Soundbar dolby atmos og DTS X


Zensi
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Mán 10. Apr 2023 00:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Soundbar dolby atmos og DTS X

Pósturaf Zensi » Fim 21. Mar 2024 02:04

Langar að spyrja fyrir forvitnissakir.

Ég er með 5.1 kerfi í stofunni sem downmixar víst Atmos niður í dolby 5.1
Ég að sjálfsögðu fæ ekki "Hæðisrásirnar" þá meina ég að upplifa t.d. þyrlu fljúga yfir hausinn og það, en utan "height channels" þá er ég enn mjög sáttur við setup hjá mér. en kitlar nátturulega að fara í Atmos magnara og bæta við overhead speakers ef það myndi færa mig mikið nær bíó upplifun í stofunni.

En ég fékk instant hausverk t.d. þegar ég sá þetta:

Mynd

Nú er líka slatti af leikjum sem styðja Atmos https://www.pcgamingwiki.com/wiki/List_of_games_that_support_Dolby_Atmos en hafandi sjálfur dílað við Dolby tækni fyrir 5.1 á bæði Windows 8 og W10, sem ég fékk aldrei til að virka "vel" í reciever hjá mér utan þess að fara í einhverjar æfingar með eldgömlum hökkuðum hljóðdriverum og matcha þá við eldgamlan modified Dolby hugbúnað sem var búið að jerryrigga til að keyra á windows 7 og nýrra ásamt fullt af restarts á tölvu eða leikjum eða Windows Media Player sem endaði venjulega á að video voru sett á lykil og beint í TV. Eftir update í Windows 11 þá gafst ég uppá þessu Dolby dæmi.

Þessvegna er ég soldið efins að Atmos muni bara "virka" án vandræða á Win11 :-k

En svo er ég líka að producera slatta í FL Studio sem hobbí og hugleiðsla og ég fékk áhuga á Atmos mixing fyrir ca ári síðan, eyddi töluverðum tíma í að fá Dolby Atmos mix dótið til að virka með FL sem var ekki auðvelt (enda er Atmos spatial renderinn þeirra hugsaður fyrir Pro Logic) sem endaði á því að mér tókst að mixa nokkur test tracks í true Atmos, en varð fyrir vonbrigðum með útkomuna, prófaði m.a. á Atmos headphones sem ég fékk lánaða og eftir alla þessa vinnu fyrir lítið missti ég áhugann.

Til samanburðar þá virkar DearVR Pro pluginið (gert í samstarfi við Sennheiser) alveg frábærlega með FL hjá mér og ég er að fá mjög gott spatial audio úr því (þ.m.t height) bara á venjulegum headphones. Get t.d. splittað track með A.I. og spatial mixað bara röddina og lead synth t.d. og það kemur alltaf nokkuð vel út líka í 5.1 hjá mér.

Þannig að Atmos hefur hingað til verið stór spurning hvort það sé virði þess að henda 150-250 þ í að uppfæra kerfið hjá mér.

Því vill ég spyrja ykkur með Atmos kerfi, hvernig gengur að fá það til að virka svona venjulega með mismunandi streymisveitum eins og Spotify, Netflix, Disney+, Apple TV+ ogsfrv ? Einhver reynsla af PC leikjum og myndefni yfir í Atmos frá PC?
Fáiði true plug and play Atmos með height með Atmos content eða fáiði 5.1 downmix eins og ég fæ sjálfur í dag?



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 812
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 127
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Soundbar dolby atmos og DTS X

Pósturaf Hrotti » Fim 21. Mar 2024 09:26

Zensi skrifaði:Langar að spyrja fyrir forvitnissakir.

....Því vill ég spyrja ykkur með Atmos kerfi, hvernig gengur að fá það til að virka svona venjulega með mismunandi streymisveitum eins og Spotify, Netflix, Disney+, Apple TV+ ogsfrv ? Einhver reynsla af PC leikjum og myndefni yfir í Atmos frá PC?
Fáiði true plug and play Atmos með height með Atmos content eða fáiði 5.1 downmix eins og ég fæ sjálfur í dag?


Ég er bara með hálfuppsett atmos kerfi en hingað til hef ég ekki verið í neinum vandræðum með að fá atmos í gang, bara bitstream út af PC og svo sér magnarinn um rest.


Verðlöggur alltaf velkomnar.


Maggibmovie
Nörd
Póstar: 102
Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Soundbar dolby atmos og DTS X

Pósturaf Maggibmovie » Fim 21. Mar 2024 10:42

Ég er með nýja smart ultra soundbarinn frá bose og bassaboxið með, þetta er algerlega insanely immersive soundbar og bassaboxið lætur eins og það sé 12” ekki bara 8”, mæli hiiiiiiiklaust með.
Það er með AI sem skýrir upp tal og það er algerlega magnað dæmi, og svo er hann atmos, èg myndi segja að ég heyri það sem bara svona víðara hljóðsvið, en ég ætla ekkert að ljúga að því að ég heyri einhvað koma úr loftinu sko. Svo getur maður séð í appinu hvað er verið að spila, 5.1surround eða atmos eða stereo, mér finst það góður fídus að geta séð hvað er í raun í spilun, ég er hinsvegar nokkuð viss að bose droppaði DTS, það var í gamla bose barnum sem ég var með en ég hef ekki séð það koma upp á þessum.

Þetta er by far flottasta sound sem ég hef heyrt í soubdbar og víddin á soundstageinu er bara rugl.

:edit: gleymdi að taka fram að ég er með surround bakhátalarana líka
Síðast breytt af Maggibmovie á Fim 21. Mar 2024 10:50, breytt samtals 5 sinnum.


Lian-Li O11 Evo XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-14900KS | Direct die kæling m/420mm rad | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |