Ábyrgð á skjákortskælingum


Höfundur
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Ábyrgð á skjákortskælingum

Pósturaf Klemmi » Mið 20. Jún 2007 15:59

Sælir,

ég var að velta fyrir mér ykkar skoðunum á ábyrgð á skjákortskælingum og öðrum kælingum með viftu, teljið þið að það sé á þeim 2 ára ábyrgð eins og öðrum vörum?

Ég er með skjákortskælingu og á henni er vifta. Það byrjaði að heyrast í henni hávaði og ég fór því með hana í þá tölvubúð sem hún er uppruninn (keypti kortið mitt notað með þessari kælingu á).

Hann segir við mig fyrirfram að það sé engin ábyrgð á skjákortskælingum, og bara kælingum með viftum yfirhöfuð en ætlaði samt að kíkja á þetta fyrir mig.
Svo heyri ég í honum seinna um daginn og þá segir hann mér að líklega megi rekja hávaðann til þess að ryk hafi borist inn að legunni, þar hafi það sogað í sig alla smurolíuna og því hafi bara verið málmur í málm og byrjað að mynda hávaða. Ég viðurkenni að það var alveg ryk í tölvunni, en ekkert óheilagt magn.

Svo nú spyr ég ykkur, hvað finnst ykkur um þetta ? Á ég að reyna að fá nýja kælingu út úr ábyrgðinni eða spandera peningi í nýja kælingu, en þær eru, skemmtilegt nokk, ekkert allt of ódýrar.


Starfsmaður Tölvutækni.is


Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Mið 20. Jún 2007 16:55

Ef þú skiptir um kælingu þá dettur kortið örugglega úr ábyrgð, þ.e. notar 3rd party hlut. Þannig...... :?:




Höfundur
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Pósturaf Klemmi » Mið 20. Jún 2007 17:25

Já, það finnst mér alveg skiljanlegt, en hvað með kælinguna sjálfa ? Dettur hún úr ábyrgð strax og hún er tekin í þá notkun sem henni er ætluð :shock:


Starfsmaður Tölvutækni.is


Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Mið 20. Jún 2007 17:46

Klemmi skrifaði:Já, það finnst mér alveg skiljanlegt, en hvað með kælinguna sjálfa ? Dettur hún úr ábyrgð strax og hún er tekin í þá notkun sem henni er ætluð :shock:


Kælingin er hluti skjákortsins þannig já hún á að vera í ábyrgð eins og aðrir hlutar þess. En hvort hún er í ábyrgð fyrir að fyllast af ryki er annað mál. Kortið er ekki í ábyrgð fyrir illri meðferð, og mögulega má segja að ill meðferð sé að "láta" hana fyllast af ryki þannig hún snúist varla eða það valdi óhljóðum.

Annars geta ábyrgðar mál oft verið mjög leiðinlega þegar upp kemur að því að möguleg bilun eigi sér rætur í illri meðferð. Allmennt eru verslanir á Íslandi ekki að skorast undan ábyrgð. En þeir sem að slíkum rekstri koma geta örugglega fyllt marga korka hér með spgum af "undarlegum" uppákomum þegar menn krefjast ábyrgar. Ég er ekki að segja að svo sé í þessu tilfelli, til þess þekki ég einfaldlega ekki nægjanlega til þessa tiltekna máls.

Annars hvet ég þig bara til að segja hvaða kort þetta er og nefna þessa verslun. M. ö. o. segja alla söguna. Það er ágætt fyrir okkur sem eru sí og æ að benda á hinar og þessar verslanir sem traustar að heyra alla sögunna og vita hvar menn eru að lenda í vandræðum.




Höfundur
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Pósturaf Klemmi » Mið 20. Jún 2007 18:12

Ég vinn sjálfur í tölvubúð og væri það líklega ekki vinsælt ef ég væri að ausa úr skálum reiði minnar hér á netið og nafngreina þessa annars ágætu tölvuverzlun.

Ég vildi bara fá á hreint hvað ykkur finndist varðandi þetta, hvort það væri ekki eðlilegast að þeir myndu taka skipta kælingunni út. Þegar ég segist viðurkenna að það hefi verið ryk í tölvunni þá á ég ekki við að það hafi farið út yfir velsæmismörk. Ég allavega tel að það hafi ekki verið nægilega mikið til að það megi kalla það misnotkun af minni hálfu, frekar þá léleg hönnun á viftunni ef hún er ekki betri en það að þessi skammtur af ryki skemmi hana. Þetta hlýtur að vera hannað með það fyrir augum að hún megi komast í snertingu við smá ryk.


Starfsmaður Tölvutækni.is


Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Mið 20. Jún 2007 18:19

Klemmi skrifaði:Ég vinn sjálfur í tölvubúð og væri það líklega ekki vinsælt ef ég væri að ausa úr skálum reiði minnar hér á netið og nafngreina þessa annars ágætu tölvuverzlun.

Ég vildi bara fá á hreint hvað ykkur finndist varðandi þetta, hvort það væri ekki eðlilegast að þeir myndu taka skipta kælingunni út. Þegar ég segist viðurkenna að það hefi verið ryk í tölvunni þá á ég ekki við að það hafi farið út yfir velsæmismörk. Ég allavega tel að það hafi ekki verið nægilega mikið til að það megi kalla það misnotkun af minni hálfu, frekar þá léleg hönnun á viftunni ef hún er ekki betri en það að þessi skammtur af ryki skemmi hana. Þetta hlýtur að vera hannað með það fyrir augum að hún megi komast í snertingu við smá ryk.


