Ég er að lenda í því sama með nýlegan 80gb Seagate disk, held ég. Gæti verið gamli 200gb Seagate diskurinn.
Mjög lágt bassahljóð, en það heldur endalaust áfram með nákvæmlega sama millibili. bruuuuum...bruuuuum...bruuuuum.
Ég er að ærast á þessu og þegar ég horfi á sjónvarpið heyri ég ekkert annað en þetta helvítis víbringshljóð.
Ég er akkúrat í þessu að skoða tölvuverslunarsíðurnar og er búinn að ákveða að skipta báðum diskunum út fyrir einn 500gb Seagate. Fer í það í fyrramálið.
Ég lenti í þessu fyrir ári síðan þegar ég keypti nýjan 200gb Western Digital og ég fór með hann þangað sem ég keypti hann (minnir að það var Tæknivík) og þeir sögðu mér að þetta væri gölluð lega eða eitthvað... fékk allavega nýjan og hann var til friðs og er enn til friðs