Ég er hérna með í höndunum nýlegan flakkara (harðdiskhýsingu?) og harðan disk sem eru ekki að virka alveg eins og ég bjóst við. Þannig er mál með vexti að engin tölva sem ég tengi flakkaran við vill þekkja hann ef kveikt er á flakkaranum eftir að hann er tengdur tölvunni, hann þekkist bara ef ég kveiki fyrst, hinkra í augnablik og tengi hann svo í eitthvað USB tengi (virðist ekki skipta máli, öll 6 (bæði 2.0 og 1.1.) á borðtölvunni minn og öll 3 (2.0) á fartölvunni enda í sama vandamáli). Fremur hvimleitt en er þetta eðlilegt?
Einnig er hraðinn svolítið að fara í taugarnar á mér þegar flakkarinn loksins þekkist, ég næ svona u.þ.b. 20mb/s skrifhraða á flakkarann, hvort sem ég er að lesa af fartölvunni eða borðtölvunni, svo ég dreg þá ályktun að "vandamálið" sé flakkarinn eða USB tengin. Þ.e.a.s. ég bjóst við meiri hraða.
Segði mér nú kæru meðgúrúar að ég sé að hafa algerlega óþarfar áhyggjur! (Nú eða segði mér að vélbúnaðurinn minn sé drasl
En annars þá eru flakkarar mjögsvo pirrandi fyrirbrigði. Minn flakkari td. vildi stundum ekki startast mar heyrði diskin virrr virrr virrr en aldrey komast á fullt skrið.