Vandamál með gamla tölvu...

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Vandamál með gamla tölvu...

Pósturaf DoofuZ » Þri 06. Nóv 2007 17:56

Ég er með gamla tölvu með Shuttle HOT-661 (661v31) móðurborði og það er svoldið langt síðan hún "dó" en ég er í þessu að athuga enn einu sinni hvort ég geti nú ekki fundið hvað er að henni. Málið er að einn daginn þá kom bláskjásvilla í windows, svo aftur eftir restart, síðan fraus hún áður en kom að keyrslu á windows og að lokum kom alltaf bara ekkert á skjáinn og píp endalaust.

Og enn í dag er hún í því ástandi að ekkert kemur á skjáinn og bara píp endalaust. Ég hef reynt nokkrum sinnum að finna út hvað pípið þýðir en aldrei fundið almennilega skýringu á því á netinu, ykkur er velkomið að reyna það :| Pípið lýsir sér þannig að það er bara langt píp með stuttu millibili endalaust.

Svo var ég líka að spá varðandi örgjörvann, það er Pentium 3 örgjörvi á þessu, minnir að það sé 450 mhz, og ég var að spá hvort að það vanti kannski ekki bara kælikrem á kvikyndið? Ég hef að vísu prófað að setja kælikrem á hann og það virtist ekki gera neitt en mig minnir líka að það hafi ekki verið nein ummerki um kælikrem á örranum þegar ég tók unitið fyrst í sundur. Er ekki sett annars kælikrem á alla örgjörva sama hvað gamlir þeir eru?

Þá er það svo að lokum smá pæling varðandi aflgjafa sem ég er að nota við þetta fikt núna en hann gefur frá sér smá hátíðnihljóð þegar það er slökkt á honum, ætti ég að hafa einhverjar áhyggjur?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 52
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gamla tölvu...

Pósturaf beatmaster » Þri 06. Nóv 2007 18:59

http://www.amptron.com/html/bios.beepcodes.html skrifaði:BIOS Beep Codes

--------------------------------------------------------------------------------


What is a BIOS Beep Code?
When you power on a computer the BIOS immediately takes control of the computer and performs the P.O.S.T (Power On Self Test). At the end of the POST the computer will play an audible 'BEEP' through either the PC's internal speaker of through speakers attached to the sound card (if you have a built-in sound chip). If the POST completed successfully without detecting any problems with then system will play a single short beep to let you know the test is complete and the computer will continue to startup and load the operating system.
If during the POST the BIOS detects a problem it will normally display a visual error message on the monitor explaining what the problem is. However, if a problem is detected before the BIOS initializes the video card, or a video card is not present or not detected then the BIOS will play several 'BEEPS' through the speaker to let you know there is a problem. Depending on the type of the BIOS you have the BIOS may play beeps in a specific pattern to indicate what the problem is, or play the same beep a number of times indicating the problem. It is very important that you pay close attention to the number and/or pattern of the beeps your computer plays on startup.


Below is a table of the most common AMI, Phoenix and Award BIOS beep codes.

AMI (American Megatrends International) BIOS Beep Codes.
AMI BIOS uses beeps of the same length and pitch. The error is displayed as a number of beeps. For example, 4 beeps indicated a timer failure.
BEEP CODE MEANING POSSIBLE CAUSE
1 Beep (No video) Memory refresh failure Bad memory
2 Beeps Memory parity error Bad memory
3 Beeps Base 64K mem failure Bad memory
4 Beeps Timer not operational Bad motherboard
5 Beeps Processor error Bad processor
6 Beeps 8042 Gate A20 failure Bad CPU or Motherboard
7 Beeps Processor exception Bad processor
8 Beeps Video memory error Bad video card or memory
9 Beeps ROM checksum error Bad BIOS
10 Beeps CMOS checksum error Bad motherboard
11 Beeps Cache memory bad Bad CPU or motherboard



Award BIOS Beep Codes
Award BIOS uses beeps of varying duration. A long beep will typically last for 2 seconds while a short beep will last only 1 second. Award BIOS also uses beeps of different frequency to indicate critical errors. If an Award BIOS detects that the CPU is overheating it may play a high pitched repeating beep while the computer is running.
BEEP CODE MEANING POSSIBLE CAUSE
1 Long, 2 Short Video adapter failure Bad video adapter
Repeating (Endless loop) Memory error Bad memory or bad connection
1 Long, 3 Short Video adapter failure Bad video adapter or memory
High freq. beeps (while running) CPU is overheating CPU fan failure
Repeating High, Low beeps CPU failure Bad processor



