Skil ekki sýnist vera 120 GB en er 111 GB???


Höfundur
Servo Natura
Staða: Ótengdur

Skil ekki sýnist vera 120 GB en er 111 GB???

Pósturaf Servo Natura » Fös 02. Mar 2007 18:10

Sko ég er búinn að taka eftir einu!

Þegar maður kaupir kannski 120 GB harðdisk fær maður í rauninni ekki nema 111 GB

Eins og ég á að vera með 360 GB harðdisk í tölvunni minni en er í rauninni bara 343 GB!

Afhverju í andskotanum???



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1052
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 139
Staða: Tengdur

Pósturaf Revenant » Fös 02. Mar 2007 19:14

Þetta er vegna þess að "GB" (út úr búð) er 1.000.000.000 bæti en raunverulegt GB er 1.073.741.824 bæti (2 í veldinu 30). Þannig að 120GB diskur út úr búð er 120.000.000.000 bæti / 1.073.741.824 = 111.75 raunveruleg GB.

Þumalputtareglan er að þú færð u.þ.b. 93% af seldri stærð, þ.e. 120GB * 0,93 = 111.6 GB í tölvunni




Höfundur
Servo Natura
Staða: Ótengdur

Pósturaf Servo Natura » Fös 02. Mar 2007 21:59

Nú oki heyrðu takk kærlega, skil loksins eitthvað í þessu held ég!