Merkingar á AMD örgjörvum

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17205
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2369
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Merkingar á AMD örgjörvum

Pósturaf GuðjónR » Sun 25. Jún 2006 21:21

Veit einhver skýringuna á því af hverju 2.6ghz amd örri heitir 5000+ ?
AMD Athlon 64 X2 Dual Core 5000+ HT, 2,6GHz
Einhverntíman heyrði ég þá skýringu að þetta ætti þá að vera sambærilegt við ghz tölu Intel.
En sú skýring heldur varla vatni því þá ætti þessi að vera sambærilegur 5ghz örgjörva, en sá örri er ekki til og því hæpið að bera saman við eitthvað sem er ekki til.
Eru AMD menn að berjast við vindmyllur? eða veit einhver rökræna skýringu á þessu?
Kannski minnimáttarkennt og tilraun til að slá ryki í augu fólks?
Allar skýringar vel þegnar.

p.s. ég eyði öllum offtopic svörum, og þeir sem þráast við verða bannaðir.



Skjámynd

audiophile
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1614
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 149
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf audiophile » Sun 25. Jún 2006 22:29

Af hverju ætti þetta að vera minnimáttarkennd? Ég veit ekki betur en að AMD hafi verið að saxa á forskot Intel hressilega undanfarin ár, bæði á heimamarkaði og kerfisþjónamarkaði.

Ástæðan fyrir að AMD byrjaði með þetta nafnakerfi sitt var að áður fyrr voru það MHZ sem seldu örgjörva af því meiri megahertz var betra og öflugra, ekki satt? Jú, alveg þangað til AMD gerði stórar endurbætur á kjarnanum sínum og gerði það að verkum að AMD örgjörvar voru að skila meira afli per Mhz en Intel, þannig að þó að AMD örgjörvi væri með mun lægri mhz tölu en Intel, þá var hann að skila svipuðum afköstum en Intel örgjörvar með hærri klukkutíðni.

Þetta átti AMD samt í erfiðleikum með þar sem það var ekki létt að sannfæra kaupendur um að færri mhz væri jafn gott og stundum betra en fleiri mhz hjá Intel, þannig að þeir fundu upp á þessu nafnakerfi til að "plata" kaupendur í að þeirra örgjörvar væru að skila svipuðum afköstum, sem og þeir gerðu og gera enn.

Þetta var einfaldlega auglýsinga- og markaðsherferð.

En það sem er kannski að gerast núna er að nafnakerfið er ekki lengur að passa við klukkutíðni Intel, heldur er það að vaxa umfram sjálft sig, sem er kannski eðlilegt þar sem að þeir geta ekki endalaust látið nýja örgjörva heita sama nafni, er það? Þannig að í dag, er þetta eindaldlega tala. 5000 er betra en 4800 osfv. Alveg eins og Nvidia 7900 er betra en 7800 af því það er hærri tala.

Ég held allavega að þetta sé ekki neitt flóknara en það.

Svo er annað, nú eru Intel sjálfir að fara að lenda í þessu sama, nema á móti sjálfum sér. Hvernig ætlarðu að sannfæra meðal tölvunotanda að nýji 2.6ghz (Core 2 Duo) örgjörvinn þeirra sé betri en 3.8ghz P4? Það verður spennandi að sjá.

Svo ef þig langar að vita meira um þetta allt saman er töluvert mikið af upplýsingum að finna á Wikipedia eða með að leita á Google.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Baldurmar
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Pósturaf Baldurmar » Sun 25. Jún 2006 22:32

Þessi póstur virkar soldið eins og tilraun til að "valda usla" meðal "AMD manna".

Allavega, smá Google : " AMD MHZ " skilað mér þessari grein á geek.com: http://www.geek.com/news/geeknews/2005Dec/bch20051215033811.htm

Segir í raun allt sem segja þarf.

Í sambandi við AMD Athlon 64 X2 Dual Core 5000+ HT, 2,6GHz þá er það alls ekki ólíklegt að hann sé að skila "workloadi" á við 5000MHz Intel örgjörva, verst að það er nánast ekkert sem að þarf/notar svona mikla vinnslu.

Endilega leiðréttið mig ef að ég er að tala út um rassinn á mér.




Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf Veit Ekki » Sun 25. Jún 2006 22:40

Hef heyrt að þeir heiti þetta af því að þeir voru með örgjörva sem hétu t.d. 1800+ eða eitthvað svoleiðis og þá sé þetta bara svona framhald af því til að fólk átti sig betur á því hvað það er að kaupa góðan örgjörva.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17205
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2369
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Sun 25. Jún 2006 22:47

audiophile og baldurmar, góð svör.

Málið er að ég er að fara að uppfæra aðeins, ég veit að ég get treyst Intel, en hef ekki nógu góða reynslu af amd.

Samt, þar sem ég er forvitinn að eðlisfari þá langar mig svolítið til að prófa þessa X2 amd örgjörva.´

Þori samt varla að henda 150k í tölvu upp á von og óvon sem virkar svo kannski ekki baun.

Það er spurning um að kaupa intel eða amd
Þeir kosta svipað en ég á bara svo erfitt með að ímynda mér að amd sé betri.
Svo hefur intelinn það framyfir að hægt er að nota DDR2 með honum.
Er maður ekki að græða slatta á því? Skella 4gb DDR2 667 eða 800?
Meðan AMDinn silast á DDR400.

Jæja...engin offtopic...or else!



Skjámynd

audiophile
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1614
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 149
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf audiophile » Sun 25. Jún 2006 22:56

Persónulega myndi ég bíða Þangað til í lok Júli þegar Intel kemur með nýja Core 2 Duo línuna sína (Conroe). Það er talað um að þeir eigi eftir að slá AMD64 niður af krúnunni sem bestu örgjörvarnir í leikina og Intel hafa alltaf verið sterkir fyrir í annarri vinnslu.

Svo ef þú ert harðákveðinn að prófa AMD, sem ég mæli alveg með, þá munu þeir lækka verðið á allri sinni línu daginn sem nýji Intel kemur út.

Þannig að endilega bíddu þangað til Core 2 Duo kemur og AMD lækka verðin og ákveddu þig svo hvort þú vilt prófa AMD eða halda þig við Intel.

Ég er persónulega spenntur þar sem ég hef alltaf verið AMD maður, en langar að prófa Core 2 Duo. Eða allavega sjá hvað hann getur.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Baldurmar
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Pósturaf Baldurmar » Sun 25. Jún 2006 22:59

audiophile skrifaði:Ég er persónulega spenntur þar sem ég hef alltaf verið AMD maður, en langar að prófa Core 2 Duo. Eða allavega sjá hvað hann getur.


Maður kemur allavega til með að fylgjast vel með benchmarkings þegar hann kemur, vonandi verður þetta góð byrjun á langþráðum þróunum í örgjörvamálum.



Skjámynd

audiophile
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1614
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 149
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf audiophile » Sun 25. Jún 2006 23:00

Mæli svo með að þú lesir þessa grein ef þú vilt vita um muninn á DDR400 á móti DDR2 667 og 800 performance http://anandtech.com/cpuchipsets/showdoc.aspx?i=2741


Have spacesuit. Will travel.


Gestir
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gestir » Mán 26. Jún 2006 08:44

AMD 4tW !!!

Þarf ekkert að ræða það neitt frekar.

Guðjón veit alveg að AMD eru ekkert síðri en Intel. Hann er bara bóndi og þröngsýnn íhaldsmaður ;)

Það er einnig guðsgefið mál að hann myndi eigi kvarta svo gjörla skyldi hann út í AMD fara.

En reyndar er stutt í Conroe sem hljómar amk á pappír asskoti vel en reyndar verður verðmiðinn á þeim gutta í hærra lagi.

Með AMD Bang for the buck Kveðju.




wICE_man
ÜberAdmin
Póstar: 1302
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 57
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Mán 26. Jún 2006 10:36

NB, Conroe mun hafa nafngiftina Core Duo 2 E6XXX sem á væntanlega að gefa skin að hann sé betri en AMD Athlon64 X2 5000+.

E6600 verður það, E6300 verður það ekki, báðir hafa þeir samt hærra númer.

AMD er ekki að nota sama kerfi og skjákortaframleiðendurnir þar sem GeForce 7300 er til dæmis margfalt verra en GeForce 6800, þar stendur fyrsti tölustafurinn fyrir kynslóðina og tölustafirnir á eftir standa til frekari aðgreiningar, þetta er einmitt leiðin sem Intel hefur valið að fara.

Hefur virkilega enginn tekið eftir því að Intel hefur síðasta árið bara selt örgjörva undir módelnúmerum?

Ég er persónulega á því að kerfið sem AMD sé að nota þ.e. hlutfallsleg afkastageta m.v. 1000MHz Duron örgjörva sé betri fyrir viðskiptavini með litla þekkingu á tölvum. En þegar að öllu er á botninn hvolft þá er það alltaf þeirra sem skilning hafa á hlutunum að bera ábyrgð á þeim sem minna vita.


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal


hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Mán 26. Jún 2006 16:43

Hallærislegt að bögga AMD yfir þessu þegar nýju Intel örarnir heita allir 5XXX og 6XXX.

Annars ætla ég að fá mér þannig öra... allveg sama þó það sé AMD eða Intel ... bara að það sé best.



Skjámynd

audiophile
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1614
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 149
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf audiophile » Mán 26. Jún 2006 19:38

Já, þó ég hafi alltaf átt AMD og fundist þeir mjög góðir, þá mun mín næsta uppfærsla mjög líklega verða Intel Core 2. Nema AMD sé með eitthvað svakaleg töff í pokahorninu sem við vitum ekki af ennþá. Því að þegar ég uppfæri næst þarf ég hvort eð er að kaupa nýtt móðurborð þar sem AMD er kominn með nýjan sökkul.

AM2 er ekkert annað en nýtt 940 pinna socket og ný minnisstýring sem styður DDR2. Þannig að það er ekkert að slá út venjulegu s939 amd64 örgjörvana enn sem komið er.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17205
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2369
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mán 26. Jún 2006 20:53

Þið mælið sem sagt með því að bíða eftir þessum Intel Core 2.
Reyndar er mín reynsla sú að það er alltaf eitthvað nýtt handan við hornið, og ef maður ætlar endalaust að bíða eftir því "nýjasta" þá getur maður beðið endalaust.
Svo þegar hann er kominn þá fer maður að bíða eftir DX10 skjákorti, þá er HDD orðinn úreltur og so on....
Er ekki sæmilegt stökk að fara úr Intel p4-2,533 í Intel Pentium D 950 DualCore 3.4GHz?




@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1282
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Mán 26. Jún 2006 21:07

Sko það er örugglega sniðugast að bíða eftir þessum Core 2 vegna þess að þessi 3.4 dual core er búinn að vera á markað í svolítinn tíma og ekki langt í þennann Core 2.




hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Mán 26. Jún 2006 21:50

Já ... nokkur ár síðan það var svona leap.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17205
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2369
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mán 26. Jún 2006 21:59

Hvað á þessi Duo að hafa framyfir annað en að eyða minna rafmagni og þar af leiðandi hitna minna?



Skjámynd

kemiztry
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Pósturaf kemiztry » Mán 26. Jún 2006 22:08

Svo er reyndar eitt með nýtt stöff að chipset og fleira sem því fylgir er engan veginn nógu stöðugt. Enda er fyrstu útgáfur yfirleitt drasl ekki satt :wink:


kemiztry

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17205
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2369
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mán 26. Jún 2006 22:35

kemiztry skrifaði:Svo er reyndar eitt með nýtt stöff að chipset og fleira sem því fylgir er engan veginn nógu stöðugt. Enda er fyrstu útgáfur yfirleitt drasl ekki satt :wink:

...jú oftar en ekki




wICE_man
ÜberAdmin
Póstar: 1302
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 57
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Þri 27. Jún 2006 10:32

NB, AM2 er ekki bara nýtt 940 socket, þú munt geta notað K8L örgjörvana þegar þeir koma á AM2 móðurborðum. Svo er ein athygglisverð samsæriskenning um AM2 örgjörvana hérna: http://www.theinquirer.net/?article=32589

Svolítið retro en gæti verið einmitt það sem vantaði til að gera hlutina smá spennandi næstu mánuðina.


