Síða 1 af 1

Skjávarpi fyrir herbergi

Sent: Fim 17. Jún 2021 14:53
af dedd10
Er að spá í að prufa að fá mér skjávarpa í herbergið hjá mér, aðalega hugsað til a horfa þá á þætti og myndir, því minni því betra og vil fá amk sem ræður við full hd gæði. Skoðaði aðeins á amazon og rakst á þessa:

https://www.amazon.com/Projector-CiBest ... NrPXRydWU=

https://www.amazon.com/Projector-ELEPHA ... %3D&sr=8-3

Einhver með reynslu af þessum eða getur bent á svipaða sem hefur reynslu af á svona svipuðu verði?

Re: Skjávarpi fyrir herbergi

Sent: Fim 17. Jún 2021 15:31
af Predator
Hvorugur þessara er full hd heldur er native upplausnin 800x480

Ef þú vilt alvöru full hd varpa þarftu að borga amk 100.000kr fyrir slíkan nýjan

Re: Skjávarpi fyrir herbergi

Sent: Fim 17. Jún 2021 15:44
af hagur
dedd10 skrifaði:Er að spá í að prufa að fá mér skjávarpa í herbergið hjá mér, aðalega hugsað til a horfa þá á þætti og myndir, því minni því betra og vil fá amk sem ræður við full hd gæði. Skoðaði aðeins á amazon og rakst á þessa:

https://www.amazon.com/Projector-CiBest ... NrPXRydWU=

https://www.amazon.com/Projector-ELEPHA ... %3D&sr=8-3

Einhver með reynslu af þessum eða getur bent á svipaða sem hefur reynslu af á svona svipuðu verði?


Myndi gleyma þessum ódýru kínavörpum alveg. Farðu frekar í þekkt merki og varpa sem er native 1080P.

EDIT:

Ég keypti eldri týpu af þessum á Amazon (HD142x minnir mig) fyrir 2-3 árum síðan:
https://www.amazon.com/Optoma-HD146X-Pe ... 270&sr=8-3

Kostaði í kringum 80þús hingað kominn með flutningi og gjöldum. Ég er mjög ánægður með hann. Færð ekki mikið meira "bang for the buck" þegar kemur að "alvöru" skjávörpum.

Re: Skjávarpi fyrir herbergi

Sent: Fim 17. Jún 2021 19:27
af Zethic
- Skjávarpar eru svakalega háværir og gefa frá sér mikinn hita (sem útskýrir hávaðann). Best að skoða reviews og fara í verslanir
- Bakgrunnurinn þarf að vera spegilsléttur. Hægt að kaupa rafmagnstjald til að setja í loftið
- Birtustig skjávarpa m.t.t birtu herbergis. Viltu þurfa draga fyrir í hvert skipti?
- Tengimöguleikar á boxi.
- Líftími peru

Persónulega fengi ég mér The Frame frá Samsung (ef ég týmdi því)

Re: Skjávarpi fyrir herbergi

Sent: Fim 17. Jún 2021 20:34
af einarhro
Ég er með 100.000 kr Epson varpa og það er algjör snilld. Var með kínavarpa og það er drasl, svipað og að horfa á vcd rippuðu diskana árið 2002. Ég er bara með hvítmálaðan vegg, ekkert tjald og það dugar mér.

Re: Skjávarpi fyrir herbergi

Sent: Fös 18. Jún 2021 10:17
af kizi86
á 720p kínavarpa sem ég get gefið þér, hef ekkert við hann að gera eftir að ég fékk mér 4k laser UST varpa