Phoenix BIOS Beep Codes
Phoenix BIOS uses beep code patterns to indicate problems. In the table below the '-' indicates a brief pause between beeps.
Example: 1 - 1 - 2 would sound like BEEP <pause> BEEP <pause> BEEP BEEP

BEEP CODE MEANING POSSIBLE CAUSE
1 - 1 - 2 CPU / motherboard failure Bad CPU / motherboard
1 - 1 - 3 CMOS read/write failure Bad motherboard
1 - 1 - 4 BIOS ROM failure Bad BIOS chip
1 - 2 - 1 Timer failure Bad motherboard
1 - 2 - 2 DMA failure Bad motherboard
1 - 2 - 3 DMA failure Bad motherboard
1 - 3 - 1 Memory refresh failure Bad memory
1 - 3 - 2 64K memory failure Bad memory
1 - 3 - 3 64K memory failure Bad memory
1 - 3 - 4 64K memory failure Bad memory
1 - 4 - 1 Address line failure Bad memory
1 - 4 - 2 Parity error Bad memory
1 - 4 - 3 Timer failure Bad motherboard
1 - 4 - 4 NMI port failure Bad motherboard
2 - 1 - 1 64K memory failure Bad memory
2 - 1 - 2 64K memory failure Bad memory
2 - 1 - 3 64K memory failure Bad memory
2 - 1 - 4 64K memory failure Bad memory
2 - 2 - 1 64K memory failure Bad memory
2 - 2 - 2 64K memory failure Bad memory
2 - 2 - 3 64K memory failure Bad memory
2 - 2 - 4 64K memory failure Bad memory
2 - 3 - 1 64K memory failure Bad memory
2 - 3 - 2 64K memory failure Bad memory
2 - 3 - 3 64K memory failure Bad memory
2 - 3 - 4 64K memory failure Bad memory
2 - 4 - 1 64K memory failure Bad memory
2 - 4 - 2 64K memory failure Bad memory
2 - 4 - 4 64K memory failure Bad memory
2 - 4 - 4 64K memory failure Bad memory
3 - 1 - 1 Slave DMA failure Bad motherboard
3 - 1 - 2 Master DMA failure Bad motherboard
3 - 1 - 3 Interrupt controller failure Bad motherboard
3 - 1 -4 Slave IC failure Bad motherboard
3 - 2 -2 Interrupt Controller failure Bad motherboard
3 - 2 - 3 <RESERVED>
3 - 2 - 4 Keyboard control failure Bad motherboard
3 - 3 - 1 CMOS batter failure Bad CMOS battery
3 - 3 - 2 CMOS configuration error Incorrect setting
3 - 3 - 3 <RESERVED>
3 - 3 - 4 Video memory failure Bad video card or memory
3 - 4 - 1 Video init failure Bad video card or memory
4 - 2 - 1 Timer failure Bad motherboard
4 - 2 - 2 CMOS shutdown failure Bad motherboard
4 - 2 - 3 Gate A20 failure Bad motherboard
4 - 2 - 4 Unexpected interrupt Bad processor
4 - 3 - 1 RAM test failure Bad memory
4 - 3 - 3 Timer failure Bad motherboard
4 - 3 - 4 RTC failure Bad motherboard
4 - 4 - 1 Serial port failure Bad motherboard
4 - 4 - 2 Parallel port failure Bad motherboard
4 - 4 - 3 Coprocessor failure Bad motherboard or CPU.
9 - 2 - 1 Video adapter incompatibility Use a different brand of video card




Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Þri 06. Nóv 2007 19:35

getur prófað að endurræsa bios-inn (hvort sem Það er að taka cmos batteríð úr í smá stund, eða endurræsa með jumperinum(þ.e.a.s. ef hann er til staðar á svo gömlu móðurborði)

Átt að geta fundið út hvað þetta villuhljóð þýðir í móðurborðs bæklinginum ef þú ert ekki með einhvern þessa "AMI, Phoenix and Award BIOS"

Ekkert must að vera með kælikrem svo lengi sem hitastig er innn hæfilegra marka, samt alltaf betra að hafa það...

