það eru Western Digital diskar í því eða er það bara þjóðsaga?
Hverju myndirðu mæla með, hvað væri sniðugast þegar kemur að flökkurunum? :)

3) Þriðja spurningin sem ég er að velta fyrir mér er þessi: Hvernig hljómar þetta að
kaupa sér bara tvix-4100 og setja 1TB í hann og sleppa þá að kaupa mér auka flakkara.

Hvað myndir þú gera í þessari stöðu. Þú værir lifesaver að hjálpa mér með þetta, takk.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf urban » Mán 02. Jún 2008 23:38

1. bara spurning um það hvort að þú týmir verð muninum á milli 750 GB og 500 GB (er sjálfur með 500 GB og þarf ekki stærra í bráð)

2. ég hafði ofboðslega góða reynslu af WD þangað til fyrir ca 1 - 1 og hálfu ári síðan, hafði átt 9 stykki og einn dáið vegna þess að ég missti hann helvíti harkalega í gólfið.
núna eru ekki nema 3 eftir, þeir hafa bara basicly dáið hægt og rólega allir saman (einn af þessum 3 komin á dánarbeðið.)
flakkaraboxið skipti basicly engu máli mundi ég segja, jú auðvitað skiptir tengimöguleikar máli, en ef að 2 box koma til greina og bæði með t.d. firewire þá er takmarkaður munur þar á
NEMA ég persónulega mundi velja mér box með straumbreytin utanáliggjandi upp á hita að gera (á 2 icybox sem að virðar virka helvíti vel)

3. ef að þú ert að pæla í backup þá mæli ég ekki með því að vera með það á disk í sjónvarpsflakkara sem að er basicly alltaf í notkun, alveg hiklaust að fá þér frekar annan flakkara fyrir það.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf ManiO » Mán 02. Jún 2008 23:44

Hvað er heildar budgetið á þessu?

1. spurning: Þú verður að meta sjálfur hvort að þessi auka 250 gig séu peningana virði.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


Höfundur
wixor
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 20:40
Reputation: 2
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf wixor » Mán 02. Jún 2008 23:48

Kærar þakkir fyrir svörin.

Mér flaug eitt annað í hug, hvort á maður að fá sér 4100 týpuna eða tvix-M-6500A týpuna og hvers vegna?

Western Digital Harðir Diskar, þannig þeir eru bara rusl? og í staðinn fyrir MyBook hvað á maður að fá sér svona auka?

Og hvort væri sniðugra að fá sér bara stærri disk í tvix og þá þarf maður ekki að kaupa sér flakkara og annan hdd.

Budget. Ég hef bara ekkert hugsað út í það. Er bara að spá í hvort væri sniðugra, 500 eða 750 gb, tek örugglega bara 500 gb.

Kærar þakkir fyrir að hjálpa mér!



Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf Zorglub » Þri 03. Jún 2008 00:27

Western Digital Harðir Diskar, þannig þeir eru bara rusl?


Ef ég tel saman WD diskana mína og þá sem ég hef sett í vélar hjá vinum og vandamönnum undanfarin 5 ár, þá erum við að tala um ca 27 stykki og nokkrir sem ganga 24/7. Allir eru þeir spelllifandi ennþá þannig að ég kvarta ekki :D


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf urban » Þri 03. Jún 2008 01:05

Zorglub skrifaði:
Western Digital Harðir Diskar, þannig þeir eru bara rusl?


Ef ég tel saman WD diskana mína og þá sem ég hef sett í vélar hjá vinum og vandamönnum undanfarin 5 ár, þá erum við að tala um ca 27 stykki og nokkrir sem ganga 24/7. Allir eru þeir spelllifandi ennþá þannig að ég kvarta ekki :D


mínir einmitt gengu allir í ca 5 - 6 ár og ég var alveg himinlifandi þangað til þeir gáfust upp


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


freysi
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Sun 16. Júl 2006 04:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf freysi » Þri 03. Jún 2008 02:28

með hvaða harðadiskum mæliði með í svona flakkarabox. S.s. þeir sem eru hljóðlátir og standa sig..

Með hvaða HDD mælið þið með?



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1101
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf mind » Þri 03. Jún 2008 09:26

1.
500gb er mest fyrir peninginn og þarf af leiðandi alltaf bestu kaupin. 750gb diskar hafa hinsvegar verið að lækka líka.

