Silent Vél


Höfundur
Gestir
Staða: Ótengdur

Silent Vél

Pósturaf Gestir » Fim 04. Maí 2006 12:47

Sælir.

Núna er ég aftur kominn í Pro deildina og flutti mig úr Shuttle í Antec Sonata II.

Málið er hinsvegar að ég vil hafa vélina nánast undetectable á hljóð.

Hvað er besta lausnin ?

Get ég lækkað í psu
lækkað í HD

Sett hljóðeinangrun í kassann. ?

Hvernig settup eruð þið með og heyrist mikið / lítið í þessu.

Ég hef vélina sirka 40Cm frá gólfi og vil helst gefa sofið án þess að heyra neitt.

Kannski er þetta óraunhæft en ég miða við vélina hans Gnarr.. hún var vel yfir 90% silent og undetectable.




mjamja
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Mán 26. Des 2005 20:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf mjamja » Fim 04. Maí 2006 16:07

þú átt að geta skipt um viftu í psu, svo er líka hægt að fá svona gúmmíkalla til að setja á milli skrúfunnar og Harða disksins til að minnka víbring.

svo er Flech að selja vatnskælingarparta ef þú villt hafa þetta alveg silent :)



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6596
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 366
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 05. Maí 2006 10:14

hann er með OCz Powerstream.. semsagt hljóðlaust PSU.

Annars er málið að setja Zalman heatsink á kubbasettið. einhverja góða hljóðlausa eða næstum hljóðlausa kælingu á skjákortið. bæta við heeelling af viftum og setja á 5v. Svo væri ekki slæmur leikur að setja hljóðeinangrandi efni í hliðarnar. Það eru samt held ég engar búðir sem selja þannig sem virkar eitthvað :\


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
Gestir
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gestir » Fös 05. Maí 2006 10:17

Ocz Powerstream er aldeilis EKKI Silent ..



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fös 05. Maí 2006 11:07

Smá sílikon til að loka öllum götum og fylltu hana svo af hágæða smurolíu.



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2788
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 129
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf zedro » Fös 05. Maí 2006 11:38

Stutturdreki skrifaði:Smá sílikon til að loka öllum götum og fylltu hana svo af hágæða smurolíu.

NEI !!!! :x

Það er matarolía hálfvitinn þinn :wink:


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fös 05. Maí 2006 11:41

Zedro skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:Smá sílikon til að loka öllum götum og fylltu hana svo af hágæða smurolíu.

NEI !!!! :x

Það er matarolía hálfvitinn þinn :wink:
Takk takk, veit að þeir prófuðu með matarolíu en smurolía ætti að vera betri, hún td. myglar ekki.



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2788
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 129
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf zedro » Fös 05. Maí 2006 11:45

En geturu ímyndað þér það að skipta um íhlutu hvernig í ósköpunum ætlaru að ná olíunni af??? Held að þú munir þurfa eitthvað meira en bara eimað vatn :shock:


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fös 05. Maí 2006 11:51

Heh.. sagði aldrei að það yrði auðvelt.. bara að vélin yrði nánast alveg hljóðlaus.

Ef einhver væri nógu vitlaus til að gera þetta myndi sá væntanlega ekki opna kassann aftur nema í neyð.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6596
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 366
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 05. Maí 2006 13:09

ÓmarSmith skrifaði:Ocz Powerstream er aldeilis EKKI Silent ..


uuuhh.. jú. Algerlega hljóðlaust.


"Give what you can, take what you need."


Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Pósturaf Blackened » Fös 05. Maí 2006 13:13

Zedro skrifaði:En geturu ímyndað þér það að skipta um íhlutu hvernig í ósköpunum ætlaru að ná olíunni af??? Held að þú munir þurfa eitthvað meira en bara eimað vatn :shock:


Já.. bara venjulegt vatn úr krananum.. lætur bara renna í smá stund :)

Tölvuíhlutir meiga alveg blotna ef að það er ekki rafmagn á þeim.. bara passa að þurrka þá vel áður en þeir eru settir í notkun aftur