Hátalarar við fartölvuna


Höfundur
Daði29
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Þri 06. Mar 2007 00:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hátalarar við fartölvuna

Pósturaf Daði29 » Mið 12. Des 2007 23:29

Daginn/kvöldið.
Var að kaupa mér 2.0 hátalara í elko: Creative I-Trigue 2200
.
.
Á fartölvunni minni er high definition hljóðkerfi með 2.1 hátölurum.
Keypti þessa hátalara til þess að vera kannski í meiri fíling í COD4 um jólin eða bara hlusta á góða tónlist.
- Hef ekki enn tekið hátalarana upp en er ég ekki að fá betri stemningu eins og í leikjum með þessum 2.0 hátölurum þó þeir séu ekki þeir bestu og þó þeir séu 2.0, heldur en 2.1 hátalararnir í fartölvunni?
Síðast breytt af Daði29 á Mið 12. Des 2007 23:39, breytt samtals 1 sinni.




Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Mið 12. Des 2007 23:38

Þú notar 2.0 kerfið

Þessar tölur segja bara þetta.

2.1 = 2 hátalarar 1 bassi
5.1 = 5 hátalarar 1 bassi
7.1 = 7 hátalarar 1 bassi

Wooferinn er bara innbyggður í 2.0 kerfið, þ.e.a.s bara tveir stereo speakers en það er woofer í þeim.

Og hljóðið er "miklu" betra en úr lappanum.




Höfundur
Daði29
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Þri 06. Mar 2007 00:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daði29 » Mið 12. Des 2007 23:59

Selurinn skrifaði:Þú notar 2.0 kerfið

Þessar tölur segja bara þetta.

2.1 = 2 hátalarar 1 bassi
5.1 = 5 hátalarar 1 bassi
7.1 = 7 hátalarar 1 bassi

Wooferinn er bara innbyggður í 2.0 kerfið, þ.e.a.s bara tveir stereo speakers en það er woofer í þeim.

Og hljóðið er "miklu" betra en úr lappanum.


Þakka þér. Svo mér er óhætt að taka hátalarana upp úr pakkningunni og byrja nota þá þar sem þeir eru mun betri en lappa-hátalararnir..? Einhverjir aðrir hátalarar á svipuðu verði og þessir I-Trigue 2200 sem þú myndir mæla með fyrir mig í fartölvuna frekar en þeir sem ég hef nú þegar?




Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Fim 13. Des 2007 00:21

Þetta eru góðir hátalarar miða við verð.

Getur alltaf fengið eitthvað betra 2.0 kerfi, en ég held að þú verðir alveg sáttur við þessa.....



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3774
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 135
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Fim 13. Des 2007 00:37

Er nú hrifnari af Logitech Z línunni heldur en Creative. Annars fínir hátalarar fyrir þennan prís.




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Kostir & ókostir

Pósturaf Gets » Fim 13. Des 2007 03:36

Smá pæling hérna um kosti og ókosti.

Þessir Creative I-Trigue 2200 á 7.995 kr hafa þann kost að hægt er að taka þá með sér milli herbergja eða á milli húsa á nokkurar fyrirhafnar og því kjörið dæmi ef að þú vilt geta tekið þá með þér hvert sem er þar sem þú ert jú með fartölvu.
Þá er það ókosturinn en hann er sá að vegna smæðar sinnar er ekki mikill bassi í þeim.

Hérna er annað dæmi sem kostar að vísu 2.865 kr meira en þá ertu líka að fá góðan bassa þar sem þetta er jú 2.1 kerfi með fínu bassaboxi.

http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... gitech_Z3E

Ókosturinn er hinsvegar sá að það er aðeins meiri fyrirhöfn að taka þá með sér ef að þú ert mikið að spá í það. "ég á svona sjálfur og verð að segja að í þessu dæmi er maður að fá mikið fyrir lítið.


Hér er svo eitt dæmi sem er virkilega athyglisvert "hef ekki hlustað á þá" en finnst þeir spennandi og ekki er verðið til að skemma fyrir eða einungis 1.905 kr meira en Greative hátalararnir.

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=549

Ókosturinn er hinsvegar sá að þar sem þú ert með fartölvu ertu ekki með 5.1 hljóðkort til að nýta þá að fullu og eftir að þú ert búin að setja þá upp ertu ekkert að nenna að hafa þetta með þér eitt né neitt.
Hinsvegar ef að þig langar mikið í þessa hátalara geturðu alltaf fengið þér utanáliggjandi hljóðkort sem er USB tengt en þá er þetta líka farið að kosta aðeins meira en það sem þú lagðir upp með.

Set hér með vísun í 2 USB hljóðkort sem dæmi, tæki líklega sjálfur neðri kostin en þyrfti að kynna mér það nánar.

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=3927 6.950 kr

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=619 7.900 kr

Að endingu.
Þú getur líka fengið þér hljómleikahöll sem gefur ótrúlegan hljóm og ónáðar engan og getur ferðast með hvert sem er á nokkurar fyrirhafnar, ekkert nema plúsar þar sem að þú ert með fartölvu.

http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... 20HD%20555

Mig grunar að þú hafir keypt Creative hátalarana í Elko þar sem þú vísaðir á þeirra heimasíðu, þar sem að þeir bjóða upp á 30 daga skilafrest og þú ekki búin að taka þá upp þá er lítið mál að skila þeim og kaupa eitthvað annað annarstaðar ef að eitthvað af ofantöldu skyldi vekja áhuga þinn.

Hafðu það allavega gott um jólin hvað sem þú gerir í þessu máli.
Gleðileg Jól.




