CendenZ skrifaði:DAz: ég borgaði rúmlega 16.000 á ebay.co.uk fyrir heyrnartól
til að leysa þau útúr tolli var ég látin borga 14.300.
konan sagði að það giltu sömu gjöld á heyrnartól og á ipod sem dæmi.
ég ætla ekki nenna þræta við þig, ég var látin greiða þessi gjöld.
Ég hef hinsvegar verið látin greiða fjarskiptagjöld fyrir turn og fékk þau gjöld aldrei endurgreidd , það var alveg slatti.
plús það, ég var látin greiða toll og vsk á turn kassanum.
en það voru mistök af minni hálfu að leiðrétta það ekki á staðnum, því tollarinn í símanum sagði mér að það væri ekkert hægt að leiðrétta eftir að ég kvittaði undir, því væri þessi peningur ekki afturkræfur.
og það var svipað, 15 þús kr kassi og ég borgaði 14 þús í gjöld.
Ég er ekkert að þræta við þig (þetta dæmi sem þú settir upp útreikninginn á bara passaði ekki við það verð sem þú sagðist hafa borgað í raun, kannski bara smámunasemi). Ég var bara að reyna að koma til skila að ef tollverðið (s.s. varan+tollur+gjöld) er undir held ég 25 þúsund þá borgarðu ekki tollskýrslugerð(ca 2000 eins og þú segir), bara meðhöndlunargjald (500-800?). Svona var þetta síðast þegar ég var að flytja inn fyrir marga þúsundkalla og líka þegar ég var að flytja inn fyrir fáa þúsundkalla. Ég borgaði t.d. ekki skýrslugjald af Wii dóti sem ég keypti af amazon sem kostaði uþb 10 þúsund samtals.
Aftur á móti hefði ég örugglega þrætt svolítið fyrir þessi gjöld sem voru lögð á heyrnartólin sem þú keyptir!
