Síða 1 af 1

Áttu TrackBall mús sem er lítið notuð? [ÓE]

Sent: Þri 05. Mar 2013 23:50
af Viktor
Sælir.

Hef lengi ætlað að gera eitthvað í mínum úlnliðsmálum áður en það verður of seint.
Fæ sinaskeiðabólgu allavega 1-2x á ári, ef ekki oftar, og finn oft fyrir minniháttar eymslum í hægri úlnlið.

Vinn við tölvu, svo mig langar að gera eitthvað fyrirbyggjandi.
Langar að prufa TrackBall mús, svo ef einhver hér á slíkan grip fyrir lítið væri það vel þegið.

Takk!

Mynd

Re: Áttu TrackBall mús sem er lítið notuð? [ÓE]

Sent: Mið 06. Mar 2013 07:52
af littli-Jake
Biðst afsökunar á að fara út fyrir topic en frænka mín átti við samskonar vandamál að stríða.

Hún náði að vinna mjög vel úr þessu með léttum stirtaræfingum fyrir úlnliðinn á sér og góðu tegju7svitabandi um úlnliðinn til að halda á honum hita.
Þú getur framkvæmt þessar æfingar með plastpoka og 2 lítra flösku af vatni.

Re: Áttu TrackBall mús sem er lítið notuð? [ÓE]

Sent: Mið 06. Mar 2013 14:57
af enypha
Góður punktur, kannski maður prófi svitaband. Gott að hafa afsökun til að vera 80s í vinnunni ;)

En ég á eina svona með snúru sem ég er hættur að nota (keypti mér þessa á myndinni). Hún átti það til að tvísmella einstaka sinnum, sem er nokkuð algengur galli á þessum músum, en ég notaði hana alveg þannig. Þú mátt fá hana fyrir 0kr, og ekkert prútt! Þetta var algjör lifesaver fyrir mig að fá mér svona. Hef örugglega prófað öll bendil-stjórntæki sem til eru og þessi virkar best.

Hentu á mig PM og ég skal senda Þér númerið mitt og hvernig þú getur nálgasta hana.