Óska eftir tölvuskjá
Sent: Fös 15. Mar 2013 13:56
af Maddas
Óska eftir tölvuskjá (ekki túbu samt) sem ég get fengið fyrir 10-15þúsund.
Re: Óska eftir tölvuskjá
Sent: Þri 19. Mar 2013 18:52
af Frosinn
Sælir
Er með einn 17" skjá - Shuttle XP17 BG3 - sem hefur þjónað mér sem hliðarskjár í 3-display-setup, sem vafrara- og hönnunarskjár. Hann er á static standi með baksnúningi, og maður getur því snúið skjánum +/- 90, þannig að ég hef haft hann eins og A4 blað þegar ég er að hanna bréfsefni og bæklinga, en láréttan þegar ég horfi á kennslumyndbönd. Upplausnin er 1280 x 1024 pixels, og hann er með bæði DVI og SVGA tengjum. Er að panta mér nýjan skjá fyrir A4 hönnunina, svo þessi gæti verið falur.