Nú er mig farið að langa í nýtt/meira vinnsluminni, aðallega útá "performance" en líka útaf því að ég fæ of oft bluescreen sem ég myndi giska á að væri útaf minninu, en nóg um það.
Málið er að ég veit ekkert hvernig minni ég ætti að fá mér.
Ég væri til í G.Skill minni frá Kísildal en þar sem það er uppselt, og ég ætla að fara að kaupa minnið á morgun, þannig að það gengur það ekki.
Hvernig lýst ykkur á Corsair XMS pöruð 2 stk. 512MB (=1GB) DDR400 sem er til hjá att.is á 11.950 kr ?
Svo mættuð þið endilega koma með tillögur