Gefins tölvudóti fyrir unglinga

Hér getur þú óskað eftir tölvum og tölvutengdum búnaði.

Höfundur
Hallipalli
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Gefins tölvudóti fyrir unglinga

Pósturaf Hallipalli » Mið 28. Ágú 2013 22:27

Kæru vaktarar

Erum með tölvuklúbb í félagsmiðstöðinni Frosta. Þar er ég með unglinga hóp með brennandi áhuga á tölvum, bæði smíðum og leikjum. Höfum náð að sanka að okkur helling af dóti en vantar alltaf meira. Eru með mest af löngu útrunnu dóti s.s. kössum, móðurborðum, vinnsluminni og fleira. Sem er bara gott mál. Hópurinn fiktar sig áfram í smíðum og þurfa ekki að vera hræddir við að skemma hlutina. Ég leita því til ykkar... ef þið eigið eitthvað gamalt tölvudót sama hversu gamalt og ástand þá tökum við það. Hirðum allt dót ekki henda því á haugana. Höfum nú þegar fengið eina tölvu gefins hérna á spjallinu og mjög þakklát fyrir það.

Getum sótt hlutina en ykkur er líka velkomið að henda þeim til okkar í Hagaskóla.

Með fyrirfram þökkum