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)

...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal


DoRi-
</Snillingur>
Póstar: 1023
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:18
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoRi- » Þri 27. Jún 2006 11:47

ég skoðaði benchmark á tomshardware og sá að core 2 Duo e6700 rústaði öllum AMD örgjörvonum í allflestum prófunum

málið er einfaldlega að bíða eftir DX10 skjákortunum og Core 2 Duo



Skjámynd

audiophile
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1614
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 149
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf audiophile » Þri 27. Jún 2006 13:24

GuðjónR skrifaði:Reyndar er mín reynsla sú að það er alltaf eitthvað nýtt handan við hornið, og ef maður ætlar endalaust að bíða eftir því "nýjasta" þá getur maður beðið endalaust.


Þetta er aðeins öðruvísi þar sem þetta er algjör endurhönnun hjá Intel, ekki bara einhver smávægileg breyting. Svona gerist ekki nema með marga ára millibili. Þetta er svipað og þegar AMD kynnti fyrst AMD64 örgjörvann sinn, gömlu XP örgjörvarnir áttu ekki séns í þá.

Ég myndi bara bíða aðeins, því þó þú fáir þér ekki nýjasta Intel Core 2 þegar hann kemur 23 Júlí, þá munu aðrir Intel og AMD örgjörvar lækka töluvert í verði um svipað leyti.

Af hverju borga meira núna þegar þú getur borgað minna eftir mánuð?

Annað mál með þetta DX10, Vista kemur ekki fyrr en á næsta ári og þú þarft ekki DX10 kort til að keyra Vista og þú þarft heldur ekki DX10 kort til að keyra DX10 leiki, alveg eins og þú þurftir ekki DX9 kort til að keyra HL2, þú þurftir það bara til að styðja allt flottasta í leiknum. Svo verður töluvert þangað til DX10 leikir koma á markaðinn hvort eð er.

Ég myndi ekki fara að skoða alvarlega þetta DX10 dót fyrr en næsta sumar. Það eru ekki komin nein DX10 kort og munu ekki koma alveg á næstunni, því DX10 mun ekki koma fyrr en Vista kemur. DX10 mun aldrei verða stutt á Windows XP samkvæmt Microsoft.


Have spacesuit. Will travel.


hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Þri 27. Jún 2006 17:24

audiophile skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Reyndar er mín reynsla sú að það er alltaf eitthvað nýtt handan við hornið, og ef maður ætlar endalaust að bíða eftir því "nýjasta" þá getur maður beðið endalaust.


Þetta er aðeins öðruvísi þar sem þetta er algjör endurhönnun hjá Intel, ekki bara einhver smávægileg breyting. Svona gerist ekki nema með marga ára millibili. Þetta er svipað og þegar AMD kynnti fyrst AMD64 örgjörvann sinn, gömlu XP örgjörvarnir áttu ekki séns í þá.

Ég myndi bara bíða aðeins, því þó þú fáir þér ekki nýjasta Intel Core 2 þegar hann kemur 23 Júlí, þá munu aðrir Intel og AMD örgjörvar lækka töluvert í verði um svipað leyti.

Af hverju borga meira núna þegar þú getur borgað minna eftir mánuð?

Annað mál með þetta DX10, Vista kemur ekki fyrr en á næsta ári og þú þarft ekki DX10 kort til að keyra Vista og þú þarft heldur ekki DX10 kort til að keyra DX10 leiki, alveg eins og þú þurftir ekki DX9 kort til að keyra HL2, þú þurftir það bara til að styðja allt flottasta í leiknum. Svo verður töluvert þangað til DX10 leikir koma á markaðinn hvort eð er.

Ég myndi ekki fara að skoða alvarlega þetta DX10 dót fyrr en næsta sumar. Það eru ekki komin nein DX10 kort og munu ekki koma alveg á næstunni, því DX10 mun ekki koma fyrr en Vista kemur. DX10 mun aldrei verða stutt á Windows XP samkvæmt Microsoft.


Af hverju eru allir svona tregir að skilja það :roll:



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 27. Jún 2006 18:56

^ Sumir vilja það ekki...



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17205
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2369
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 27. Jún 2006 19:41

audiophile ég held ég slaki aðeins á, er ekki búinn að uppfæra örrann í 4 ár, ætla að gera það almenninlega núna.