Höfundur
Daði29
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Þri 06. Mar 2007 00:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Kostir & ókostir

Pósturaf Daði29 » Fim 13. Des 2007 13:24

Gets skrifaði:Smá pæling hérna um kosti og ókosti.

Þessir Creative I-Trigue 2200 á 7.995 kr hafa þann kost að hægt er að taka þá með sér milli herbergja eða á milli húsa á nokkurar fyrirhafnar og því kjörið dæmi ef að þú vilt geta tekið þá með þér hvert sem er þar sem þú ert jú með fartölvu.
Þá er það ókosturinn en hann er sá að vegna smæðar sinnar er ekki mikill bassi í þeim.

Hérna er annað dæmi sem kostar að vísu 2.865 kr meira en þá ertu líka að fá góðan bassa þar sem þetta er jú 2.1 kerfi með fínu bassaboxi.

http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... gitech_Z3E

Ókosturinn er hinsvegar sá að það er aðeins meiri fyrirhöfn að taka þá með sér ef að þú ert mikið að spá í það. "ég á svona sjálfur og verð að segja að í þessu dæmi er maður að fá mikið fyrir lítið.


Hér er svo eitt dæmi sem er virkilega athyglisvert "hef ekki hlustað á þá" en finnst þeir spennandi og ekki er verðið til að skemma fyrir eða einungis 1.905 kr meira en Greative hátalararnir.

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=549

Ókosturinn er hinsvegar sá að þar sem þú ert með fartölvu ertu ekki með 5.1 hljóðkort til að nýta þá að fullu og eftir að þú ert búin að setja þá upp ertu ekkert að nenna að hafa þetta með þér eitt né neitt.
Hinsvegar ef að þig langar mikið í þessa hátalara geturðu alltaf fengið þér utanáliggjandi hljóðkort sem er USB tengt en þá er þetta líka farið að kosta aðeins meira en það sem þú lagðir upp með.

Set hér með vísun í 2 USB hljóðkort sem dæmi, tæki líklega sjálfur neðri kostin en þyrfti að kynna mér það nánar.

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=3927 6.950 kr

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=619 7.900 kr

Að endingu.
Þú getur líka fengið þér hljómleikahöll sem gefur ótrúlegan hljóm og ónáðar engan og getur ferðast með hvert sem er á nokkurar fyrirhafnar, ekkert nema plúsar þar sem að þú ert með fartölvu.

http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... 20HD%20555

Mig grunar að þú hafir keypt Creative hátalarana í Elko þar sem þú vísaðir á þeirra heimasíðu, þar sem að þeir bjóða upp á 30 daga skilafrest og þú ekki búin að taka þá upp þá er lítið mál að skila þeim og kaupa eitthvað annað annarstaðar ef að eitthvað af ofantöldu skyldi vekja áhuga þinn.

Hafðu það allavega gott um jólin hvað sem þú gerir í þessu máli.
Gleðileg Jól.


Takk kærlega fyrir þessar hugmyndir. Þú ert nú búinn að snúa mínum áhuga á Logitech Z hátölurunum sem þú bentir á. Málið er nefnilega að ég er ekkert að fara taka hátalarana út um allt, hafði bara hugsað mér að vera með þá í herberginu þar sem ég gæti tengt þá við lappann þegar ég kem úr skóla og byrjað að hlusta þá eins og áður var nefnt að hlusta á tónlist og spila COD4 á fullu til þess að fá aðeins betri skemmtun frá skólanum eftir daginn, s.s. ég var ekkert að hugsa um að ferðast með þá neitt. En eins og með þessa Z3 hátalara sem þú átt, eru þeir með möguleika á að tengja við mp3 spilara eða iPod? en það er bara aukaatriði ekkert að fara hindra neitt ef það er ekki hægt... annars er ég að spá í að skila I-Trigue í Elko og fjárfesta í þessum þeir virðast mjög góðir.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1579
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Pósturaf Halli25 » Fim 13. Des 2007 14:02

Logitech Z3e er ekki hægt að tengja beint við iPod
http://www.logitech.com/index.cfm/speak ... cl=roeu,en

Logitech X-240 er með iPod tengi en minna kerfi en Z3e
http://www.logitech.com/index.cfm/speak ... cl=roeu,en

Logitech Z10 er hægt að tengja iPod beint og eru að mínu mati sjúklega flottir hátalarar en þeir eru bara 2.0
http://www.logitech.com/index.cfm/speak ... cl=roeu,en

svo er hægt að fá sér hátalara fyrir iPod með hleðslu docku, logitech er með nýja línu sem heitir pure-fi og mér skilst að Max sé að fá þannig í janúar.

http://www.logitech.com/index.cfm/speak ... cl=roeu,en


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

Beetle
Ofur-Nörd
Póstar: 214
Skráði sig: Mið 16. Ágú 2006 17:52
Reputation: 0
Staðsetning: 104 Rvík.
Staða: Ótengdur

Pósturaf Beetle » Mið 19. Des 2007 02:44

Gaman að fylgjast með þessu spjalli ykkar... enginn að segja að eh. sé best heldur fagleg umræða. Creative & Logitech hafa komið mér soleiðis á óvart að orð fá varla lýst. Pantaði mér f. nokkrum árum sérsmíðaða Ar-9 hátalara, en þeir eru komnir í geymslu núna.(kostuðu formúu). úfff, allt varð vitlaust þegar ég notaði Þá. Núna á ég Logitech Z-2300(2.1), og þvííkt sound, og félagi minn á Z-5500 Digital(5.1). M.v. verð undir 50.000.- þá bukta ég mig f. þessu hátölurum. Fáðu að prófa áður en þú kaupir, ef hægt ! B.kv.