2.
WD Mybook eru mjög fínir að minni reynslu. Kostirnir eru viftulausir og þeir koma sem "heil lausn" en ekki samsett.

3.
Að nota sjónvarpsflakkara sem backup hefur ekki reynst mörgum vel, sjónvarpsflakkarar virðast oft vera teknir upp, færðir til og svo misstir í gólfið og þar með hverfur backup. Ég myndi treysta mér til að vera með backup á sjónvarpsflakkara ef hann væri aldrei færður til.

4.
Munurinn á 4100 og 6500 er að 6500 er með sterkara kubbasetti , það er öflugra, með meira minni og hraðari netsamskiptum. Að mínu mati réttlætir það auðveldlega verðmuninn.

Western Digital eru næst mest seldu hörðu diskar í heimi (bara seagate selur meira). Svo það er svolítið erfitt að kalla það drasl. Ég nota sjálfur alltaf og eiginlega bara Seagate en það er bara vegna þess að þeir hafa reynst mér svakalega vel.

Þetta er líka spursmál hvað þú ætlar að backupa mikið magn.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf lukkuláki » Þri 03. Jún 2008 09:28

freysi skrifaði:með hvaða harðadiskum mæliði með í svona flakkarabox. S.s. þeir sem eru hljóðlátir og standa sig..

Með hvaða HDD mælið þið með?


Seagate ekki spurning
tölvutek er einmitt að auglýsa 500gb. á 7990 í dag
þetta eru snilldardiskar.

Ég myndi frekar fá mér 2 Seagete 500gb en 1stk. 1terabyte, það munar það miklu á verði.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf Klemmi » Þri 03. Jún 2008 10:09

mind skrifaði:1.
500gb er mest fyrir peninginn og þarf af leiðandi alltaf bestu kaupin.

Ekki ef þú ert að hugsa um disk inn í flakkarahýsingu. Þá ertu kominn með "stofnkostnað" sem eykur þannig séð verð per gigabyte. Auðvitað gæti hann keypt annan disk þegar þessi rennur út á plássi, en þá situr hann uppi með 500gb disk sem hann sér kannski ekki þörf fyrir 8-[

mind skrifaði:2.
WD Mybook eru mjög fínir að minni reynslu. Kostirnir eru viftulausir og þeir koma sem "heil lausn" en ekki samsett.

En þar er einnig vanhagur á, ef diskurinn bilar en þig langar að reyna að bjarga gögnum og taka hann því úr boxinu, þá missirðu ábyrgðina þar sem þú riftir innsiglinu á boxinu :(

mind skrifaði:Western Digital eru næst mest seldu hörðu diskar í heimi (bara seagate selur meira). Svo það er svolítið erfitt að kalla það drasl.

Sölutölur og gæði fara ekki endilega saman. Fólk á það til að velja ódýrari hlutinn fram yfir þann dýrari. Ég er ekki að segja að verð og gæði fari alltaf saman, en það gerir það í mörgum tilfellum. :?



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf urban » Þri 03. Jún 2008 13:29

Klemmi skrifaði:
mind skrifaði:1.
500gb er mest fyrir peninginn og þarf af leiðandi alltaf bestu kaupin.

Ekki ef þú ert að hugsa um disk inn í flakkarahýsingu. Þá ertu kominn með "stofnkostnað" sem eykur þannig séð verð per gigabyte. Auðvitað gæti hann keypt annan disk þegar þessi rennur út á plássi, en þá situr hann uppi með 500gb disk sem hann sér kannski ekki þörf fyrir 8-[


Það má nú reikna með því að hýsingin kosti það sama hvort sem að það sé 500 GB diskur eða 750.
verð munurinn ætti aldrei að vera neitt meira en bara diskurinn
og þá er að sjálfsögðu 500 ódýrara per GB


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf Klemmi » Þri 03. Jún 2008 15:08

urban- skrifaði:
Klemmi skrifaði:
mind skrifaði:1.
500gb er mest fyrir peninginn og þarf af leiðandi alltaf bestu kaupin.

