Hjálp með nýja tölvu


Höfundur
Gogo
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 06. Feb 2007 15:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hjálp með nýja tölvu

Pósturaf Gogo » Þri 11. Sep 2007 17:09

Nú er ég að fara í það að kaupa nýjan kassa og þessvegna sendi ég til nokkurra tölvuverslana e-mail sem sagði þeim hvað mig langaði í og var svo hljóðandi :
Góðan daginn, nú er komið að því að ég ætla að kaupa mér nýja tölvu sem ég ætla aðallega að nota í leiki og horfa á videó og ég var að velta fyrir mér hvort þið gætuð sett saman kassa fyrir mig.
Það sem ég myndi vilja fá í hann er eftirfarandi:
Intel örgjörfa, helst quad-core
nvidia skjákort, helst 8800 gts
góða og helst hljóðláta kælingu í kassann og á örgjörfann.
Ég þarf ekki hljóðkort.
Ef að það næst inn í budgetið að hafa einn hraðann harðan disk fyrir stýrikerfið og einn með mikið geymslupláss fyrir rest.
Ég þarf ekki stýrikerfi.
Budgetið er að þetta náist helst undir 140 þúsund, vona það besta


Stuttu seinna fóru tilboðin að berast inn og þau komu frá tölvutek, kísildal og tölvutækni. Öll tilboðin þeirra líta mjög vel út en ég þarf helst að fá sérfræðihjálp frá jafnmiklum snillum og þið eruð til að ég klúðri þessu ekki :D þannig að ég var að hugsa um að sýna ykkur tilboðin og þið mynduð hjálpa mér að velja, segja galla/kosti hverrar vélar og kannski bæta á tilboðin ef þið sjáið eitthvað sem þarf endilegrar lagfæringar og bætir ekki of miklu á verðið :D hérna koma tilboðin:

Tölvutek:(hann senti mér 3 tilboð en ég vil bara annaðhvort af þeim betri)

Gigabyte Silent tölvutilboð - Quad 159.900 159.900
Gigabyte S775 GA-P35-DS4 móðurborð
Lite-On LH-20A1L-R Lightscribe DVD skrifari,svartur/hvítur,SATA
500GB SATA2 Seagate harður diskur (ST3500630AS) 16MB
74GB SATA Western Digital Raptor harður diskur (WD740ADFD)
OCZ 2GB DDR2 800MHz (2x1GB) Platinum Edition CL4 vinnsluminni
Intel Core2 Quad Q6600 örgjörvi, Retail
Gigabyte G-Power Cooler Pro örgjörvakæling
Coolmax 550W aflgjafi, 140mm vifta, svartur
Antec P182 Turnkassi án spennugjafa - Hljóðeinangraður !
Gigabyte 8800GTS PCI-Ex16 skjákort 320MB GDDR3, 2xDVI



Gigabyte tölvutilboð 136.900

Gigabyte S775 GA-P35-DS3 móðurborð
Nec 7170A DVD+/- og RAM skrifari, svartur
500GB SATA2 Samsung harður diskur (HD501LJ) 16MB
74GB SATA Western Digital Raptor harður diskur (WD740ADFD)
OCZ 2GB DDR2 800MHz (2x1GB) Platinum Edition CL4 vinnsluminni
Intel Core2 Quad Q6600 örgjörvi, Retail
Coolmax 550W aflgjafi, 140mm vifta, svartur
Gigabyte Triton 180 turnkassi, svartur
Gigabyte 8800GTS PCI-Ex16 skjákort 320MB GDDR3, 2xDVI


þá er tilboðið frá kísildal:

Intel Core 2 Quad E6600

ASUS P5N-E SLI

GeIL Ultra 2x1GB DDR2-800 CL4

Samsung 80GB SATA2 (f. stýrikerfi)

Samsung 500GB SATA2 (f. gögn)

Lite-On 18xDVD-RW DL

Inno3D Geforce 8800GTS 320MB

Nspire 750W ATX2.2 aflgjafi

Thermaltake Big Typ 120 VX kælivifta f. örgjörvan

EZ-Cool H-60 turnkassi (skipti þessu kannski út fyrir x-plorer kassann)



Samtals samansett: 139.000kr



svo að lokum frá tölvutækni:

