Datt í hug að þið gætuð hjálpað mér að velja slátur í eitt stykki server-vél.
Hlutverk tölvu:
- Vera í gangi 24/7
Fileserver
Vefþjónn/Database server o.sv.frv.
Mun keyra Win2003 að öllum líkindum
Kröfur:
- 1. Hljóðlát
2. Hljóðlát
3. Hljóðlát
4. Stöðug
5. 512mb+ í minni
6. Viftulaust skjákort, helst DirectX 9 samhæft
7. Sæmilega öflug á nútíma mælikvarða (2-3 ghz ?)
Það sem mig vantar EKKI:
- Harður diskur
Skjár
Mús/lyklaborð
Þó að þetta sé aðallega hugsað sem server vél fyrir heima-lanið, þá mun ég líklega koma til með að nýta LCD sjónvarp sem er í sama herbergi, sem skjá. Því væri afskaplega nice að geta glápt á XVID/DIVX etc. Geri mér grein fyrir því að það þarf ekki sérstaklega mikinn kraft til þess, en ég myndi líklega skella upp Mediaportal HTPC frontend og fyrir það er mælt með DirectX 9 skjákorti.
Eins og áður kom fram, þá er algjörlega vital að hún sé sem hljóðlátust. Því væri meiriháttar að fá passive CPU-kælingu ef það væri möguleiki og extra silent PSU. (Er ekki tilbúinn að fara í vatnskælingu, enda hæpið með þetta budget)
Í þetta ævintýri er ég tilbúinn að setja að hámarki 50 þúsund krónur!
Hvað skal velja? GO WILD!