Týnd gígabæt


Höfundur
ÓliT
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Sun 17. Feb 2008 16:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Týnd gígabæt

Pósturaf ÓliT » Sun 17. Feb 2008 16:50

Mér sýnist tölvan mín hafa týnt nokkuð mörgum gígabætum á harða diskinum.

Properties um C: drifið segir:

Capacity: 88,6 GB
Used space: 63,3 GB
Free space: 25,2 GB

Ég sé hins vegar ekki að ég sé að nota nema sirka 29 gíg. Á C: drifinu eru þessar möppur stærstar:

Documents And Settings: 20,8 GB
WINDOWS: 3,4 GB
Program Files: 2,9 GB
SWTOOLS: 1,9 GB (veit ekkert hvað þetta er en þarna eru möppur á borð við Adobe, Google osfrv)

Aðrar möppur á C: drifinu eru minni en 1 GB og allir fælar á þessum stað eru pínulitlir.

Samkvæmt þessu er ég að nota minna en 30 GB og ætti að eiga 50-60 GB eftir. Dettur einhverjum í hug hvers vegna tölvan sýnir mér miklu minna? Er hún kannski búin að taka einhvern helling frá fyrir back-up eða eitthvað?

Takk fyrir öll svör.

ps. Týpan er ný ThinkPad fartölva. Það helsta sem ég hef sett inn á hana eru um 18G af tónlist, 2G af myndum og svo nokkur forrit keypt beint af framleiðanda á netinu: Corel PaintShop Pro, Ulead VideoStudio 11, Fruity Loops Studio og SoundForge.




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Sun 17. Feb 2008 19:04

Recovery Partition + Page File ?




Höfundur
ÓliT
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Sun 17. Feb 2008 16:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓliT » Sun 17. Feb 2008 20:47

TechHead skrifaði:Recovery Partition + Page File ?


Hmm, takk fyrir svarið, en ég átta mig ekki á þessu.

Ef ég hægrismelli á My Computer, vel "System Properties" og þar flipann "System Restore", þá sé ég að tölvan er stillt á að taka frá tæplega 11 GB fyrir System Restore. Skýrir samt ekki hvers vegna ég á bara 25 gíg eftir í staðinn fyrir 50-60.

Það er smá partition fyrir einhvern service pakka, en hún er fyrir utan tölurnar sem ég nefndi í fyrri póstinum.




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Sun 17. Feb 2008 23:59

Þetta forrit: http://windirstat.info/ sýnir þér á einfaldann hátt hversu mikið
pláss möppur og skrár eru að taka :wink:




Höfundur
ÓliT
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Sun 17. Feb 2008 16:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓliT » Mán 18. Feb 2008 01:18

Bestu þakkir fyrir að benda mér á þetta WinDirStat forrit. Tær snilld.

Ég keyrði forritið. Það segir mér, eins og ég bjóst við, að á C: diskinum séu 33,6 GB.

(Ég hafði talið tæp 30 en þarna komu í ljós einhverjar stórar virtual memory skrár sem skýra mismuninn.)

Samt segir tölvan mér ennþá - þegar ég skoða properties fyrir C: drifið - að ég sé með 63,4 GB á þessum sama diski. :?:

Annað hvort getur WinDirStat ekki fundið þessar grunsamlegu 30 GB skrár, ekki frekar en ég, eða þá að stýrikerfið er hreinlega að mæla gagnamagnið á diskinum vitlaust.

Komment vel þegin.



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1052
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 139
Staða: Tengdur

Pósturaf Revenant » Mán 18. Feb 2008 13:16

Disknum á thinkpad fartölvum er default skipt í tvo hluta.

Recovery hluta (það sem þú ferð í þegar þú ýtir á bláa takkan í ræsingu). Sá hluti inniheldur backup af ýmsum skrám til að geta restorað vélinni.(5-15gb)

"Venjulegan hluta" en þar er stýrikerfið, tónlistin forritin etc.




prg_
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Þri 09. Jan 2007 20:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf prg_ » Mán 18. Feb 2008 15:54

Og er það reyndin að Windows sýnir þennan hluta, sem er þó partitionaður í burtu, sem hluta af "Capacity"? Ef svo er það er það nokkuð fönkí, því að öðru leyti er þessi hluti algerlega ósýnilegur notandanum og gagnslaus.




corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Reputation: 0
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Pósturaf corflame » Fös 22. Feb 2008 11:06

Harði diskurinn hefur alltaf jafn mikið pláss, aftur á móti geta þau partition sem á honum eru verið mismunandi stór.

Þetta er eins og epli sem er skorið í t.d. 4 bita, þetta er alltaf jafn mikið af epli, bara misstórar sneiðar.

Semsagt, "Capacity" er allt mögulegt pláss á disknum eða heilt epli :)

Þessi recovery partition sem eru oft á ferðavélum eru falin, þ.e. windows veit ekki hvort þetta er óformattað eða í notkun af einhverju öðru stýrikerfi.