Síða 1 af 1

Íhlutir í borðtölvu

Sent: Fim 02. Maí 2013 17:19
af Pagliani
Félagi minn er bjóða mér þessa íhluti í borðtölvu á kringum 100.000 kr.

i7 920
AMD MSI HD4890 x 2 Crossfirex
Gigabyte UD3r X58
Coolermaster V8 kæling
Gskill 3x 2 GB DDR3 1600mhz
Corsair HX850w
Corsair Graphite 600T
DVD skrifari

Nú hef ég ekki mikið vit á standard verði á þessum hlutum notuðum og er að vonast til þess að fá hjálpsamlegar upplýsingar um þessa hluti.
Með fyrirfram þökk.

Re: Íhlutir í borðtölvu

Sent: Fim 02. Maí 2013 17:29
af CurlyWurly
Held það myndi hjálpa að fá aldurinn á þessu til að meta hversu mikið er eftir af ábyrgðinni.

Annars veit ég þetta í fljótu bragði:
Nývirði aflgjafa http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=6391 = 28950kr.
Nývirði (held ég) svipaðs kassa http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 9a2f285fab = 38950kr.
Nývirði kælingar http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=4685 = 11950kr.
Basic DVD skrifari kostar 4-5 þúsund.

Það þýðir að heildar nývirði á bara þessum hlutum er c.a. 85 þúsund. Oft er miðað við 30% afslátt af nývirði á sölu á vörum hérna svo það væri c.a. 60 þúsund.
Þá áttu eftir að reikna með örgjörvanum, tveimur skjákortum, móðurborðinu (sem ég veit ekkert um en hlýtur að vera fínt fyrst það getur keyrt Xfire) og vinnsluminninu.

Væri fínt að fá einhvern sem getur verðmetið það og á ertu good to go. Þess má geta að nýr i7 í dag kostar minnst 46 þúsund en það er kannski ekki sambærilegt lengur með örgjörvana. svipað má segja um skjákortin.