Síða 1 af 1
Vantar PCI skjákort
Sent: Mið 12. Feb 2014 21:20
af gnarr
Sælir vaktarar.
Mig vantar
PCI skjákort (ekki PCI Express), helst ódýrt eða gefins. Því kraftminna, því betra.
Sendið mér skilaboð hérna ef þið eigið eitthvað handa mér

-Gnarr
Re: Vantar PCI skjákort
Sent: Mið 12. Feb 2014 21:26
af Hnykill
hehehe maður heyrir þetta ekki oft "því kraftminna því betra" :Þ
ég á 3dfx voodoo 1.. safna gömlum skjákortum

..hvað ertu að fara að gera með þetta annars ?
Re: Vantar PCI skjákort
Sent: Mið 12. Feb 2014 21:40
af gnarr
þetta verður notað í server vél hjá mér, líklegast eingöngu í að stilla BIOS.
Ég væri alveg til í eitthvað ennþá kraftminna en Voodoo

Ég efast líka um að ég fái NT6.3 drivera fyrir það, en takk fyrir gott boð

Re: Vantar PCI skjákort
Sent: Mið 12. Feb 2014 21:50
af Hnykill
já ég á sko annað minna

...man ekki hvað það heitir en það skartar heilum 2 MB í Video Memory ef ég man rétt. viltu það í alvöru ?
ég safna 3D kortum en ekki 2D. skal senda þér það í pósti ef þú vilt..er á Akureyri.
Re: Vantar PCI skjákort
Sent: Mið 12. Feb 2014 21:54
af Hnykill
oog nei.. skoðaði í kassann.. Voodoo 1 er það minnsta sem ég fann :/ ..en gangi þér vel

Re: Vantar PCI skjákort
Sent: Fim 13. Feb 2014 00:27
af gnarr
2D kort er draumurinn
annars virkar hvaða kort sem er sem er með driver fyrir NT6.3

Re: Vantar PCI skjákort
Sent: Fim 13. Feb 2014 00:47
af upg8
Ef þetta er aðalega fyrir BIOS, þarftu þá driver fyrir NT? Er ekki einhver fallback driver sem virkar á öllum þessum kortum eins og í safemode?
Gætir líka sett upp tölvuna með öðru korti og sett svo eitthvað PCI kort sem er ekki með NT6.3 driver.
Re: Vantar PCI skjákort
Sent: Fim 13. Feb 2014 12:14
af sakaxxx
Ég sá nokkur pci skjákort í góða hirðunum. Gæti verið að það sé eitthvað til þar.
Re: Vantar PCI skjákort
Sent: Fim 13. Feb 2014 15:32
af gnarr
Töff

Ég tékka á góða hirðinum.
Jú, væntanlega er einhver generic VGA fallback driver sem að tekur við gömlum kortum.