Pósturaf audiophile » Lau 08. Apr 2006 17:19
Ef mig minnir rétt voru Duron budget örgjörvar frá AMD svipað og Celeron frá Intel og þeir voru ekki þekktir fyrir að vera yfirklukkanarlegir (ef það er orð).
Ef ég á að vera hreinskilinn, myndi ég bara sætta mig við það sem þú hefur og nærð úr leiknum, þar sem þú ert ekki á leiðinni að uppfæra. Eins og ég sagði, lækkaðu allt í Low, skelltu í 800x600 og láttu það duga. Getur prófað að yfirklukka skjákortið, en efast um að breyti miklu, kannski auka 5 fps ef það er þá hægt að yfirklukka þetta kort.
CoD2 er krefjandi á vélina þó þú sért að keyra hann niður í DX7. Örgjörvar hafa líka áhrif á útkomu í leikjum og hreint út sagt voru Duron örgjörvar drasl og ekki nóg með það, þeir eru gamlir, nokkurra ára gamalt drasl.
Leiðinlegt að hljóma svona leiðinlega, en að mínu mati er þetta staðan sem þú ert í. Þú ert með gamla og slappa tölvu að reyna ná háu FPS í nýjum og krefjandi leik.