Síða 1 af 1

HDMI 2.1 snúra

Sent: Mán 28. Feb 2022 14:38
af Omerta
Ekki fæðast allir HDMI kaplar jafnir. Er að nota 15m langa HDMI 2.0 snúru frá PC tölvu (6700XT) yfir í sjónvarpið, sem á að styðja einhverja HDMI 2.1 fítusa (don't get me started). Vandinn hjá mér er sá að ég get ekki breytt úr 8-bit litum yfir í 10-bit né fyllilega nýtt HDR eiginleika sjónvarpsins. Einnig þarf ég að stilla HDMI inputtið sem eldri týpu til að fá mynd á skjáinn. Sem er synd þar sem þetta er hið fínasta OLED tæki. Ég er eiginlega búinn að gefast upp á að finna nógu góða lausn fyrir þetta 15m fjarlægð setup hjá mér og ætla bara að færa tölvuna nær. En eftir að hafa séð Linus tæta í sig HDMI kapla í nýlegum vídjó'um þá hef ég verið að leita að kapli sem er certified 2.1 en finn ekkert lengra en 2m. 3 metrar er strax miklu betra, en ég er ekki að finna slíkt hér á landi. Er eitthvað að fara framhjá mér?

https://www.hdmi.org/spec21sub/ultrahighspeedcable

Re: HDMI 2.1 snúra

Sent: Mán 28. Feb 2022 15:57
af TheAdder
Ein spurning, hvernig tæki ertu með? Er alveg pottþétt að tengið á sjónvarpinu sem þú ert að nota styðji 2.1?

Re: HDMI 2.1 snúra

Sent: Mán 28. Feb 2022 16:12
af JReykdal
15m er of langt. Minnir að HDMI spekkarnir nái bara upp í 10m án mögnunar. Hvað þá með 4k og HDR.

Re: HDMI 2.1 snúra

Sent: Mán 28. Feb 2022 16:28
af Hausinn
JReykdal skrifaði:15m er of langt. Minnir að HDMI spekkarnir nái bara upp í 10m án mögnunar. Hvað þá með 4k og HDR.

Það eru margir staðir sem selja 15m beint HDMI kapla. Fer víst að mörgu leiti eftir gæði hvort þeir nái að styðja fullan gagnaflutning um langar vegalengdir.

Re: HDMI 2.1 snúra

Sent: Mán 28. Feb 2022 17:34
af gutti

Re: HDMI 2.1 snúra

Sent: Mán 28. Feb 2022 21:15
af hagur
15 metra HDMI koparkapall verður alltaf vesen, sérstaklega ef þú ert að reyna að ná 4K/60Hz og HDR/Dolby Vision etc. Heppinn ef þú nærð 1080p í gegnum svona kapal.

Fyrir svona vegalengd dugar lítið annað en fiber HDMI kapall, t.d RuiPro (fæst t.d hjá Amazon)

Re: HDMI 2.1 snúra

Sent: Þri 01. Mar 2022 00:13
af Omerta
Þekki fjarlægðartakmörk staðalsins og er ekki að pæla í 15m snúrum/lausnum. Fiber kæmi til greina, en það eru fleiri vandamál við að hafa tvo skjái svona langt frá hvor öðrum o.þ.a.l. gefst ég upp og breyti setup. Þá ætti líka að vera minna vesen að nýta alla fítusa tækisins.

Panasonic, JZ minnir mig. Keyri 4K 60hz no problem með þessari 15m snúru, enda minnir mig að hún sé active. 3 metrar er alveg nóg fyrir mig núna, nema hvað að ég finn ekki lengri en 2m langa 2.1 certified kapla. Var að vonast til að finna þetta á höfuðborgarsvæðinu en mér sýnist ég þurfa að panta að utan ef ég vil 3m. Getur það virkilega verið að ekki ein verslun á íslandi selji vottaða kapla í 3 til 5m?

Re: HDMI 2.1 snúra

Sent: Þri 01. Mar 2022 14:23
af hagur
Omerta skrifaði:Þekki fjarlægðartakmörk staðalsins og er ekki að pæla í 15m snúrum/lausnum. Fiber kæmi til greina, en það eru fleiri vandamál við að hafa tvo skjái svona langt frá hvor öðrum o.þ.a.l. gefst ég upp og breyti setup. Þá ætti líka að vera minna vesen að nýta alla fítusa tækisins.

Panasonic, JZ minnir mig. Keyri 4K 60hz no problem með þessari 15m snúru, enda minnir mig að hún sé active. 3 metrar er alveg nóg fyrir mig núna, nema hvað að ég finn ekki lengri en 2m langa 2.1 certified kapla. Var að vonast til að finna þetta á höfuðborgarsvæðinu en mér sýnist ég þurfa að panta að utan ef ég vil 3m. Getur það virkilega verið að ekki ein verslun á íslandi selji vottaða kapla í 3 til 5m?


Ég hef a.m.k ekki rekist á neitt almennilegt hérna og ef það er eitthvað til þá er það væntanlega overpriced dót. Svona high-end certified HDMI kaplar eru kannski soldið niche fyrirbæri sem fáir eru að pæla í og kaupa. Ég enda alltaf bara á Amazon.