Góður Socket A örgjörvi?


Höfundur
Salvar
Fiktari
Póstar: 53
Skráði sig: Þri 21. Mar 2006 01:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Góður Socket A örgjörvi?

Pósturaf Salvar » Fös 14. Apr 2006 13:36

Nú er ég að hugsa um að uppfæra örgjörvann í gömlu vélinni minni (AMD Athlon XP 1800+), sem er einmitt Socket A gaur. Það besta sem ég hef fundið er AMD Sempron 2800+ í Att, Tölvulistanum og fleiri verslunum, veit einhver um betri Socket A örgjörva á Íslandi?




Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf Veit Ekki » Fös 14. Apr 2006 15:15

Ef þú færð þér s754 eða s939 móðurborð og örgjörva, þá mun það endast miklu lengur.

Þannig að ef þú ert tilbúinn að eyða aðeins meiru, þá geturu fengið þér þetta:

Móðurborð: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=12 - 8.000 kr.

Örgjörvi: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1 - 16.000 kr.

Samtals: 24.000 kr.

eða

Móðurborð: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=8 - 6.700 kr.

Örgjörvi: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=2 - 8.000 kr.

Samtals. 14.700 kr.

Þannig að þú gætir eytt 5.000 kr. í viðbót og fengið þér betra móðurborð og örgjörva eða eytt 15.000 kr. í viðbót og fengið þér mun betra móðurborð og miklu betri örgjörva en þessi Socket A.




Höfundur
Salvar
Fiktari
Póstar: 53
Skráði sig: Þri 21. Mar 2006 01:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Salvar » Fös 14. Apr 2006 15:26

Nú er ég ekki búinn að skoða þessar vörur neitt nákvæmlega, en ég rak augun í þetta:

Athlon64 3200+ Venice (OEM)
S939, 512MB L2 skyndiminni

Ekkert stórvægilegt, bara datt í hug að þú vildir vita af þessu ef þú tengist Kísildal eitthvað. Takk annars fyrir ábendinarnar.




HemmiR
Stjórnandi
Póstar: 422
Skráði sig: Fim 05. Maí 2005 23:05
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf HemmiR » Fös 14. Apr 2006 16:45

ég er með amd 3200 venice örgjöfann sem þú ert að tala um þarna og þetta móðurborð Asrock dualsata2 ég get allveg mælt með því þetta er að virka einsog draumur fyrir mig og ég fór úr amd 2600bartonxp í þetta




Höfundur
Salvar
Fiktari
Póstar: 53
Skráði sig: Þri 21. Mar 2006 01:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Salvar » Fös 14. Apr 2006 16:52

Mér líst vel á þetta móðurborð, en ég væri til í retail útgáfu af 3200+ örgjörvanum. Samkvæmt vaktinni er Start.is með 3000+ Retail á 14.000, væri það ekki líka ágætis kostur?

Edit: Hér er 3200+ gaurinn retail hjá Computer.is á tæp 16.000. Spurning um að kíkja á hann. http://www.computer.is/vorur/4842




DoRi-
</Snillingur>
Póstar: 1023
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:18
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoRi- » Sun 16. Apr 2006 00:37

Salvar skrifaði:Nú er ég ekki búinn að skoða þessar vörur neitt nákvæmlega, en ég rak augun í þetta:

Athlon64 3200+ Venice (OEM)
S939, 512MB L2 skyndiminni

Ekkert stórvægilegt, bara datt í hug að þú vildir vita af þessu ef þú tengist Kísildal eitthvað. Takk annars fyrir ábendinarnar.

auðvitað, er .inn örgjörvi ekki með 512MB í cache ? :D