Þú ert væntanlega að meina gömlu quadcore örrana?
Ég er með Q6700 í fullri notkun heima, og hann hefur flakkað á milli amk fjögurra borða síðan ég fékk hann, aldrei nokkuð vesen. Mestmegnis MSI borð en lengst lengi í asus p5k deluxe líka.
Hef ekki tíma til að leita uppi hvort einhver munur sé á q6700 og q6600 uppá supported móðurborð, alltaf gefið mér að þeir séu nánast sami örgjörvinn.
Ef svo er, þá hef ég amk 4 virkandi móðurborð sem öll nema hugsanlega 1(budget version) styðja hann.
Var að safna þessu heim núna á síðustu vikum til að selja heilar vélar/uppfærslupakka, þar sem móðurborðin eru ein og sér ekki mikils virði

Hlýt að geta reddað því. Lofa samt ekki uppí ermina á mér, en tékka borðin um leið og ég kem heim og læt þig vita hver staðan er.
Mbk. Addi