Gamla tölvan verður nú officially að einhverskonar gleðikonu fjölskyldunar og þó hún eigi alveg hrós skilið fyrir verk sín, þá verður henni ekki bjargað.
Ég þarf sem sagt nýja vél, alveg frá grunni. Held kannski mús og músamottu, ef gæfan brosir við mér.
Allavega, BUDGET: Er að spá í sirka 150 þús+ fyrir aðal tólin. Þ.e.a.s allt utan við tölvuskjá, lyklaborð, mús og svoleiðis.
Þar sem ég plata örugglega gamla fólkið til að styðja mig fyrst þau fá þá gömlu.
___________________________________________________
Það sem ég er að spá og afhverju:
Sparkle Geforce 7950GT 512MB GDDR3 PCI-E
http://www.tolvuvirkni.net/ip?inc=view& ... _SP_7950GT
Þetta er eina 512mb Geforce kortið sem ég held að það sé vit í að kaupa.
Þetta á náttúrulega að vera pjúra leikjavél og það öflug leikjavél. Er það samt alger vitleysa að eyða 10 þúsund meira í 512mb?
Minni - sirka 2g, þæði alveg aðstoð í þeim málunum.
Örgjörvi - Eitthvað sniðugt. Eitthvað sem endist. Eitthvað sem er öflugt en þó ekki eitthvað sem setur mig á hausinn.
Ég er tilbúinn til að fara úr 'budget' yfir í 'performance' en ekki eitthvað top-end dóterí. Hjálp, ég er nýgræðingur!
Móðurborð - Hef séð margar umræður um þetta, ég get svo sem alveg valið sjálfur, en ég væri samt til í að heyra álit ykkar.
150 GB, Western Digital Raptor 10k rpm
Hef heyrt að þetta sé málið fyrir speed freaks, 30g stærri en gamli diskurinn og samt lúxus?
Virkar fyrir mig. Kaupi mér kannski annan stórann til að geyma allt draslið inn á ef ég tel að ég gæti lent í vandræðum með pláss.
Kassi - Ætti ekki að vera neitt vesen. Ef einhver hefur einvherja 'OMG UPPÁHALDIÐ MITT BESTI FKFN!!1!' kassa sem hann vil segja frá, gjörsovel.
Aflgjafi - Aftur, ekkert vesen. 500-600W?
Fleira - LAN kort? Eitthvað? Kannski er ég að gleyma einhverju mikilvægu.
__________________________________________________
Tja, ég vona að ég sé ekki að gleyma einhverju
Svo ætti nú ekkert að vera mikið vesen fyrir mig að finna skjá.
Fæ mér bara 19" LCD. Ekkert sem er of dýrt, ekkert vesen, right?
Allir sem hjálpa fá frítt Snickers- eða Mars stykki.
Fyrirfram þakkir.