Ekki ef þú ert að hugsa um disk inn í flakkarahýsingu. Þá ertu kominn með "stofnkostnað" sem eykur þannig séð verð per gigabyte. Auðvitað gæti hann keypt annan disk þegar þessi rennur út á plássi, en þá situr hann uppi með 500gb disk sem hann sér kannski ekki þörf fyrir 8-[


Það má nú reikna með því að hýsingin kosti það sama hvort sem að það sé 500 GB diskur eða 750.
verð munurinn ætti aldrei að vera neitt meira en bara diskurinn
og þá er að sjálfsögðu 500 ódýrara per GB


Að sjálfsögðu, en ef þú hugsar um flakkarann í heild, segjum að hýsingin kosti í kringum 20.000kr.-, 500gb diskur í kringum 9000-10000kr.-, þá er þetta í kringum 30.000kr.-, 30.000/500 = 60kr.- per gigabyte.
Svo ef flakkarinn kostar 20.000kr.- og 750gb diskurinn í kringum 14.000kr.- þá ertu kominn í 34000kr.-, 34.000/750 = 45.3kr.- per gigabyte.

Mér finnst allavega réttast að horfa á þetta svona, þó svo að maður geti að sjálfsögðu skipt disknum út seinna meir í hýsingunni.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf beatmaster » Þri 03. Jún 2008 20:19

Klemmi skrifaði:Að sjálfsögðu, en ef þú hugsar um flakkarann í heild, segjum að hýsingin kosti í kringum 20.000kr.-, 500gb diskur í kringum 9000-10000kr.-, þá er þetta í kringum 30.000kr.-, 30.000/500 = 60kr.- per gigabyte.
Svo ef flakkarinn kostar 20.000kr.- og 750gb diskurinn í kringum 14.000kr.- þá ertu kominn í 34000kr.-, 34.000/750 = 45.3kr.- per gigabyte.

Mér finnst allavega réttast að horfa á þetta svona, þó svo að maður geti að sjálfsögðu skipt disknum út seinna meir í hýsingunni.
Ég veit ekki alveg hvaða hýsingar þið seljið þarna í Tölvutækni en hér kostar hýsingin 3500 kr. :roll:


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf Klemmi » Þri 03. Jún 2008 20:44

beatmaster skrifaði:
Klemmi skrifaði:Að sjálfsögðu, en ef þú hugsar um flakkarann í heild, segjum að hýsingin kosti í kringum 20.000kr.-, 500gb diskur í kringum 9000-10000kr.-, þá er þetta í kringum 30.000kr.-, 30.000/500 = 60kr.- per gigabyte.
Svo ef flakkarinn kostar 20.000kr.- og 750gb diskurinn í kringum 14.000kr.- þá ertu kominn í 34000kr.-, 34.000/750 = 45.3kr.- per gigabyte.

Mér finnst allavega réttast að horfa á þetta svona, þó svo að maður geti að sjálfsögðu skipt disknum út seinna meir í hýsingunni.
Ég veit ekki alveg hvaða hýsingar þið seljið þarna í Tölvutækni en hér kostar hýsingin 3500 kr. :roll:


Erum með hýsingar frá 2900kr.-, hins vegar var upprunalega spurningin hjá honum:
1) Ég ætla að fá mér tvix-4100 og hvort ætti ég að fá mér 500gb eða 750gb í hann?

Ef þú finnur fyrir mig TVIX-4100 hýsingu á 3500kr.- þá endilega láttu mig vita. :oops: Hins vegar ákvað ég að setja 20þús, þar sem það er svona miðlungsverð fyrir sjónvarpsflakkara, flestir reyndar aðeins undir eða aðeins eða töluvert yfir.

Annars ef þig langar að gera verðsamanburð milli Tölvutækni og Kísildals þá er það guðvelkomið, en hafðu það þá á milli sömu vara :)



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1101
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf mind » Fim 05. Jún 2008 10:59

Jeminn hvað þetta er skrítinn hugsunarháttur.

Notast við verð frá tölvuvirkni.
500gb = 8.560 = 17,12 per gb
750gb = 13660 = 18,21 per gb

Verð frá ATT
500gb = 10.450,- = 20,9 per gb
750gb = 15.950,- = 21,26 per gb

Verður ekki meira svart og hvítt en þetta.

Þú getur ekki byrjað að nota hluti eins og Ef þetta og EF hitt til að búa til undantekningu frá því að 500gb séu ódýrari.
Það er vegna þess að svoleiðis virkar á báða bóga, hvað ef hann notar síðan bara 500gb af þessum 750gb. Þá myndi hann tapa peninginum.

