hæg tölva...


Höfundur
w.rooney
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Fim 14. Okt 2004 22:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

hæg tölva...

Pósturaf w.rooney » Mán 20. Mar 2006 19:22

hvað halda menn að það geti verið að fartölvu sem að bara koksar á öllu saman, allar aðgerðir eru mjög erfiðar og hun er mjög leiðinleg í vinnslu , þetta er 3-4 ára vél og það er 256 mb innra minni og 1,7 ghz í örrra og 30´gíg í disk (10 gíg í notkun)

Það er enginn vírus í henni (samkv. eiganda er með frikka skúla vírusvörnina og keyrir og updeitar reglulega ) og windows defender ( nytt antispyware tól sem að ég sá , er eitthvað varið í það ?) finnur ekki neitt !

allar hugmyndir vel þegnar þvi að það er mjög erftitt að vinna í tölvunni !



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Þri 21. Mar 2006 10:02

Skiptir engu mál hvort hún er í bandi eða á batteríi? Sumar tölvur 'gíra sig niður' til að batteríið endist lengur (alveg óþolandi helv.. drasl).

Hver er staðan á page file?

Hefurðu kíkt á Task Manager og séð hvort það er einhver process alltaf í 100% load?

Hefurðu prófað að defragga diskinn?

Og hefurðu prófað að slökkva á öllum vírusvörnum? Flestar vírusvarnir í dag eru með svona 'on-access' skanner sem skannar ALLAR skrár sem þú opnar.. hægir virkilega á allri vinnslu. Get td. ekki notað geisladrifið á fartölvunni minni meðan vírusvörnin (McAffe) er í gangi..

Annars er bara spurning um hvort stýrikerfið sé komið í einhverja steik og það sé kominn tími á að strauja.. myndi samt reyna allt annað fyrst.



Skjámynd

Mazi!
+EH l33T M@$TEr
Póstar: 1337
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Reputation: 4
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mazi! » Þri 21. Mar 2006 10:05

ef þetta gengur ekki sem stutturdreki er að sega mæli ég með að strauja bara :roll:


| ASRock B850M-X WiFi R2.0 | Ryzen 5 8400F | G.Skill Ripjaws 2x16GB 6000Mhz | 9060XT 8GB OC | 1TB WD Black M.2 NVMe SSD | Gamemax GM-700 - 700W | Sharkoon VK3 Black |


wICE_man
ÜberAdmin
Póstar: 1302
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 57
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Þri 21. Mar 2006 10:16

256MB í innra minni er allt of lítið, þarf að vera amk. 512MB, ég veðja á að það sé vandamálið.


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal


Höfundur
w.rooney
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Fim 14. Okt 2004 22:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf w.rooney » Þri 21. Mar 2006 10:19

wICE_man skrifaði:256MB í innra minni er allt of lítið, þarf að vera amk. 512MB, ég veðja á að það sé vandamálið.


já ég veit.. en hún er ovenju hæg miðað við hvað hún er vanalega.. en ég skoða hina ábendingarnar



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6596
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 366
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Þri 21. Mar 2006 10:52



"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 52
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf beatmaster » Þri 21. Mar 2006 13:09


Þetta er alveg brilliant hjá þér gnarr, veit ekki af hverju ég var ekki búinn að sjá þennann þráð fyrr, vildi bara spyrja hvort að síðasti linkurinn hjá þér (http://www.dirverguide.com) hefði ekki átt að vera http://www.driverguide.com :)


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6596
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 366
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Þri 21. Mar 2006 13:12

takk kærlega fyrir það :)

Og jú, það er rétta hjá þér. það var stafavíxl þarna. er komið í lag núna.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
w.rooney
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Fim 14. Okt 2004 22:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf w.rooney » Þri 21. Mar 2006 19:23

á primary núna er device 0: transfer mode dma if available og current er pio mode og á device 1 er dma if available og current transfer mode not appliacable°

og á secondary er device 0: transfer mode : dma if available og current er : ultra dma mode 2

og devie 1 sama og að ofan !



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6596
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 366
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mið 22. Mar 2006 08:22

w.rooney skrifaði:á primary núna er device 0: transfer mode dma if available og current er pio mode og á device 1 er dma if available og current transfer mode not appliacable°

og á secondary er device 0: transfer mode : dma if available og current er : ultra dma mode 2

og devie 1 sama og að ofan !


Það er vandamálið. Þú verður að koma disknum á DMA. Prófaðu að skipta um kapal á disknum. Passaðu að það sé fullskermaður 80pinna kapall. Ekki óskermaður 40pinna. Ef það virkar ekki, þá er frekar líklegt að diskurinn sé að gefast upp.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
w.rooney
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Fim 14. Okt 2004 22:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf w.rooney » Mið 22. Mar 2006 14:53

ég veit ekki hvort að ég treysti mér til þess að rífa vélina í sundur til þess að skipta um kapal á þessu dóti , en er þetta eina sem gæti verið að .. sem hugsanlega að diskurinn sé að gefa sig ?



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6596
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 366
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mið 22. Mar 2006 15:27

Já. það er akkúrat þetta sem að veldur því hvað tölvan er hæg. Og já. ef það lagar þetta ekki að skipta um kapal (það gæti jafnvel lagað að taka þennann kapal úr sambandi og setaj aftur í samband), þá er mjög líklegt að diskurinn sé alveg að gefast upp.

*Edit*

a.. shit! þetta er fartölva.. tók ekki eftir því :p þá geturu ekki skipt um kapal. allavega ekki sjálfur. En þú getur prófað að taka harðadiskinn úr tölvunni og að setja hann aftur í. Oftast er bara ein skrúfa á hliðinni sem þarf að losa og þá er hægt að draga diskinn bara úr og renna honum svo inn aftur.


"Give what you can, take what you need."