Síða 1 af 1

[ÓE] Vatnskælingarvökva ofl

Sent: Fös 19. Júl 2013 08:19
af tveirmetrar
Daginn.

Er að tæma loopuna hjá mér og gleymdi að panta vökva með skjáblokkinni að utan (idiot me!)
Á þetta einhver til eða er einhverstaðar hægt að fá þetta hérna heima (helst í dag)?
Vantar mig svo ekki silfur eða eitrun út í loopið til að sporna við bakteríumyndun?

Ef einhver veit svarið endilega póstið.
Ef einhver á þetta til og er til í að selja, endilega bjallið í mig 869-7610 (má vera í lit eða hvað sem er).

Ef ég hljóma eins og ég viti ekkert um þetta þá er það af því að ég veit ekkert um þetta :oops:

Re: [ÓE] Vatnskælingarvökva ofl

Sent: Fös 19. Júl 2013 08:32
af Xovius
Getur fengið eimað vatn í apótekum.
En jú, svo vantar þig eitthvað til að sporna við bakteríumyndun og ég er ekki viss um að neinn hérna heima selji svoleiðis, gæti samt vel verið að einhver vaktari eigi smá :)

Re: [ÓE] Vatnskælingarvökva ofl

Sent: Fös 19. Júl 2013 08:41
af Sydney
Það er hægt að endurnýta vökvann sem er þegar í. Svo er coolant í loopuni sem inniheldur að öllum líkindum algaecide.

Re: [ÓE] Vatnskælingarvökva ofl

Sent: Fös 19. Júl 2013 09:12
af jojoharalds
eg a blaan blondunarvokva fra ek sem thu blandar bara ut i 2 litra af eimada vatnid.