Síða 1 af 1

Mig vantar spennubreyti fyrir Asus EEE

Sent: Fim 29. Ágú 2013 13:21
af beatmaster
Sælir, ég er með 10" Asus EEE sem að mig vantar spennubreyti á, ég á multi adapter en er ekki með neinn enda sem að passar fyrir þessa tölvu

Endilega hafið samband eða látið mig vita ef að það eru fleiri en 1 gerð að spennubreytum í gangi fyrir EEE vélarnar, þessi er með Atom N450 örgjörva og Windows 7 Starter það segir kanski einhverjum eitthvað.

Re: Mig vantar spennubreyti fyrir Asus EEE

Sent: Fim 29. Ágú 2013 13:27
af Klemmi
Eftir minni beztu vitund eru 2x mismunandi spennubreytar fyrir þessar vélar, annar fyrir eldri vélarnar, hann er með breiðu tengi og svo hinn fyrir seinni týpurnar sem var með mjög grönnu tengi.

Þú minnist á multi adapter, þeir eru oftast með fastri spennu (algengt 19 - 20V en sumir til með breytilegri spennu) en þessar vélar, allavega fyrri vélarnar, taka við 12V, svo það er ekki sjálfsagt að skella þannig multi-adapter á þær, getur jafn vel skemmt þær.

Gangi þér vel í leitinni að spennubreyti :)

Re: Mig vantar spennubreyti fyrir Asus EEE

Sent: Fim 29. Ágú 2013 17:29
af beatmaster
Takk fyrir þetta, þetta er 19V 2.14A lítið mjótt tengi

Asus EEE 1001PXD er vélin sem um ræðir