Seagate eða Samsung hvor er hljóðlátari?

Skjámynd

Höfundur
kbg
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
Reputation: 2
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Seagate eða Samsung hvor er hljóðlátari?

Pósturaf kbg » Fös 13. Júl 2007 15:02

Sælir ég er að hugsa um að kaupa annanhvorn af þessum diskum:

Seagate (ST3320620AS) 320GB SATA2 16MB 7200.10
Samsung (HD400LJ) 400GB SATA2 8MB 7200

Það sem ég hef mestan áhuga á er hvor er hljóðlátari, ég er nefnilega mikill SilentPC nöttari :D.
Ég er búinn að vera að lesa slatta af umræðum á netinu og flestir segja að Samsung sé hljóðlátari en sumir segja Seagate.
Núna á ég einn svona Samsung fyrir og þótt hann sé ágætlega hljóðlátur hefði ég samt viljað hafa hann aðeins hljóðlátari :D

Það er spurning hvort Seagate-inn sé betri.

Eða veit einhver um hvaða diskur er hljóðlátastur sem er SATA og yfir 300GB?

- Kristján




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2550
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Fös 13. Júl 2007 15:50

Báðir diskarnir eru mjög hljóðlátir. Held að þú heyrir engan marktækan mun.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 86
Staða: Ótengdur

Pósturaf daremo » Fös 13. Júl 2007 17:29

Nýjir Seagate diskar eru ekki hljóðlátir.. Það kom mér óskemmtilega á óvart þegar ég keypti einn slíkan um daginn.

Eftir því sem ég best veit hætti Seagate að nota AAM "automatic acoustic management" fyrir nokkru. Ástæðuna fyrir því veit ég ekki.




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Pósturaf Blackened » Fös 13. Júl 2007 19:07

ég á 250gíg WD disk.. 250gíg Seagate og 400gb Samsung.. og Seagate diskurinn er sá eini sem að heyrist eitthvað í..

ég mæli hiklaust með samsung spinpoint



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17205
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2369
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 13. Júl 2007 21:45

Athyglisverð spurning, ég hef alltaf talið að Seagate væri hljóðlátast...
Sérstaklega fannst mér það eftir að hafa átt 2x IBM death-star diska og WD diska með hátíðni hljóði dauðans...

Í dag er ég með flesta diska Seagate...þ.e. 500gb, 250gb, 200gb og 160gb...síðan með 1x 150GB Raptor...
Mér til mikillar furðu þá heyrist minnst í Raptor...
Seagate diskarnir gefa alltaf frá sér skítin tick/tack hljóð þegar þeir eru IDLE...

Svo er ég með einn 160GB Seagate Momentus í laptop en hann er mjög hávær miðað við diskinn sem var í tölvuni á undan 30GB Fujitsu...
Samt eru þessir diskar sagðir gefa frá sér sama hljóð í dB. En hraðvirkur er hann, það má hann eiga.



Skjámynd

Höfundur
kbg
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
Reputation: 2
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf kbg » Mán 16. Júl 2007 12:36

daremo skrifaði:Nýjir Seagate diskar eru ekki hljóðlátir.. Það kom mér óskemmtilega á óvart þegar ég keypti einn slíkan um daginn.

Eftir því sem ég best veit hætti Seagate að nota AAM "automatic acoustic management" fyrir nokkru. Ástæðuna fyrir því veit ég ekki.


Jamm ég var búinn að heyra það, ástæðan er víst sú að Maxtor fór í mál við Seagate út af einkaleyfismálum fyrir AAM og
Seagate varð víst að hætta að nota það í nýjum diskum hjá sér, hinsvegar er Seagate núna búinn að kaupa Maxtor þannig
að þeir hljóta að mega nota það aftur. :)
Seagate eru líka nýkomnir með "Perpendicular recording" sem gæti haft áhrif á hvað diskar eru hljóðlátir.