Teikniborð


Höfundur
Turtleblob
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Þri 19. Sep 2006 12:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Teikniborð

Pósturaf Turtleblob » Sun 30. Mar 2008 17:23

Ég er búinn að vera að pæla í að fá mér teikniborð upp á síðkastið en er ekki alveg viss um hvert ég á að snúa mér í þeim efnum, hvað þarf maður að hafa þetta stórt? Maður hefur alltaf heyrt að Wacom séu best, en er það bara einhver heilaþvottur?

M.ö.o þá er ég að leita mér að tiltölulega ódýru teikniborði, þá er ég að tala um svona kannski 15þ - 25þ (30þ max).


"But a pig is smarter than twenty cats stapled to a three-legged horse" - OverCompensating.com
E8400 - 9600GT - 3GB RAM

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 257
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Teikniborð

Pósturaf kiddi » Sun 30. Mar 2008 18:10

Wacom er best, það er engin lygi og engar ýkjur - það tekur því ekki að kaupa sér Trust/sambærilegt "low-budget' borð.

Wacom ódýru borðin eru samt ekkert sérstök, þ.e. Grapphire og þau. Intuos er stálið, en djöfull er það dýrt.

Stærðin skiptir ekki eins miklu máli og gæðin, lítið Intuos sigrar stórt Grapphire. Stærð borðanna er bara spurning um að venjast. Færustu menn geta notað minnstu Intuos borðin og vanist vel.




Höfundur
Turtleblob
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Þri 19. Sep 2006 12:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Teikniborð

Pósturaf Turtleblob » Sun 30. Mar 2008 19:06

Hvar eru þau ódýrust hér á landi/Hvar er mesta úrvalið?

Ætti maður kannski að reyna að redda þessu í gegnum útlöndin?


"But a pig is smarter than twenty cats stapled to a three-legged horse" - OverCompensating.com
E8400 - 9600GT - 3GB RAM

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 257
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Teikniborð

Pósturaf kiddi » Sun 30. Mar 2008 19:19

Þeir helstu sem ég veit af eru eftirfarandi:

Apple IMC - besta úrvalið, þeir eiga nánast alla Intuos3 línuna, sjá hér: http://www.apple.is/vorur/aukahlutir.pdf (bls 5)
- þú sérð að minnsta borðið, álíka stórt og póstkort, kostar 30þúsund. A4 stærðin kostar 55þúsund

Tölvulistinn - þeir eiga 'Bamboo' línuna, sem er fyrir börn & kröfulitla byrjendur sem langar að fikta, ásamt því að bjóða uppá sérpöntun á A4 Intuos borði, á litlar 80 þúsund krónur.

Computer.is - þeir eiga eingöngu 'Bamboo' línuna (myndi láta bamboo eiga sig nema þú viljir bara fikta)

- Eitt get ég lofað þér samt, ef þú kaupir Intuos borð, þá mun það endast þér svo lengi sem USB staðallinn er við lýði. Ég á eitt 18 ára gamalt Intuos teikniborð sem virkar ennþá í dag - á tölvum sem eru ennþá með gamla góða 9 pinna serial tengið ;-)




Höfundur
Turtleblob
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Þri 19. Sep 2006 12:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Teikniborð

Pósturaf Turtleblob » Sun 30. Mar 2008 19:26

Gúglaði Wacom á íslensku og fékk upp Tölvuvirkni með þetta.
En það er allt sem ég finn sem ekki var á listanum hjá kidda. Líst ágætlega á þetta, fer eftir útborguninni náttúrulega en hvað finnst ykkur?

Já, varðandi Intuos kvikindin er ég ekki alveg tilbúinn í fjárfestinguna, kannski ef maður finnur að maður hefur einhver not fyrir þetta.


"But a pig is smarter than twenty cats stapled to a three-legged horse" - OverCompensating.com
E8400 - 9600GT - 3GB RAM

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Teikniborð

Pósturaf mind » Sun 30. Mar 2008 21:06

Hef ekki persónulega reynslu af þessu en ég veit flestir sem handteikna nota Wacom.

Ef ég man rétt þá er Wacom borð tengt í Max versluninni í holtagörðum, kannski bara best að fara prufa.