Hvernig heldur þú að hefði verið brugðist við í þeirri verslun sem þú vinnur í?




Höfundur
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Pósturaf Klemmi » Mið 20. Jún 2007 20:05

Ég ræddi þetta við yfirmann minn, erum bara 2 þarna, og honum fannst þetta rugl og sagði að ég ætti ekki að leyfa honum að komast upp með þetta.
Svo ég býst við að kælingunni hefði verið skipt út, ég man allavega ekki eftir atviki þar sem við höfum neitað að skipta út bilaðri vöru. Við kaupum flestar okkar vörur að utan og sendum þær biluðu út og fáum yfirleitt nýjar eða lagfærðar til baka.
Hins vegar er náttúrulega spurning hvort að við séum skyldugir til að láta eigandann hafa annan hlut í láni á meðan sá bilaðifer í gegnum þetta ferli, en við allavega höfum alltaf reynt að gera menn sátta.

Þarna var bara sagt við mig að hlutir með viftum væru ekki í ábyrgð, ég var ekkert að véfengja það en langaði að spyrja ykkur hvort þetta væri eðlilegt, allavega held ég að við í okkar verzlun getum alveg claimað út vörur sem eru með viftum...


Starfsmaður Tölvutækni.is

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6596
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 366
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mið 20. Jún 2007 21:23

semsagt.. örgjörvar með retail viftum, skjákort með viftum og móðurborð með viftum á kubbasettum eru hreinlega ekki í ábyrgð í þessarri búð.

Djöfulsinns kjaftæði er þetta.

Endilega sendu þessarri búð þennann þráð. Og ef þeir viðhafast ekkert og breyta þessarri "reglu" sinni, þá skaltu endilega setja nafnið á henni hér inn.


"Give what you can, take what you need."


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Fim 21. Jún 2007 00:59

gnarr skrifaði:semsagt.. örgjörvar með retail viftum, skjákort með viftum og móðurborð með viftum á kubbasettum eru hreinlega ekki í ábyrgð í þessarri búð.

Djöfulsinns kjaftæði er þetta.

Endilega sendu þessarri búð þennann þráð. Og ef þeir viðhafast ekkert og breyta þessarri "reglu" sinni, þá skaltu endilega setja nafnið á henni hér inn.


held að það sé frekar meint þannig að ef rekja má bilunina til ryks eða einhvers hlut sem kalla má "utanaðkomandi" að þá coveri ábyrgðin það ekki .. Svo er það annað mál ef viðkomandi búð vilji leggja sig aðeins fram og koma á móti viðkiptavinum með svona mál.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2925
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 228
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Pósturaf CendenZ » Fim 21. Jún 2007 09:24

Yank skrifaði:
Klemmi skrifaði:Já, það finnst mér alveg skiljanlegt, en hvað með kælinguna sjálfa ? Dettur hún úr ábyrgð strax og hún er tekin í þá notkun sem henni er ætluð :shock:


Kælingin er hluti skjákortsins þannig já hún á að vera í ábyrgð eins og aðrir hlutar þess. En hvort hún er í ábyrgð fyrir að fyllast af ryki er annað mál. Kortið er ekki í ábyrgð fyrir illri meðferð, og mögulega má segja að ill meðferð sé að "láta" hana fyllast af ryki þannig hún snúist varla eða það valdi óhljóðum.

Annars geta ábyrgðar mál oft verið mjög leiðinlega þegar upp kemur að því að möguleg bilun eigi sér rætur í illri meðferð. Allmennt eru verslanir á Íslandi ekki að skorast undan ábyrgð. En þeir sem að slíkum rekstri koma geta örugglega fyllt marga korka hér með spgum af "undarlegum" uppákomum þegar menn krefjast ábyrgar. Ég er ekki að segja að svo sé í þessu tilfelli, til þess þekki ég einfaldlega ekki nægjanlega til þessa tiltekna máls.

Annars hvet ég þig bara til að segja hvaða kort þetta er og nefna þessa verslun. M. ö. o. segja alla söguna. Það er ágætt fyrir okkur sem eru sí og æ að benda á hinar og þessar verslanir sem traustar að heyra alla sögunna og vita hvar menn eru að lenda í vandræðum.


Ég reyndar man eftir 3 mjög vinsælum tölvubúðum þarsem eigandinn/verkstæðisguttarnir tóku svona mál mjög vel, jafnvel þótt þeir ættu ekkert að vera skipta hlutunum út.

-> Síðan fóru þeir með þetta á partalistann og seldu fyrir 5-10 þús kall, búnir að skipta um viftu/kæliplötu/festingar etc.. :)

Bókhaldslega séð er það bakfært/rýrnun eða galli og opinber gjöld endurgreidd, síðan fara andvirði sölunnar á partalistanum beint í eigin svarta vasa.

Í dag er það bara, að ég held, ein búð sem gerir þetta ennþá.

Mér finnst þetta bara mjög sniðugt, oftar en ekki þarf bara smotterísvinnu sem er ódýr ( maður rukkar nú ekki sjálfan sig um vinnu! og kaupir íhlutina á grínverði EF þeir eru keyptir á annað borð ) og síðan selja á partalistanum.

Kúnnar, starfsmenn, búð og partalistendur mjög ánægðir.