Með hátíðnihljóðið, þá er það ekkert til að hafa áhyggjur af, nema þá bara af þinni eigin geðheilsu ef þetta er að æra þig.

Þetta hljóð stafar venjulega af því að "choke" (einagrar ac straum, en hleypir dc í gegn) er ekki nægilega vafið í kringum "ferrite beads" sem er gert til að koma í veg fyrir hátíðnihljóð og þar sem langt flesir afgajfar(hluti af þeim) vinna á háum tíðnum, þá eiga "chokes" til að losna aðeins frá "ferrite beads" þegar hátíðni rafmagn fer í gegnum þá, og titringurinn við það á til með að skapa leiðinda heyranlegt hátíðnihljóð

Á ekki að hafa nein áhrif á sjálfan aflgjafann, á víst að vera hægt að finna hvar þetta er ekki nægilega vel vafið með því að opna aflgjafan og ýtta með einhverjum plasthlut í coil-ina, en las mér ekkert til um það þegar ég var sjálfur að leyta af þessu, svo getur það líka verið hættulegt að vinna í aflgjöfum þar sem þéttarnir í aflgjöfum geyma oft frekar mikin straum á sér.. Getur víst verið frekar langt ferli að finna þennan lausa "choke", í mínu tilfelli fékk ég mér bara nýjan aflgjafa.

Annars er bara að kaupa nýtt ef þetta er eitthvað að fara í taugarnar á þér..



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Þri 06. Nóv 2007 20:29

Ok, gott að vita að þetta er ekkert alvarlegt. Þetta fer svosem ekkert í taugarnar á mér og svo á ég líka annan gamlan aflgjafa sem ég gæti notað í staðinn hvort sem er.

En já, varðandi bios-inn, þá er þetta Award bios, á engan bækling en fann manual fyrir móðurborðið á netinu. Ég hef margoft prófað að endurstilla bios-inn með jumperinum og líka með því að taka batteríið úr en það gerir ekkert :?

Takk beatmaster, ég fann þetta reyndar sjálfur stuttu eftir að ég póstaði en ef þetta væri rétt í þessu tilviki þá myndi pípið breytast eða hætta ef ég tek minnið úr, eða er það ekki? Mig minnir að ég hafi áður prófað fullt af öðrum minniskubbum en ég ætla að prófa þá alla aftur til öryggis. Svo hef ég annars útilokað allt annað sem hægt er að skella í tölvuna þar sem ekkert er núna í henni nema örri, minni og skjákort. Hef líka prófað nokkur mismunandi skjákort en það skiptir ekki máli þar sem pípið helst óbreytt með eða án skjákorts :|

En varðandi örgjörvan annars, get ég nokkuð kveikt á tölvunni án hans? Gott að vita hvort það er safe, því þá gæti ég séð hvort þetta er hann sem mig hefur einmitt grunað lengi :-k


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fim 08. Nóv 2007 01:37

Jæja... nú eru nokkur ár síðan þessi tölva "dó" skyndilega einn daginn og hef ég hingað til aldrei fundið út hvað fór úrskeðis og nokkrum sinnum prófað að fikta í henni, hef prófað öll skjákort sem passa í hana (ISA og agp), hef prófað öll minni líka en aldrei dottið í hug að prófa annan örgjörva þar sem ég átti engan annan auka. Það breyttist hins vegar fyrir 2 árum eða svo þegar ég fékk gefins gamla druslu en ég fattaði það fyrst núna í kvöld að í henni var örgjörvi sem passaði í þá biluðu :roll:

Þá tók við smá ævintýri því þrátt fyrir að ég hef einstaka sinnum sett örgjörva á móðurborð þá hef ég aldrei flutt örgjörva frá einni tölvu yfir í aðra :o svo þetta var svoldið spes fyrir mig persónulega ;)

Örrinn í biluðu tölvunni var 450mhz Pentium 3 en í druslunni var 233mhz Pentium 2 :-k Ég fór voða varlega í verknaðinn þar sem ég taldi nokkuð víst að móðurborð með Pentium 3 örgjörva tæki örugglega ekki við Pentium 2 en viti menn, samkvæmt manual þá tekur það við þannig örgjörva og svo eru þeir líka báðir svona slot örgjörvar (sjá mynd ef einhver er ekki að fatta...) svo ég prófaði að setja hann í. Svo tengdi ég draslið og nei sko... virkar ekki vélin þá bara! :shock: Aldeilis magnað! :D :8)

Nú er ég annars að spá, ég finn að kassinn er svoldið rafmagnaður stundum þegar ég snerti hann. Ég fæ ekki stuð en ég finn svona smá rafmagnaðan fiðring við snertingu. Er þetta eðlilegt? Ég finn mest fyrir þessu þegar það er slökkt á tölvunni en ég er svosem ekki mikið að snerta kassan þegar hún er í gangi.

Svo er það smá spurning varðandi þennan eldri örgjörva (P2). Sá yngri (P3) er með lítið heatsink og litla viftu en sá eldri er bara með stórt heatsink og enga viftu en í kassanum sem hann var í þar var svona hosa (eða vindgöng) með þykkri viftu innaní til að soga það litla heita loft sem kæmi frá örranum útúr kassanum. Þarf ég þá viftu fyrir örran á nýja staðnum eða? Það er nú ekki eins og það sé auðvelt að koma viftu þarna fyrir :? Sá reyndar á netinu einhverstaðar talað um það að þessir eldri örgjörvar, eins og akkúrat þessi P2 slot örri, þyrftu nú litla sem enga aukakælingu þar sem heatsink-ið væri nógu stórt og fínt fyrir þá en ég vil vera viss, sérstaklega þar sem það var nú sér viftugöng fyrir örrann í hinum kassanum :)
Viðhengi
cpu_pentium2.jpg
Pentium 2 örri eins og sá sem ég setti í stað Pentium 3 í Shuttle móðurborðið mitt.
cpu_pentium2.jpg (18.55 KiB) Skoðað 3215 sinnum


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Fim 08. Nóv 2007 13:48

Gott að hún sé kominn í gang,

Ef þú átt multimeter þá getur þú nátúrulega bara mælt hvort hann sé að leiða út..

Hefur komið fyrir mig að móðurborð sem ég var með var að leiða út í kassan, lísti sér þannig að undir álagi slökkti vélinn á sér(alls ekki mikið álag).. Gat lagað það með að setja skeifur undir móðurborðskrúfurnar, hef ekki hugmynd um hvort það myndi laga þetta hjá þér, sakar ekki að reyna á það?

Er ekki nógu vel að mér í svona gömlum vélbúnaði til að segja til um hvað mikla kælingu þarf á pentium 3 örgjava?



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fim 08. Nóv 2007 18:50

Því miður á ég ekki svona multimeter, hvar fæ ég þannig? Er annars búinn að komast að því að kassinn virðist bara verða svona rafmagnaður þegar ég er með skjáinn (gamall 15" Daewoo) tengdann. Svo verður líka svoldið rafmagnað undir lyklaborðinu :?

Var svo að átta mig á því afhverju fyrri örrinn dó. Kassinn er ekki með mikið af loftgötum og þessi tölva var inní skáp með glerhurð sem var oftast lokuð og þá auðvitað komst hitinn frá örranum aldrei neitt almennilega útúr kassanum og litla viftan á honum gerði þá lítið sem ekkert gagn :( Á endanum hefur örrinn svo líklega bara ofhitnað og hætt að virka almennilega.

Sú sorgarsaga segir mér það að ég þarf að gera eitthvað varðandi kælingu í þessum kassa og það eina sem mér dettur í hug sem ég gæti gert, amk. til að byrja með, væri að setja svona PCI raufa kæliviftu í kassann en ég þarf pottþétt eitthvað meira en það, er það ekki? Get ég ekki bara keypt einhverstaðar nýja hliðarplötu á kassann með plássi fyrir einhverja viftu í miðjunni?