Ætli Apple sé með uppsett borð til að prufa ?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17203
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2369
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Teikniborð

Pósturaf GuðjónR » Sun 30. Mar 2008 21:19

mind skrifaði:Hef ekki persónulega reynslu af þessu en ég veit flestir sem handteikna nota Wacom.

Ef ég man rétt þá er Wacom borð tengt í Max versluninni í holtagörðum, kannski bara best að fara prufa.

Ætli Apple sé með uppsett borð til að prufa ?

MAX...verslar einhver þar??
Hef aldrei komið til þeirra í Holtagarða, kíkti á þá daginn eftir opnun í Garðabæ/Hafnarfirði og sá strax í gegnum lélega auglýsingamennsku.
Þóttust vera með allskonar tilboð en í raun var þetta allt dýrara en á "venjulegu" verði í ELKO.




Höfundur
Turtleblob
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Þri 19. Sep 2006 12:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Teikniborð

Pósturaf Turtleblob » Sun 30. Mar 2008 21:39

En samkvæmt lélegustu heimasíðu fyrir tölvuverslun sem ég hef nokkurntímann séð þá segja þeir:
Bjóðum ávallt besta verð á markaðnum!


Þoli virkilega ekki að finna ekkert á heimsíðunni.

Á samt pottþétt eftir að kíkja þangað niðureftir áður en ég kaupi eitthvað.


"But a pig is smarter than twenty cats stapled to a three-legged horse" - OverCompensating.com
E8400 - 9600GT - 3GB RAM


Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Teikniborð

Pósturaf Dazy crazy » Sun 30. Mar 2008 22:01

Lenti í svipuðu um daginn, ætlaði að kíkja á þessa snilldar vekjaraklukku sem maður þarf að elta (Elska að snoza) en gat ekki einu sinni fundið hvort þeir væru einu sinni að selja það. hrmpf.


Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Teikniborð

Pósturaf mind » Sun 30. Mar 2008 22:03

Að gefinni reynslu við ELKO og B.T. myndi ég frekar versla í Max eða Tölvuvirkni.

Mér er alveg sama um verðið þannig séð, það er á minni ábyrgð að komast að því hvar varan er ódýrust fyrir mig, svo ég er bara þakklátur fyrir meiri samkeppni.

Hinsvegar hef ég ekki þolinmæði til að bíða eftir þjónustufólki í 20 mínótur og svo veit það ekki einusinni hvort PS3 er til hjá þeim og hefur engann vilja til að komast að því fyrir mig heldur kemur sér bara úr samtalinu og fer að gera eitthvað annað.

En ég tek undir þetta með heimasíðuna, ég vil að allar búðir séu með heimasíður og þær séu uppfærðar með hvað varan kostar og hvort hún er TIL!

Þesi vekjaraklukka er held ég líka í holtagörðunum , sá hana bara í dag þeysast um gólfið hjá þeim og einhver gaur að reyna ná henni, bara fyndið. Kostar 5 eða 6þús kall samt :/




Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Teikniborð

Pósturaf Dazy crazy » Sun 30. Mar 2008 22:11

Já, ætla að fá mér svona en þyrfti líklega að taka til ef hún ætti að gera eitthvað gagn. Bíbbíbbíbb, brúmm - af borðinu og föst. :roll:


Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!


Höfundur
Turtleblob
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Þri 19. Sep 2006 12:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Teikniborð

Pósturaf Turtleblob » Sun 30. Mar 2008 22:22

Dazy crazy skrifaði:Já, ætla að fá mér svona en þyrfti líklega að taka til ef hún ætti að gera eitthvað gagn. Bíbbíbbíbb, brúmm - af borðinu og föst. :roll:


Gætir náttúrulega bara rutt smá braut í gegnum draslið, ég myndi allavega ekki nenna að taka til bara vegna þess að mig langaði í kúl vekjaraklukku.


"But a pig is smarter than twenty cats stapled to a three-legged horse" - OverCompensating.com
E8400 - 9600GT - 3GB RAM


Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Teikniborð

Pósturaf Dazy crazy » Sun 30. Mar 2008 22:55

Það er ekki bara það að mig langi í kúl vekjaraklukku heldur líka það að stundum snoza ég og vakna svo bara ekki aftur fyrr en ég er ekki lengur þreyttur.


Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!