Síða 1 af 1

[ÓE] Vantar turnkassa, skjákort og harðan disk, kannski ddr2

Sent: Fös 15. Feb 2013 14:20
af Dazy crazy
Eins og fyrirsögnin segir þá vantar mig turnkassa, skjákort og harðan disk.

Ég er með móðurborð, aflgjafa, vinnsluminni og örgjörva svo það er algjör óþarfi að bjóða það.

Mér er nokkuð sama um turnkassan og harða diskinn, má vera frá 100-30.000.000GB
Skjákortið vil ég helst hafa svipað eða öflugra en gamla 8800gt kortið en má ekki taka meira en 20A á 12v þar sem tacens aflgjafinn hefur þann einstaka galla að gefa ekki meira en það.

Ef einhver á 2GB ddr2 kubba má endilega bjóða þá líka.

Það sem ég er að leita að eru sanngjörn verð. budget er 30.000

Kv. Dagur

Re: [ÓE] Vantar turnkassa, skjákort og harðan disk, kannski

Sent: Fös 15. Feb 2013 18:01
af Garri
Hmmmm... hræddur um að þú fáir seint svona stóra diska.. allavega hér á Vaktinni.

30.000.000GB

Re: [ÓE] Vantar turnkassa, skjákort og harðan disk, kannski

Sent: Fös 15. Feb 2013 21:54
af Dazy crazy
Tja, hver veit hvað menn eiga til í skúffunum hjá sér, ég er ekkert að biðja um að hann sé gullhúðaður ;)

Re: [ÓE] Vantar turnkassa, skjákort og harðan disk, kannski

Sent: Lau 16. Feb 2013 00:15
af Xovius
Dazy crazy skrifaði:Tja, hver veit hvað menn eiga til í skúffunum hjá sér, ég er ekkert að biðja um að hann sé gullhúðaður ;)

Haha, 30.000TB fyrir innan við 30þúsundkall :D Held þú gætir þurft að bíða svona 10-20 ár eftir því...

Re: [ÓE] Vantar turnkassa, skjákort og harðan disk, kannski

Sent: Lau 16. Feb 2013 08:21
af Dazy crazy
jæja drengir, hættiði nú að offtopica grínið mitt ;)

lumið þið ekki á þessu?

Re: [ÓE] Vantar turnkassa, skjákort og harðan disk, kannski

Sent: Sun 17. Feb 2013 11:27
af Dazy crazy
upp

Re: [ÓE] Vantar turnkassa, skjákort og harðan disk, kannski

Sent: Mán 18. Feb 2013 21:57
af Dazy crazy
Hvernig er það hvað gera menn við ddr2 minnin og sata2 hörðu diskana þegar menn uppfæra? :-k

Re: [ÓE] Vantar turnkassa, skjákort og harðan disk, kannski

Sent: Mán 18. Feb 2013 22:45
af codec
Ég luma á 4gb DDR2 (4x1gb) ef þú hefur áhuga.

Re: [ÓE] Vantar turnkassa, skjákort og harðan disk, kannski

Sent: Mán 18. Feb 2013 23:07
af Dazy crazy
já, hvað myndirðu vilja fá fyrir það? 2000?

Re: [ÓE] Vantar turnkassa, skjákort og harðan disk, kannski

Sent: Þri 19. Feb 2013 17:23
af codec
Er það ekki heldur lítið miðað við smásöluverð? Sýnist þetta vera á 4000 kall stikkið út úr búð í dag.
Ég er ekki að biðja um það mikið en kannski aðeins fair verð. Hvað um 1000 kall stikkið, er það of mikið?

Re: [ÓE] Vantar turnkassa, skjákort og harðan disk, kannski

Sent: Þri 19. Feb 2013 18:16
af Dazy crazy
Nei það er sjálfsagt ekki of mikið en ég er frekar að leita að 2GB kubbum og fyrir þá er ég til í að borga meira, þar sem mig vantar ekki beint 1GB en gæti notað þá og verið með 6GB vinnsluminni í 2 tölvum þá væri ég til í að borga 500 fyrir Gígabætið.
Sorry

Re: [ÓE] Vantar turnkassa, skjákort og harðan disk, kannski

Sent: Þri 19. Feb 2013 21:54
af codec
Hvernig væri bara að hittast í miðjuni, 3000 .

Re: [ÓE] Vantar turnkassa, skjákort og harðan disk, kannski

Sent: Mið 20. Feb 2013 08:04
af Dazy crazy
Ég er á Akureyri og ef menn eiga þetta hérna væri það osom, sérstaklega tölvukassann

Re: [ÓE] Vantar turnkassa, skjákort og harðan disk, kannski

Sent: Fim 07. Mar 2013 17:03
af aron9133
er með antec p182 turnkassa fyrir þig ltíði notaðan

Re: [ÓE] Vantar turnkassa, skjákort og harðan disk, kannski

Sent: Fim 07. Mar 2013 17:28
af Dazy crazy
Það má loka þessum þræði, þetta er komið, fjölsmiðjan átti kassa og harðan disk, og ég keypti skjákort