Vantar ráðleggingar með ferðavél


Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar ráðleggingar með ferðavél

Pósturaf Palm » Fim 03. Maí 2007 20:30

Mig vantar ráðleggingar varðandi ferðavél - verður bara notuð í svona venjulega vinnu en samt vildi ég helst hafa 2GB i minn og meir en 80GB disk. Það þarf að vera hægt að fá docking station með henni (fyrirtækjalinan líklega - sem útilokar margar vélar).
Þetta er ekki leikjavél og það verður oftast notaður annar skjár með vélinni.

Kemur mér svoldið á óvart að flestar ferðavélar sem verið er að bjóða í dag eru bara með 80GB disk og 1GB í minni. Sérstaklega í ljósi þess að Vista er komið.

Hvernig er þessi vél:
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=345

Er ekkert hagkvæmt að panta vél frá USA þar sem dollari er hagstæður - hvar þá (hefur einhver gert það)?

Fyrirfram takk fyrir svörin og leiðbeiningarnar.

Palm




Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Taxi » Fim 03. Maí 2007 21:14

Þetta er góð vél á góðu verði.

4.klst ending á rafhlöðu er gott fyrir dualcore fartölvu.

Þú getur líka sett 120-160GB disk í hana og gert flakkara úr 80GB disknum.



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1052
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Pósturaf Revenant » Fös 04. Maí 2007 11:52

Þú getur skoðað síður eins og hp.com, lenovo.com og dell.com ef þú ert að spá í að kaupa frá ameríku. Þú getur fengið mjög góðar vélar (sérsniðnar að þínum þörfum) á innan við $2000 (<180þús með shopusa) en þá ertu að taka í burt ábyrgðina sem er stór hluti af þessu.