Þessvegna er æskilegt að bera frekar saman verð per gb á hörðum disk en ekki hlutnum í heild sinni í þessu tilviki miðað við þessar upplýsingar.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf Klemmi » Fim 05. Jún 2008 11:57

Þarna er ég ósammála þér eins og þú hefur líklega séð í svörum mínum hér :)

Mér finnst yfirleitt eðlilegast að líta á verðið á hlutnum í heild frekar heldur en stökum hlut, þó svo að hann sé útskiptanlegur. Annars fer þetta algjörlega eftir aðstæðum, hvort þú sért að fara að skipta um disk í flakkaranum eða ekki. Ég tel að það sé algengara að menn séu ekki að skipta diskunum út.

En það mætti bera þetta saman við tölvukaup og val á skjákorti í tölvuna. Ef þú átt að velja á milli t.d. 9600GT og 9800GTX, þá er þar á milli er nánast tvöfaldur verðmunur. Hins vegar færðu ekki tvöfalt meiri afköst í leikjum og öðru með því að hafa 9800GTX, þýðir það að 9600GT sé þá betri kaup í öllum tilfellum? Að mínu mati nei, því eðlilegast er að líta á verðið á tölvunni í heild fremur en aðeins einum part af henni. Segjum að leikjavél með 9600GT kosti 90.000kr.- en með 9800GTX 105.000kr.-, þá væri 105.000kr.- vélin í flestum tilfellum í leikjaspilun að afkasta meira en verðmunurinn segir til um.
En síðan er að sjálfsögðu spurning hvort þú þurfir það afl sem 9800GTX hefur upp á að bjóða eða ekki, það verður kaupandinn að gera upp við sig áður en hann skellir sér á hlutinn, líkt og það er ekkert vit í því að kaupa 750GB disk ef þú sérð bara fram á að nýta 500GB af honum.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1101
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf mind » Fim 05. Jún 2008 13:23

Ég sé í hvað stefnir svo ég ætla láta þetta vera síðasta póstinn í þessu nema upprunalegi höfundur spyrji meir.

Þú horfir á þetta sem heild, það er þitt viðhorf. Staðreyndin er sú að þetta eru stakir hlutir sem eru settir saman.

Þar sem eina breytan í þessu er stærð harða disksins er það eðlilega rétti staðurinn til að gera samanburð.

Það er nokkuð algilt að einfaldasta leiðin til að gera beinan samanburð á milli stærða í hörðum diskum er að reikna út kostnað per gb.

Skjákortssamlíkingin þín byggir á orðalagi en ekki útreikningum, gögnum eða hefðbundnum rökstuðningi.

Þú mótmæltir þeirri fullyrðingu minni að 500gb harður diskur væri mest fyrir peninginn í dag. Þú heldur því ennþá fram með því að breyta/búa til forsendur sem er algjörlega óvíst að séu til staðar.
Ég er búinn að rökstyðja mál mitt og sýna útreikninga bakvið niðurstöðuna mína.

Ég ætla láta þar við liggja.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf Klemmi » Fim 05. Jún 2008 13:51

Sama gildir um mig, ég hef lítinn áhuga á að draga þetta neitt lengra. Menn horfa á hluti frá ólíkum sjónarhornum en óþarfi og vitleysa í þér að segja bæði að ég sé að búa til forsendur og ekki beita hefðbundnum rökstuðningi. Endilega líttu yfir útreikninginn hér fyrir ofan til að sjá hvað ég er að tala um.
Forsendurnar eru frá upprunalegum þráðahöfundi, þar er hann að spyrja hvort hann eigi að taka 500GB eða 750GB í Tvix-4100 spilara. Þar eru forsendurnar.
Ég mótmælti því aldrei að 500GB diskur væri mest fyrir peninginn í dag, heldur aðeins að það væri það ekki ef hann væri hugsaður í dýrt flakkarabox.

Við erum greinilega báðir harðir á okkar svo að þetta tæki líklega engan enda.

Með það fyrir sjónum óska ég þér alls hins bezta og vona að þú eigir góðan dag.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf beatmaster » Fim 05. Jún 2008 14:18

Klemmi skrifaði:Ég mótmælti því aldrei að 500GB diskur væri mest fyrir peninginn í dag, heldur aðeins að það væri það ekki ef hann væri hugsaður í dýrt flakkarabox.
Þeta er svo svakalega margt rangt við þessa setningu að ég veit eiginlega ekki hvað ég get gert annað en að hrista hausinn, þetta er svipað og að segja að auðvitað sé ódýrast per líter að kaupa 2 ltr kók en ekki ef að þú ætlar að setja kókið í 20.000 kr. kristalsglas #-o


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf TechHead » Fim 05. Jún 2008 15:05

wixor skrifaði:Ég hef þrjár spurningar handa ykkur.


