Vantar skjákort - Hverju mælið þið með?


Höfundur
Ási
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Fös 02. Feb 2007 22:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar skjákort - Hverju mælið þið með?

Pósturaf Ási » Sun 04. Feb 2007 18:56

Sælir vaktmenn.

Nú ætla ég að bæta skjákorti í tölvuna mína. Ég er með þetta hérna móðurborð

http://computer.is/vorur/5929

(sem er reyndar með skjástýringu á en mér finnst það ekki koma að neinu gagni - allt kornótt og ómögulegt). Er ég að klikka á stillingum kannski?

En mig langar að bæta skjákorti í tölvuna og hverju mælið þið með fyrir 5-7 þúsund. (ég veit að það er léglegt á margra mælikvarða en ég spila enga leiki og er ekki með grafíkvinnslu).

Kær kveðja, Ási.




Höfundur
Ási
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Fös 02. Feb 2007 22:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Ási » Þri 06. Feb 2007 14:02

Sælir aftur.

Ég hef ekki fengið skjástýringuna til að virka á móðurborðinu. :twisted: :twisted: Eftir að hafa sett upp WinXP virkar allt rétt nema að skjámyndin er öll kornótt og myndir verða eins og í örlítilli móðu (rétt eins og vanti liti og skerpu). Þetta gerist þrátt fyrir að ég hafi update-að driverana fyrir móðurborðið og installerað því og ekkert batnaði þótt ég hafi keypt mér pcie skjákort. Ekkert að virka. Veit einhver hvað getur verið að? Þekkir einhver vandann?

Öll hjálp vel þegin.

Kveðja, Ási.

ES: Já ég mundi að færa snúruna í nýja skjákortið.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2539
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Þri 06. Feb 2007 14:59

Fáðu þér notað 7600 eða 6600 kort frá Nvidia.

eða ef þú getur fundið X800 notað kannski á 7 kall. Who knows.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Þri 06. Feb 2007 15:06

ÓmarSmith skrifaði:Fáðu þér notað 7600 eða 6600 kort frá Nvidia.

eða ef þú getur fundið X800 notað kannski á 7 kall. Who knows.


Hvað á það að gagnast honum? Hann er búinn að prófa að kaupa nýtt skjákort.

Ási: Hvernig skjá ertu með?




Höfundur
Ási
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Fös 02. Feb 2007 22:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Ási » Þri 06. Feb 2007 15:29

Ég er með 17" Xerox LCD skjá (Með glerhlíf en það er ekki móða á hlífinni :D :D :D ) Hefði verið góð lausn að þurrka af ... en það dugir víst ekki.



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Þri 06. Feb 2007 17:15

Hvaða upplausn ertu að keyra skjáinn á og hvaða refresh rate?




Höfundur
Ási
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Fös 02. Feb 2007 22:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Ási » Þri 06. Feb 2007 19:46

1280x1024 og 60Hz



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Mið 07. Feb 2007 12:05

Ertu búinn að disablea skjástýringunni í BIOSnum?


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


Höfundur
Ási
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Fös 02. Feb 2007 22:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Ási » Mið 07. Feb 2007 23:53

Það hjálpar ekki - þ.e.a.s. ef ég er að gera þetta rétt.

Fer maður ekki Advanced og stillir First á PEG og Onboard á Enable if no PEG card?

Annars er ég í vandræðum enn með´þetta. DJÖ...

Getur þetta verið Windows mál?

Kveðja og þakkir til ykkar allra sem nenna að senda inn línur.[/b]