Antec Sonata III með 500W öflugum hljóðlátum aflgjafa 17.900
Gigabyte P35-DS3R, s775, 4xDDR2, 8xSATA2, PCI-E, Core2Duo 14.500
Intel Core 2 Quad Q6600 2.4GHz,LGA775, 8MB cache, OEM 23.900
Kingston HyperX 2GB kit (2x1GB) DDR2 800MHz, CL4, PC6400 14.900
eVGA NVIDIA GeForce 8800GTS 320MB SuperClocked PCI-E 28.500
Samsung 500GB Serial-ATA II, 16MB cache, 7200sn 11.300
Western Digital Raptor 74GB, SATA, 10.000sn, 16MB cache 14.900
SonyNEC AWQ-170 18x DVD±RW skrifari IDE svartur 4.400
Arctic Cooling Freezer 7 Pro hljóðlát kælivifta fyrir LGA775 2.600
Zalman 12cm hljóðlát kælivifta með stýringu 1.000
_________
133.900

Það væri geðveikt ef þið gætuð litið yfir þetta og bent mér á eitthvað sem mætti betur fara og kosti galla hverrar vélar og hvað ykkur finnst bestu kaupin, ég hafði sagt í e-mailinu að undir 140 væri best en svona í kringum 145þ. er í lagi :P
Takk kærlega ef þið nenntuð að lesa þetta :D




Höfundur
Gogo
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 06. Feb 2007 15:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gogo » Þri 11. Sep 2007 17:17

Afsakið hvað neðsta tilboðið kom kjánalega út, ég er nýliði á spjallinu :P




Höfundur
Gogo
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 06. Feb 2007 15:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gogo » Mið 12. Sep 2007 07:26

Það væri sjúklega næs ef einhver ykkar myndi nenna að lesa í gegnum þetta og gefa mér góð ráð :P
Einn ráðvilltur




Prags9
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fim 09. Ágú 2007 18:58
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Prags9 » Mið 12. Sep 2007 11:11

Well það er upp á þér komið hvað þú villt gera,
En ég fékk mér svipaða tölvu fyrir nokkrum dögum, með
: Gigabyte P35-DS3R, s775 - 6600 - 2gig ram - 500gb hdd - 8800GTX
Mæli með Antec kassanum, hann er snilld.




Höfundur
Gogo
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 06. Feb 2007 15:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gogo » Mið 12. Sep 2007 14:20

Ok takk, fékkstu þá sama aflgjafa og er í antec kassanum frá tölvutækni?
Fannst 500W nefnilega soldið lítið en hann fullvissaði mig um að það ætti alvega að meika þetta




Prags9
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fim 09. Ágú 2007 18:58
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Prags9 » Mið 12. Sep 2007 16:16

Fékk mér Corsair 520 modular, Svakalega fancy. kostaði 12 þús eða eithvað ef ég man rétt.




Höfundur
Gogo
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 06. Feb 2007 15:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gogo » Mið 12. Sep 2007 19:26

Já þeir aflgjafar eru sjúkir, en hefur einhver reynslu af þessum antec 500W aflgjafa?




Prags9
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fim 09. Ágú 2007 18:58
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Prags9 » Mið 12. Sep 2007 20:05

Ekki hugmynd, En ég held að Antec setji bara frá sér gæða vörur.




Höfundur
Gogo
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 06. Feb 2007 15:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gogo » Fim 13. Sep 2007 15:50

Ok, gæti allaveganna einhver skemmtilegur gaur frætt mig um vinnsluminnið í tölvutækni vélinni og hvort hann sjái einhvern vankant á því tilboði, er eiginlega heitastur fyrir henni, sérstaklega þar sem ég skipti út arctic cooling freezer 7 pro fyrir big typhoon en þar sem quad-inn lækkaði í millitíðinni þá er sama verðið og sölumaðurinn hjá tölvutækni fræddi mig líka um að þetta quad-inn væri með Go-stepping þannig að ég er sáttur :D



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1579
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Pósturaf Halli25 » Fim 13. Sep 2007 17:03

Myndi hiklaust taka tilboðinu frá tölvutækni bara útá kassann, Antec er flott merki.




Höfundur
Gogo
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 06. Feb 2007 15:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gogo » Fim 13. Sep 2007 19:59

Ok takk kærlega fyrir :)



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3857
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 169
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Fim 13. Sep 2007 23:16

Ég er með svipaðan díl frá tölvutækni, nema er að nota stock intel coolerinn (er svo latur að ég hef ekki nennt að skipta honum út). Þetta er nú alveg sæmilega hljóðlátt þrátt fyrir 8800gts. Finnst kassinn líka ansi flottur!.




Höfundur
Gogo
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 06. Feb 2007 15:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gogo » Fös 14. Sep 2007 07:21

Ok sweet, ertu með eins minni? og eins aflgjafa kannski líka? :P