Fermingartölva, álit óskast

Skjámynd

Höfundur
Genezis
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Mið 24. Sep 2003 20:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Fermingartölva, álit óskast

Pósturaf Genezis » Fim 23. Mar 2006 23:57

Sælir,

Er að reyna að setja saman ágætis fermingartölvu, mín fyrsta hugmynd er eftirfarandi:

Kassi: Aspire B2KL - 5.900 kr.
Móðurborð: Asus A8N SLI - 13.500 kr.
Örgjörvi: AMD 64 3500+ - 19.450 kr.
Vinnsluminni: G.Skill 2x512mb DDR - 10.300 kr.
Harður diskur: 160GB Samsung Spinpoint SATAII - 8.000 kr.
Skjákort: XFX Geforce 6800GS - 23.900 kr.
DVD skrifari: NEC ND-3550A - 5.500 kr.
Lyklaborð: Chicony Black - 1.500 kr.
Mús: Logitech MX518 - 4.500 kr.
Skjár: Samsung 19" 930BF - 33.950 kr.

Samtals: 126.500 kr.

Flestallt hjá Kísildal, nema örgjörvinn sem er hjá @tt, skjákortið er hjá Start og skjárinn hjá @tt.
--------------------------------------------------------------------------------------

En nú langar mig að heyra frá ykkur, til að fá aðra sýn og önnur álit á þetta. Hef persónulega mjög lítið verið að spá í tölvuuppfærslum í nokkuð langan tíma núna þannig að ég þekki allt þetta nýja stöff ekkert gífurlega vel.

Mætti eitthvað fara betur þarna? Þetta má að sjálfsögðu vera ódýrara ef kostur gefst á en ekki mikið dýrara. Megið skipta út hlutum að vild (t.d. ódýrari CPU og dýrari GPU í staðinn ef það er sniðugt move) en reynið að halda ykkur í kringum þetta verð.

Í hnotskurn: Vantar góða vél sem er í kringum þetta verð og er gott sambland af verði og getu. Set 100 þús budget á vélina sjálfa (s.s. mínus skjá) - þannig að þetta má hækka um 7.450 kr. Megið svo sem koma með tillögu að öðrum skjá, en ég held að þetta sé nokkuð fínn skjár í leiki og annað stúss.

Kærar þakkir.



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2788
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 129
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf zedro » Fös 24. Mar 2006 01:14

Vel uppsett plús fyrir það ;)

Fínn kassi, veit ekki með móðurborð kannski að taka sér Fatal1ty AN8 SLi massíft borð (fylgir uGuru pannel með Cmos Reset button og info screen thingy sýnir CPU speed, heat ofl skemmtilegt) MEM: Þekki ekki þetta merki so lets leave it at that ;) XFX is DA BONG átti eitt slíkt (að vísu 6800GT) var að gera góða hluti fyrir mig allavega :twisted: Flottur skrifari á svipaðann. HDD Samsung á að vera gera góða hluti. Seagate Barracuda eru samt bestir finnst mér. Flott lyklaborð á nákvæmlega sama, Bit expensive mús en hún á nú að vera mjög góð (minnir það allavega). Skjár: Á 19" túbuskjá (skjár alvöru manna) frá samsung engar kvartanir héðan.

Etta er bara helvíti flott fínt verð og alles ;)


Kísildalur.is þar sem nördin versla


Rusty
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Des 2005 16:42
Reputation: 0
Staðsetning: Eyjar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Rusty » Fös 24. Mar 2006 11:17

Held að samsung og Seagate hraðadiskarnir séu mjög svipaðir.

Annars, þurfa nýfermdir piltar ekki meira hdd pláss?



Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1271
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Pósturaf ponzer » Fös 24. Mar 2006 12:01

Flott setup hjá þér..

Sé ekkert að þessu hjá þér, tek samt undir þetta hjá seinsta ræðumanni um hdd plássið.


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.


Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Fös 24. Mar 2006 16:22

Skjákortið 6800GS fæst ódýrara í Hugver.

Svo kemur líka til greina að taka AMD 3200 og spara 5 þúsund kall í CPU en það er varla greinanlegur það mikil munur á 3200 og 3500 í performance.
http://www23.tomshardware.com/cpu.html? ... 2&chart=58

Eyða 5+7 þús kalli frekar í dýrara og mun öflugra skjákort t.d. 7900GT eða 7800GT ef vélin verður notuð mikið í leiki þá er það vel þess virði.

T.d.
http://www.thor.is/?PageID=50



Skjámynd

Höfundur
Genezis
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Mið 24. Sep 2003 20:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Genezis » Fös 24. Mar 2006 19:54

Sælir aftur,

Þakka tillögurnar, er búinn að breyta þessu örlítið og held ég að þetta verði pakkinn:

Kassi: Aspire B2KL - 5.900 kr.
Móðurborð: Asus A8N SLI - 13.500 kr.
Örgjörvi: AMD 64 3500+ - 19.450 kr.
Vinnsluminni: G.Skill 2x512mb DDR - 10.300 kr.
Harður diskur: 160GB Samsung Spinpoint SATAII - 8.000 kr.
Skjákort: eVGA 7800GT - 29.900 kr.
DVD skrifari: NEC ND-3550A - 5.500 kr.
Lyklaborð: Chicony Black - 1.500 kr.
Mús: Logitech G5 - 4.900 kr.
Skjár: Samsung 19" 930BF - 33.950 kr.
Annað: Cable sleeving kit - 1.990 kr.

Samtals: 134.890 kr.

Nú er bara að vona að þessar vörur séu til (veit reyndar með stöðuna á þeim vörum sem eru hjá Kísildal, en hinar verslanirnar birta ekkert á netinu varðandi lagerstöðu).

Varðandi geymslupláss ætti þetta að vera meira en nóg fyrir hann. Hann getur fengið aðgang að annarri vél (yfir heimanetið s.s.). Svo má alltaf stækka við sig í þeim málum síðar. Ákvað svo að halda í 3500+ en ekki lækka niðrí 3200+ eins og Yank kom með tillögu um vegna þess að 3500+ er með 2,2 ghz klukkutíðni á móti 2,0 ghz hjá 3200+. Munar ekki svo miklu í verði þar á milli en 3700+ eykur einungis cache, enginn munur á klukkutíðni - sem skilar sér minna hvað varðar performance held ég nú.




k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 999
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Reputation: 19
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Pósturaf k0fuz » Lau 25. Mar 2006 11:40

Þetta ætti að vera klassi allt saman , þó veit eg ekkert um þetta skjákort :P , það er sennilega bara mjög fínt víst það er keypt hjá kísildal.


ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.