Ég var að spá þar sem ég er nú ekki neitt svakalega úrræðagóður í tölvusamsetningarmálum hvort að einhver af ykkur snillingunum inná vaktinni gæti sett saman fyrir mig tölvu..
Tölvan þarf semsagt ekki að gera neitt nema spila tónlist og ætla ég að nota iTunes í það..
Ætla að setja hana í bílinn minn og hafa sniðugan snertiskjá eða eitthvað sambærilegt til að velja tónlistina og spila hana. Vel líklega snertiskjá og nota penna til þess að geta valið tónlist og spilað hana..
Þarf að hafa svona 60 gb harðan disk í henni og er það eina sem ég set sem þörf..
Það væri líka mjög gott ef tölvan væri frekar lítil og krúttleg nema móðurborðin séu svaka dýr þegar þau eru svona lítil.
Ef einhver veit um ódýra litla snertiskjái má hann endilega koma með link á hann..
Já á meðan ég man ég þarf líka að geta tekið harða diskinn auðvitað úr til þess að setja tónlist inná hann
Takk takk