Síða 1 af 1

Þéttar fyrir M-Audio 30AV

Sent: Sun 15. Sep 2013 20:39
af krat
Vantar þétta á M-Audio AV30 vinstri hátalara, veit einhver hvar er hægt að versla þétta eða einhver sem á svona :)

https://www.dropbox.com/sh/5do1zd6au4bno68/wCnBGpMdaZ

Re: Þéttar fyrir M-Audio 30AV

Sent: Sun 15. Sep 2013 20:44
af Tiger
Myndi skjóta á íhluti í skipholti.

Re: Þéttar fyrir M-Audio 30AV

Sent: Sun 15. Sep 2013 22:38
af playman
Miðbæjarradíó einmitt sérhæfa sig í þessu.
mbr.is

Re: Þéttar fyrir M-Audio 30AV

Sent: Sun 15. Sep 2013 23:04
af axyne
Hvað eru þeir rate-aðir °C þessir 2 sem eru ónýtir?

Re: Þéttar fyrir M-Audio 30AV

Sent: Sun 15. Sep 2013 23:28
af krat
axyne skrifaði:Hvað eru þeir rate-aðir °C þessir 2 sem eru ónýtir?

-40 til 105° C

Re: Þéttar fyrir M-Audio 30AV

Sent: Sun 15. Sep 2013 23:31
af krat
playman skrifaði:Miðbæjarradíó einmitt sérhæfa sig í þessu.
mbr.is

búinn að senda íhlutum og mbr.is mail, sjáum hvað þeir segja. Takk takk :)

Væri gaman að vita ef fleiri hafi lent í þessu, virðist vera gríðarlegt vandmál með þessa týpu.

Re: Þéttar fyrir M-Audio 30AV

Sent: Mán 16. Sep 2013 09:04
af playman
Hérna geturðu svo séð lista yfir góða og slæma þétta
http://www.badcaps.net/forum/forumdisplay.php?f=10
Bara svona til þess að hafa á bakvið eyrað.

Re: Þéttar fyrir M-Audio 30AV

Sent: Mán 16. Sep 2013 09:17
af Kristján
það getur líka veri einhver annar íhlutur sem er að skemma þéttana, bara vert að skoða það svo þú skiptir ekki um þétta á nokkra mánaða fresti.