1) 750gb - Fyllir hann á no time :) (1.Tb er of óhagstætt eins og er)

2) Sarotech HardBox hýsingarnar hafa reynst mjög vel. (Ál, vandað innbyggt PSU, engin helvítis vifta)
Getur fengið þær með USB, USB/Sata eða Firewire/Usb/Sata
Setur svo disk af þeirri stærð sem hentar fyrir backup í flakkarann.
(Taktu ódýrasta diskinn, Framleiðandi skiptir minna máli þar sem þetta er ekki 24/7 diskur og einungis reduntant backup)

3) Ekki nota Tvix hýsinguna sem backup, eins og aðrir hafa sagt þá er algengt að þessar græjur fari í gólfið eða önnur freaky óhöpp.
Best að notast við dedicated hýsingu fyrir backup sem er alltaf geymd á sama stað fjarri mögulegu hnjaski og fjölskylduhamförum.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf Klemmi » Fim 05. Jún 2008 17:18

beatmaster skrifaði:
Klemmi skrifaði:Ég mótmælti því aldrei að 500GB diskur væri mest fyrir peninginn í dag, heldur aðeins að það væri það ekki ef hann væri hugsaður í dýrt flakkarabox.
Þeta er svo svakalega margt rangt við þessa setningu að ég veit eiginlega ekki hvað ég get gert annað en að hrista hausinn, þetta er svipað og að segja að auðvitað sé ódýrast per líter að kaupa 2 ltr kók en ekki ef að þú ætlar að setja kókið í 20.000 kr. kristalsglas #-o


Nei, engan veginn. Fyrsta lagi er kók einnota en harðir diskar ekki. Ef það á að líkja þessu eitthvað saman þá væri nær að segja að þú fengir meira út úr því ef þú værir með 3dl kristalsglas að kaupa 3dl kókflösku og hella ofan í glasið heldur en að kaupa aðeins ódýrari 2dl kókflösku til að hella ofan í sama glas.
Annars notar fólk yfirleitt dýrari glösin fyrir fínni drykki líkt og vín, nákvæmlega eins og ef þú ert að splæsa í dýran flakkara viltu líklega hafa stóran og góðan disk í honum.

En mér hefur greinilega tekist að ergja einhverja hérna með skoðunum mínum og ef þið horfið ekki á þetta frá sama sjónarhorni og neitið að sjá þetta frá því sjónarhorni þá ætla ég ekki að vera að þröngva því upp á ykkur.

Hafðu það gott gamli.




Höfundur
wixor
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 20:40
Reputation: 2
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf wixor » Fim 05. Jún 2008 20:53

Klemmi,

Ég styð þig!

Ég hef verslað við þig hjá Tölvutækni - Og fannst þjónustan til fyrirmyndar og tölvan sem þið selduð mér er eins og Die Hard 5.0

Þannig er mál með vexti. Ég keypti mér TVIX-6500 með 750GB HDD. Enn lenti í vandræðum með MKV skrárnar mínar enn PC tölvan, virkaði þar eins og ekkert mál.
Ásamt öðrum vandamálum og eftir að hafa hugsað málið skilaði ég TVIX-6500 græjunni minni og er farinn að íhuga mér að versla mér ANTEC Sjónvarpstölvuna og að
sjálfsögðu mun ég kaupa hana hjá Tölvutækni. Ég hef verslað á mörgum stöðum í gegnum tíðina og ég verð að hrósa Tölvutækni og mig langar líka að hrósa þeim hjá
att.is hvernig þjónustan hjá þeim er, hún er einnig til fyrirmyndar. Þannig næsta nótt og næstu dagar fara í að hugsa um hvað skal fá sér og Antec Sjónvarpstölvan er
nr 1. Ég bara þarf að hugsa málið, veit þó að Tölvutækni eigi eftir að þjónusta mig eins og áður alveg til fyrirmyndar og í lokin vil ég þakka öllum fyrir hjálpina.

Kærar þakkir og ég met hjálp ykkar til mikils!