Edit: tók mynd af kassanum að innan, fann pláss fyrir litla 80mm viftu þarna neðst til hægri. Þarna er líka hægt að sjá hve erfitt það er að koma einhverri kælingu fyrir nálægt örranum :|
Viðhengi
DSC00210.JPG
Kassinn minn, 80mm vifta neðst til hægri
DSC00210.JPG (91.99 KiB) Skoðað 3169 sinnum
Síðast breytt af DoofuZ á Fim 08. Nóv 2007 19:19, breytt samtals 1 sinni.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Fim 08. Nóv 2007 19:16

Hliðar á kössum eru mjög missmunandi, ef ég væri í sömu sporum og þú mynd ég bara skera út fyrir viftu á hliðini.. hljómar fyrir að vera frekar low budget verkefni hjá þér.. skemmtilegra að halda því þannig

skera bara út einmitt fyrir viftuna sjálfa og bora síðan bara fyrir skrúfgöngunum

getur fengið multimeter í t.d. miðbæjarradío eða íhlutum, annars er hægt að fá þá mjög ódýrt af netinu..



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fim 08. Nóv 2007 19:31

Já, ég held ég spái aðeins í því að bora bara sjálfur. Það væri spes ævintýri út af fyrir sig ;) Það má líka svosem kalla þetta low budget en ef ég myndi vita um einhverja svona spes hliðarplötu sem ég gæti keypt þá myndi ég líklega hiklaust fara þá leið frekar, finnst allt í lagi að eyða smá í kassan :)

Plön mín fyrir þennan kassa eru annars þau að mig langar að hafa hana sem svona niðurhalsvél, aðallega fyrir bróður minn svo ég losni við hans drasl frá minni tölvu :) Er nefnilega að fara að fá mér auka diska í aðalvélina mína og er að spá í að henda eldri diskum úr henni yfirí þessa fyrir hann. Er annars ekki 233mhz + 160mb minni fínt fyrir þannig vél?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Fim 08. Nóv 2007 20:14

Ég er er sjálfur í svona home sever / download / nas / hýsing pælingum með gamla vél sem ég var að púsla saman, er að keyra ubuntu á henni .. mæli eindreigið með að þú kíkir á xubunto how to greinina hjá bit-tech.net

Partur 1
Partur 2

133MHz er mininum fyrir xubuntu en 500 mhz fyrir gnome gui-ið á ubuntu
sem hentar vel fyrir þig þar sem þessi grein er skrifuð út frá xubuntu...

fara í gegnum það hvernig þú getur sett upp ssh til að geta notað cli-ið og remotað þig frá hvaða stýrikerfi með vnc

Síðan fara þeir líka í hvernig þú getur sett upp vefmót fyrir alla notendur á hemilinu, upp á að uploada og downloada af honum..

Mjög góðar greinar, koma manni alavegena af stað ef þú hefur ekkert notað ubuntu áður



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fim 08. Nóv 2007 21:56

hmm... Já, það hljómar svosem spennandi valmöguleiki, en ég er aðallega að spá í að hafa þessa vél bara fyrir bróður minn, engin sérstök þörf á svona download server vél. Og þó linux stýrikerfi sé mjög sniðugt fyrir svona vél þá held ég að ég verði að halda mig við gamla góða windows, bróðir minn kæmi varla nálægt vélinni ef eitthvað annað en windows væri á henni. Vil bara hafa þetta einfalt og þægilegt fyrir hann. Takk samt fyrir góða ábendingu ;) Aldrei að vita hvað ég geri seinna meir með þessa vél eða aðra sem ég á sem er 400mhz :)

Er annars núna að reyna að koma fjandans móðurborðinu af til að leysa þetta leiðnivandamál, er búinn að losa allar skrúfur en er ekki alveg að fatta hvernig er best að losa það af þessum plast festingum :-s :-k

Edit: fann rétta tólið í það verk :lol:


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fim 08. Nóv 2007 22:17

Ok, ég tók móðurborðið úr, náði í svona anti static poka sem annað móðurborð sem ég keypti einu sinni var í og setti það fyst í kassann, setti svo móðurborðið oná það og tengdi aflgjafann við það og þá fann ég kassann leiða straum :-k Svo prófaði ég að lyfta móðurborðinu upp aðeins og þá hætti kassinn að leiða en um leið og ég lét það á pokann þá fór rafmagn í kassann :shock:

Hvað er eiginlega í gangi? Er hægt að laga þetta? Leiðir kannski þessi poki straum að utanverðu?

