horfa á TV í tölvunni.


Höfundur
Aimar
/dev/null
Póstar: 1462
Skráði sig: Mið 01. Sep 2004 09:43
Reputation: 38
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

horfa á TV í tölvunni.

Pósturaf Aimar » Mið 06. Feb 2008 12:00

Er í hugleiðingum með að kaupa lcd skjá http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=26&products_id=940[url] "28 eða Lcd sjónvarp. "32 sem er á svipuðu verði.

málið er.... ætla að hafa þetta tengt við tölvu. eru til nógu góð sjónvarpskort í tölvu til að nota tölvuskjáinn og fá þannig fín gæði frá sjónvarpsútsendingum líka.? eða er sjónvarp frekar málið þegar maður er kominn í þessa stærð.

myndgæði fram yfir auka "4 tommur :)

ps. er að pæla í þessu því ég vil lika spila á sjánum leiki í fullum gæðum.[/url]


GPU: AMD Radeon™ RX 9070 XT - ASrock x870e Nova - AMD 9800x3d - Corsair Rm750x - Corsair i150 - iCUE 465X RGB Mid-Tower- DDR 6000 32gb - Samsung 970 EVO 1TB M.2 2280 SSD - Win 11 Pro 64bit - ASUS ROG Swift Curved PG348Q @ 100mhz

Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Reputation: 1
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf einzi » Mið 06. Feb 2008 12:14

Af eigin reynslu, þó hún sé ekki nýleg, þá held ég að þú fáir ekki sambærileg gæði í þessum skjá og alvöru sjónvarpi.

Minnir að málið sé það að sjónvarpsútsendingarnar ( PAL ) séu ca 768x576 í upplausn, veit ekki með digital efnið og þú gætir ímyndað þér gæðin þegar 768x576 efni er teygt yfir svona ofurskjá.

Sjá nánar hér http://en.wikipedia.org/wiki/Image:Vector_Video_Standards2.svg



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Mið 06. Feb 2008 12:16

ég vona nú þín vegna að þú sért með svolítið mikið öflugara skjákort en þetta x800x ef að þú vilt spila leiki í fullum gæðum.

en tölvuskjárinn er alveg pottþétt mun betri upp á leiki og almenna tölvu vinnslu að gera, en aftur á móti þá eru mótakararnir í sjónvarpskortum bara því miður að mínu mati aldrei jafn góðir og í sjónvörpum

en ég tæki samt tölvu skjáinn


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
Aimar
/dev/null
Póstar: 1462
Skráði sig: Mið 01. Sep 2004 09:43
Reputation: 38
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Pósturaf Aimar » Mið 06. Feb 2008 13:14

kortið verður auðvitað uppfært um leið og skjárinn. hef bara ekki haft tíma í að uppfæra.

ps. Hvern á maður að tala við til að finna sér tíl með svona stór kaup?

8800gts kort og 26 til 28 tommu skjá? Einhver fyrirtæki sem eru liðleg eða er það bara búðarverð yfir hofuð?

endilega sendið mér pm. ef menn vita um liðleg fyrirtæki :), sem geta gert manni tilboðspakka.


GPU: AMD Radeon™ RX 9070 XT - ASrock x870e Nova - AMD 9800x3d - Corsair Rm750x - Corsair i150 - iCUE 465X RGB Mid-Tower- DDR 6000 32gb - Samsung 970 EVO 1TB M.2 2280 SSD - Win 11 Pro 64bit - ASUS ROG Swift Curved PG348Q @ 100mhz


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

...

Pósturaf coldcut » Mið 06. Feb 2008 15:56

tölvutækni
tölvutek
kísildalur maybe




Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Re: horfa á TV í tölvunni.

Pósturaf Yank » Mið 06. Feb 2008 23:55

Aimar skrifaði:Er í hugleiðingum með að kaupa lcd skjá http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=26&products_id=940[url] "28 eða Lcd sjónvarp. "32 sem er á svipuðu verði.

málið er.... ætla að hafa þetta tengt við tölvu. eru til nógu góð sjónvarpskort í tölvu til að nota tölvuskjáinn og fá þannig fín gæði frá sjónvarpsútsendingum líka.? eða er sjónvarp frekar málið þegar maður er kominn í þessa stærð.

myndgæði fram yfir auka "4 tommur :)

ps. er að pæla í þessu því ég vil lika spila á sjánum leiki í fullum gæðum.[/url]


Þessi skjár er með 6 bita panel, þannig hann kemur með þeim vanköntum sem þeir hafa. Einn af þeim er afleitt áhorfshorn, sérstaklega í fjarlægð sem er t.d. "venjulegt" herbergi með rúmi og skrifborði. Þegar legið er í rúminu og horft á skjáinn á skrifborðinu að neðan verður myndin óskýr. Ef þú hafði hugsað þér að sitja alltaf tiltölulega beint fyrir framan skjáinn þá skiptir þetta ekki máli.

Svona skjár hentar því frekar illa til sjónvarpsgláps út af því og einnig vegna upplausnar eins og bent var á hér að ofan.