Óska eftir upplýsingum um íhluti fyrir þyngri vinnslu


Höfundur
Mayar
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mán 25. Jún 2007 03:18
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Óska eftir upplýsingum um íhluti fyrir þyngri vinnslu

Pósturaf Mayar » Mán 25. Jún 2007 16:58

Sæl/ir verið þið. Mig langar til að leggja fyrir ykkur spurningu. Mig langar til þess að smíða eða láta smíða fyrir mig tölvu fyrir þungt forrit (Simolator FSX) Hvernig ætti ég að snúa mér í að velja íhluti í slíka tölvu til þess að vera viss um að ekki beri á hökti eða frystingu þegar mikið liggur við ? Ég geri ráð fyrir að það séu margar tölvuverslanir sem selja íhluti og getur einhver bennt á verslun sem veit hvað þeir eru að selja ?
Geri mér grein fyrir að það þarf 2 gb eða jafnvel meira í innra minni, harður diskur 100 - 120 gb, gott móðurborð ? öflugan örgjörfa 500 W kannski ? Kæliooviftur og fleira. Yrði þakklátur fyrir allar upplýsingar.

Með kveðju.




Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Þri 26. Jún 2007 15:29

Simolator FSX er MS Flight Simulatur ekki satt :?:

Fer mikið eftir því hvað þú ert tilbúinn að eyða miklu. En svona sem viðmið.

Minni. Þarft 2GB af minni, ekki þörf fyrir meira.
Örgjörvi. Myndi mæla með Intel E6400 og uppúr
Móðurborð. með kubbasetti;
Eitthvað Nvidia 650i eða 680i eða Intel 965 eða nýja P35 kubbasettinu.
Sjákort. Nvidia 8800GTS 320 MB eða dýrara fer eftir því hvaða upplausn þú ætlar að spila í.

Annars ætti hvaða verslun sem er að geta sett saman fyrir þig vél ef gegið er út frá þessum hlutum.

Fáðu tilboð og póstaðu svo þeim aftur og við kommentum á þau :wink:




Höfundur
Mayar
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mán 25. Jún 2007 03:18
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mayar » Þri 26. Jún 2007 19:00

Jú það er Flight Simolator FX sem ég er að hugsa um ásamt fleiru, myndvinnslu og öðru slíku. Ég fer á stúfanna og athuga hjá þeim sem séhæfa sig í að raða saman tölvur. Læt ykkur fylgjast með :D




Harvest
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Lau 30. Jún 2007 14:16

Mundi nú alveg taka 4 gb af minni... þessi leikur ÉTUR MINNI.

Er sjálfur með 8800GTX 780mb kort + 4gb af 800mzh vinsluminni og ég mundi alveg vilja sjá hann meira smooth..

Reyndar í 1650x1280 upplausn.. nánast allt í besta.


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS