Síða 1 af 1
[ÓE] Að fá lánað PSU 500W+ í einn dag.
Sent: Sun 15. Mar 2015 12:15
af audiophile
Sælir Vaktarar.
Var að velta fyrir mér hvort það væri einhver góðhjartaður þarna úti sem gæti lánað mér 500W+ Powersupply svo ég geti skellt því í vélina hjá mér til að komast að hvort mitt PSU sé örsökin fyrir að vélin endurræsi sig í í leikjum eða hvort það sé mobo+örri.
Tími bara ekki akkurat núna að kaupa PSU og komast svo að því að það er eitthvað annað að.
Með von um aðstoð.

Re: [ÓE] Að fá lánað PSU 500W+ í einn dag.
Sent: Sun 15. Mar 2015 12:39
af JohnnyX
Vill svo skemmtilega til að ég var að rífa minn 700W úr tölvunni í vikunni. Getur fengið hann lánaðann. Sendu mér PM

Re: [ÓE] Að fá lánað PSU 500W+ í einn dag.
Sent: Sun 15. Mar 2015 14:00
af chaplin
Er sjálfur með 650W straumbreyti sem þú getur fengið lánaðan ef ég er nær þér en JohnnyX, er í grafarholtinu, þús sendir bara PM.

Re: [ÓE] Að fá lánað PSU 500W+ í einn dag.
Sent: Sun 15. Mar 2015 19:00
af Klemmi
Eru Tölvuvirkni ekki með fría bilanagreiningu?
Um að gera að nýta það og losna við vesenið sjálfur.
Re: [ÓE] Að fá lánað PSU 500W+ í einn dag.
Sent: Sun 15. Mar 2015 21:02
af audiophile
Vil þakka Johnnyx og chaplin fyrir að bjóða aðstoð sína. Gott að hafa svona topp menn hér á Vaktinni.

Fékk lánað Psu hjá Johnnyx í dag og virðist sem grunur minn var réttur. Búinn að spila núna Bf4 í rúmlega klst og ekkert vesen. Ætla að reyna betur á morgun og ef allt helst óbreytt þá er það bara að versla sér Psu.
Re: [ÓE] Að fá lánað PSU 500W+ í einn dag.
Sent: Mán 16. Mar 2015 00:54
af chaplin
audiophile skrifaði:Vil þakka Johnnyx og chaplin fyrir að bjóða aðstoð sína. Gott að hafa svona topp menn hér á Vaktinni.

Fékk lánað Psu hjá Johnnyx í dag og virðist sem grunur minn var réttur. Búinn að spila núna Bf4 í rúmlega klst og ekkert vesen. Ætla að reyna betur á morgun og ef allt helst óbreytt þá er það bara að versla sér Psu.
Minnsta málið, annars ef þú vilt reyna að spara smá í aflgjafa en samt sem áður að fá topp vöru get ég boðið þér -
viewtopic.php?f=11&t=64799 - á ágætis verði ef þú vilt.