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf Klemmi » Fim 05. Jún 2008 22:11

Alltaf gaman að heyra í ánægðum viðskiptavinum, fær mann til að halda áfram við að leggja sig fram =D>

En annars er ég sjálfur á því máli að media-center tölvur séu miklu skemmtilegri að flestu leiti heldur en sjónvarpsflakkararnir. Möguleikarnir eru svo miklu meiri.
Tölvurnar taka yfirleitt við fleiri diskum en 1x, sem þýðir að þá þarf ekki að fara út í jafn miklar vangaveltur líkt og hér á undan um hvaða disk maður eigi að kaupa upphaflega með henni :) getur bætt við öðrum seinna meir ;)
Síðan að sjálfsögðu kosturinn við að það sé hægt að bæta við Blu-Ray drifi og samnýta þá græjurnar, þarftu ekki að eiga bæði Blu-Ray spilara og sjónvarpsflakkara. Auk þess lendirðu líklega aldrei í því að geta ómögulega spilað einhverja tegund skráa, sækir bara codeca og málið er dautt. Mun takmarkaðara með firmwareið í flökkurunum.

Svo ef þú lendir einhverntíman í því að það er eitthvað efni of þungt fyrir tölvuna geturðu uppfært hana, ólíkt flökkurunum :) Bætt við öflugra skjákorti ef það er orðið flöskuhálsinn. Auk þess að ef þú ert með þokkalega öfluga vél að öðru leiti gætirðu fengið þér kort líkt og 9600GT og þá ertu bara kominn með ágætis leikjatölvu í stofuna. Auk þess að geta að sjálfsögðu skotist á netið ofl. í tölvunni.
Helsti ókosturinn er að sjálfsögðu sá að þær eru yfirleitt fyrirferðameiri heldur en sjónvarpsflakkararnir, en að mínu mati vega kostirnir mun þyngra en sá ókostur.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf urban » Fim 05. Jún 2008 23:40

Klemmi skrifaði:Alltaf gaman að heyra í ánægðum viðskiptavinum, fær mann til að halda áfram við að leggja sig fram =D>

En annars er ég sjálfur á því máli að media-center tölvur séu miklu skemmtilegri að flestu leiti heldur en sjónvarpsflakkararnir. Möguleikarnir eru svo miklu meiri.
Tölvurnar taka yfirleitt við fleiri diskum en 1x, sem þýðir að þá þarf ekki að fara út í jafn miklar vangaveltur líkt og hér á undan um hvaða disk maður eigi að kaupa upphaflega með henni :) getur bætt við öðrum seinna meir ;)
Síðan að sjálfsögðu kosturinn við að það sé hægt að bæta við Blu-Ray drifi og samnýta þá græjurnar, þarftu ekki að eiga bæði Blu-Ray spilara og sjónvarpsflakkara. Auk þess lendirðu líklega aldrei í því að geta ómögulega spilað einhverja tegund skráa, sækir bara codeca og málið er dautt. Mun takmarkaðara með firmwareið í flökkurunum.

Svo ef þú lendir einhverntíman í því að það er eitthvað efni of þungt fyrir tölvuna geturðu uppfært hana, ólíkt flökkurunum :) Bætt við öflugra skjákorti ef það er orðið flöskuhálsinn. Auk þess að ef þú ert með þokkalega öfluga vél að öðru leiti gætirðu fengið þér kort líkt og 9600GT og þá ertu bara kominn með ágætis leikjatölvu í stofuna. Auk þess að geta að sjálfsögðu skotist á netið ofl. í tölvunni.
Helsti ókosturinn er að sjálfsögðu sá að þær eru yfirleitt fyrirferðameiri heldur en sjónvarpsflakkararnir, en að mínu mati vega kostirnir mun þyngra en sá ókostur.


þarna erum við líka að tala um mismunin á ca 20 þús kr annars vegar og 60 þús+ hinsvegar


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Ég hef 3 spurningar handa ykkur

Pósturaf Klemmi » Fim 05. Jún 2008 23:49

urban- skrifaði:þarna erum við líka að tala um mismunin á ca 20 þús kr annars vegar og 60 þús+ hinsvegar


Hýsingin sem hann keypti sér kostar stök 52.900kr.- í Tölvulistanum :oops:
En að sjálfsögðu er hægt að fá ódýrari hýsingar sem standa alveg fyrir sínu.

Bætt við*
Heyrðu já, hann keypti hana sýnist mér í Att, en þar er hún aðeins ódýrari 44.950kr.-, skemmtileg álagningin hjá Tölvulistanum.
Síðast breytt af Klemmi á Fös 06. Jún 2008 00:47, breytt samtals 1 sinni.