Síða 1 af 1

Vantar skjá á HP Compaq nc6320

Sent: Fim 27. Sep 2012 16:08
af bjornvil
Sælir

Er með svona vél sem mig langar að grúska eitthvað í en skjárinn er ónýtur. Lumar einhver mögulega á svona skjá?

Kveðja, Björn

Re: Vantar skjá á HP Compaq nc6320

Sent: Fim 27. Sep 2012 17:39
af DJOli
prufaðu að hafa samband við kísildal.

Re: Vantar skjá á HP Compaq nc6320

Sent: Fim 27. Sep 2012 17:52
af playman
Hvað meinaru með ónítur? hvað er að honum?
Ef ég mætti spyrja.

Re: Vantar skjá á HP Compaq nc6320

Sent: Fim 27. Sep 2012 18:29
af dave57
Er með nc6120 sem virðist vera í sama húsi, hirti hana einhverntíma, átti að vera ónýt. Þú mátt fá hana, ef skjárinn virkar máttu henda í mig kippu af öli....

Re: Vantar skjá á HP Compaq nc6320

Sent: Fim 27. Sep 2012 22:31
af bjornvil
playman skrifaði:Hvað meinaru með ónítur? hvað er að honum?
Ef ég mætti spyrja.


Virðist vera eitthvað sambandsleysi í einhverju... byrjaði sem nokkrar lóðréttar línur á sínum tíma. Núna er han alveg hvítur með bláar og bleikar lóðréttar línur , nema að ég fæ mynd á hann ef að ég tek í skjáinn og vind uppá hann.

Re: Vantar skjá á HP Compaq nc6320

Sent: Fim 27. Sep 2012 22:32
af bjornvil
dave57 skrifaði:Er með nc6120 sem virðist vera í sama húsi, hirti hana einhverntíma, átti að vera ónýt. Þú mátt fá hana, ef skjárinn virkar máttu henda í mig kippu af öli....


Shaaaweeet! Þú átt PM :)

Re: Vantar skjá á HP Compaq nc6320

Sent: Fim 27. Sep 2012 22:53
af playman
bjornvil skrifaði:
playman skrifaði:Hvað meinaru með ónítur? hvað er að honum?
Ef ég mætti spyrja.


Virðist vera eitthvað sambandsleysi í einhverju... byrjaði sem nokkrar lóðréttar línur á sínum tíma. Núna er han alveg hvítur með bláar og bleikar lóðréttar línur , nema að ég fæ mynd á hann ef að ég tek í skjáinn og vind uppá hann.


Kannast við þetta var með eina ferðavél sem lét svona, en hún dó áður en ég náði að finna orsökin :catgotmyballs
Varstu búin að tjékka á kaplinum milli móðurborðs og skjá, hvort að hann sé farin að eiðast eftir mikla notkun (opna/loka)
eða bara hvort hann hafi hreinlega losnað aðeins.

Er ekki viss en ég myndi ekki giska á skjáinn sjálfan, allaveganna ekki strax.
Ég myndi byrja á kaplinum skoða hann vel, ef ekkert kemur þar að gagni, þá myndi prófa að skipta um kapalin, svo
fara að skoða skjáinn.

En gangi þér vel allaveganna :happy
Láttu okkur endilega vita hverninn fór og hvað þú gerðir.