Edit: held að straumbreytirinn sé að þessu :| Ef ég tek hann upp frá kassanum þá er enginn straumur á kassa. Þarf ég þá ekki bara að redda mér nýjum straumbreyti? Samt skrítið að ég er með annan straumbreyti sem er líka svona... Svo er ég meira að segja með aðra tölvu sem hefur sama vandamál :o


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Fim 08. Nóv 2007 22:54

Var skjákortið í sambandi við kassan? varstu ekki að tala um að þegar þú tengir skjáinn við tölvuna þá rafmagnast kassinn?

ef svo er getur þú prófað að hafa tölvuna í engum kassa, bara á borðinu hjá þér og sett í gang með skrúfjárni

Annars geturu prófað að setja skífur sem leiða ekki með móðurborðsskífunum..

Og já, antistatic pokkar leiða að utan.. skapa svokallað Faraday Cage þar sem rafmagn getur leikið í kringum hlutinn en ekki inní honum, t.d. ef þú ert ekki með pokan lokaðan, þá gerir hann ekkert



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fim 08. Nóv 2007 23:01

Þetta með skjákortið var vitlaust :roll: Ég var að prófa að hafa móðurborðið bara á borði eitt og sér (viðarborði), tengdi bara aflgjafann við og þá fann ég smá rafmagnsleiðni utaná honum :?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fös 23. Nóv 2007 00:21

Eitt annað varðandi þessa rafleiðni, ég finn hana líka á skjánum :shock: Ég veit ekki betur en að þetta sé aflgjafinn sem er að þessu en hvernig getur það leitt útí skjáinn líka? :? Og getur leiðnin skapað eitthvað vesen fyrir tölvuna? Er nýbúinn að setja windows upp á þessari vél og það virðist allt vera í lagi með hana... Ég var líka með þessa vél í notkun í mörg ár fyrir nokkrum árum síðan og ég man svoldið eftir að hafa fundið þessa leiðni líka þá :-k


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Fös 23. Nóv 2007 13:32

Núna er ég bara ekki alveg viss, aldrei lent sjálfur í þessu.

Ég hefði haldið að þetta ætti ekki að leyða út í skjáinn... prófaðu annan skjá og sjáðu hvort þetta sé það sama með honum

Væntanlega það lítil leiðni að það sé eitthvað vandamál, nema bara óþægindi fyrir þig.

Annars er bara gamla góða útilokunaraðferðinn sem virkar best í svona vesseni



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1285
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 148
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Tengdur

Pósturaf Minuz1 » Lau 24. Nóv 2007 00:28

Ertu að keyra rafmagnið í skjáinn í gegnum power supply-ið?

Annars ef þetta er túbuskjár og þú ert að káfa á skjánum þá er eðlilegt að þú fáir einhverja rafleiðni yfir í þig.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Lau 24. Nóv 2007 01:01

Já, þetta er túbuskjár og nei, hann fær engan straum frá aflgjafanum. Þetta er svosem engin óþægindi fyrir mig en það væri bara gaman að geta komist til botns í þessu.

Annars svo varðandi gömlu góðu útilokunaraðferðina þá hef ég, eins og áður sagði, fundið út að líklegasti sökudólgurinn sé aflgjafinn en nú var ég að prófa svoldið sem bendir í allt aðra átt :o Ég prófaði nefnilega að taka skjáinn úr sambandi við tölvuna en þá fann ég samt fyrir þessari skrítnu leiðni á skjánum, finn það líka þó það sé slökkt á skjánum :shock:

Er þá millistykkið hjá mér sökudólgurinn? Kannski aðeins of mikill straumur að koma frá því eða? Ég er sko bara með millistykki með svona takka sem er með tengi fyrir 3 snúrur en það er síðan tengt við annað millistykki sem er næstum því fullt (3 af 4, það er án takka). Ég mun annars prófa að tengja tölvuna við önnur millistykki um helgina.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1285
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 148
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Tengdur

Pósturaf Minuz1 » Lau 24. Nóv 2007 08:39

DoofuZ skrifaði:Já, þetta er túbuskjár og nei, hann fær engan straum frá aflgjafanum. Þetta er svosem engin óþægindi fyrir mig en það væri bara gaman að geta komist til botns í þessu.

Annars svo varðandi gömlu góðu útilokunaraðferðina þá hef ég, eins og áður sagði, fundið út að líklegasti sökudólgurinn sé aflgjafinn en nú var ég að prófa svoldið sem bendir í allt aðra átt :o Ég prófaði nefnilega að taka skjáinn úr sambandi við tölvuna en þá fann ég samt fyrir þessari skrítnu leiðni á skjánum, finn það líka þó það sé slökkt á skjánum :shock:

Er þá millistykkið hjá mér sökudólgurinn? Kannski aðeins of mikill straumur að koma frá því eða? Ég er sko bara með millistykki með svona takka sem er með tengi fyrir 3 snúrur en það er síðan tengt við annað millistykki sem er næstum því fullt (3 af 4, það er án takka). Ég mun annars prófa að tengja tölvuna við önnur millistykki um helgina.


Nú er ég ekki alveg að fatta, ertu semsagt að segja að þú finnir fyrir straum þegar þú nálgast skjáflötin að framan.... það er fullkomlega eðlilegt á túbuskjám þar sem þeir eru basically 3 tonn af rafsegli. Þessvegna safnast svona mikið ryk á þá.

Ef þetta er eitthvað hrikalega mikið eða á einhverjum öðrum stað en á skjáfletinum þá er það eitthvað óeðlilegt.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Lau 24. Nóv 2007 16:02

Ömm já, ég finn strauminn bara á skjáfletinum sjálfum. Mér datt svosem í hug að það væri örugglega frekar eðlilegt þar sem ég hef oft áður fundið svona straum á öðrum túbuskjám en ég var bara að pæla í því varðandi strauminn á kassanum, var að reyna að tengja þetta tvennt saman til að finna sameiginlega orsök en pældi svosem lítið í því hvort skjárafmagnið væri eðlilegt eða ekki :oops:

Þá skiptir millistykkið örugglega litlu máli, þá er þetta greinilega bara aflgjafinn sem er að leiða svona frá sér. Sem þýðir væntanlega að ég þarf þá ekkert að hafa neinar áhyggjur af þessu, er það nokkuð?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Mán 10. Des 2007 20:35

Jæja, nú er ég s.s. með Windows 98 á þessari gömlu, 233mhz Pentium2 örgjörva og 160mb minni og hef verið í basli með að fá K!TV til að virka en það er víst eitthvað vesen með overlay mode og því datt mér í hug að athuga hvort eitthvað væri öðruvísi á tölvunni sem sjónvarpskortið var í fyrst og komst að því þá að hún er með XP :? Svo virðist sem það sé eina lausnin til að fá allt til að virka almennilega þar sem allt annað sem ég hef reynt hefur ekki lagað neitt en þá langar mig að setja annan betri örgjörva í þessa tölvu og ég á einmitt einn Celeron 400mhz en tölvan sem hann er í getur tekið við þessum 233mhz í staðinn. Það er samt líklega eitt vandamál því samkvæmt manual þá er 333mhz það hæsta sem þetta móðurborð styður varðandi Celeron en samt styður það 400mhz Pentium2 örgjörva (sjá mynd að neðan) en það er auðvitað ekki það sama, eða hvað? :|

Ætti ég kannski bara að prófa að setja örgjörvann í og sjá hvað gerist? Eða er það bilun?
Viðhengi
cpu-support-table.jpg
Tafla yfir örgjörva sem gamla tölvan styður
cpu-support-table.jpg (30.73 KiB) Skoðað 2692 sinnum


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Mán 10. Des 2007 21:25

Búinn að athuga hvort til sé uppfærlsa fyrir móðurborðið, oft bætt örgjörva compatability í nýjum uppfærslum..

Veit ekki með hvernig það er að setja örgjörva sem er ekki studdur, færi væntanlega ekkert illa með hann svo lengi sem þú ert að nota réttan straum fyrir örgjörvann




schaferman
FanBoy
Póstar: 742
Skráði sig: Sun 09. Des 2007 01:18
Reputation: 0
Staðsetning: vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf schaferman » Lau 22. Des 2007 13:12

á slatta af þessum P-2 og P-3 slott örgjörvum ef þú vilt þá



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fös 28. Des 2007 21:09

schaferman skrifaði:á slatta af þessum P-2 og P-3 slott örgjörvum ef þú vilt þá


Frítt þá eða? Hversu öflugir eru þeir?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]