LCD sjónvarp sem skjá


Höfundur
Jellyman
Nörd
Póstar: 107
Skráði sig: Mán 02. Jan 2006 16:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

LCD sjónvarp sem skjá

Pósturaf Jellyman » Mið 22. Mar 2006 16:49

Gæti ég fengið mér svona 27" lcd sjónvarp og notað sem skjá?
Er með hdtv out á skjákortinu þannig að ég gæti kannski tengt svona 3 plug út tölvunni í sjónvarpið.
Myndi það verða allt svona "blurry" í windows eða?
Ef ekki, hvaða sjónvarp er þá best í kringum þessa stærð?




Gestir
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gestir » Mið 22. Mar 2006 16:50

LCD sjónvörp eru (flest) mjög fín sem skjáir líka

þú ættir að geta fengið specs um TV ið og séð þá hvaða upplausn það styður við PC tölvu.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3153
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hagur » Mið 22. Mar 2006 21:31

Þú getur náttúrulega líka bara tengt það við tölvuna með venjulegum VGA kapli eða DVI, ef sjónvarpið býður uppá það.

Þá færðu alveg óblurraða mynd, bara eins og þú værir að tengja venjulegan LCD skjá við tölvuna.

Ég hef ekki prófað sjálfur að tengja tölvu við LCD sjónvarp með component tengjum (3 plug), en gæti trúað því að það sé alveg sambærilegt við VGA/DVI.

En eins og Ómar segir, athugaðu sérstaklega hvaða upplausn sjónvarpið styður í PC-mode. Þó svo að auglýsingin segi t.d "1280x720px native upplausn", þá er alls ekki öruggt að það sé í PC mode. Mörg þessara tækja styðja einungis XGA í PC mode, sem er eins og flestir vita bara 1024x768.

Sú upplausn er þar að auki 4:3, sem þýðir að í í widescreen formatti verður myndin teygð upp í 16:9. Það kemur ekki endlega vel út, skal ég segja þér . :wink:




Höfundur
Jellyman
Nörd
Póstar: 107
Skráði sig: Mán 02. Jan 2006 16:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Jellyman » Mið 22. Mar 2006 21:57

já, hef nefnilega heyrt um það..
fór upp í elkó og kíkti á nokkur sjónvörp og afgreiðslumaðurinn sagði að öll sjónvörpin þar væru með svona 4:3 upplausn í tölvu..
þannig ég spyr bara hvar fæ ég almennilegt sjónvarp án þess að borga stórfé?



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Fim 23. Mar 2006 00:24

Bræðurnir Ormsson held ég, Samsung hafa þótt bestu kaupin.



Skjámynd

°°gummi°°
Nörd
Póstar: 148
Skráði sig: Mið 06. Ágú 2003 09:09
Reputation: 0
Staðsetning: rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf °°gummi°° » Fim 23. Mar 2006 09:03

Þetta getur verið trikkí, eina leiðin sem ég hef séð virka til að fá þetta almennilegt er ef skjákortið þitt outputtar native resolution sjónvarpsins og sjónvarpið tekur við því í gegnum DVI tengi sem HD merki. En þá er þetta líka brilljant uppsetning. Component verður alltaf blurry held ég.
Ég hef ekki mikla reynslu af þessu samt, bara af einu 27" United tæki.


coffee2code conversion