Síða 1 af 1

TV apps og dagskrá

Sent: Mið 09. Jún 2021 21:32
af jericho
Er með Chromecast með Google TV. Búinn að ná í RÚV appið og Stöð 2 appið. Hvorugt þeirra sýnir dagskránna þegar maður velur ákveðna stöð (t.d. hvað er í gangi, hvað kemur næst, o.s.frv.) líkt og hægt er með myndlyklunum.

Er eitthvað app sem býður upp á það að skrolla til hægri/vinstri til að sjá dagskránna fyrir sjónvarpsstöðina sem er í gangi, án þess að þurfa að hætta að horfa á stöðina (t.d. að þurfa að fara í heimavalmynd appsins og velja dagskrá, sbr. RÚV appið)?

Væri þetta hægt á Apple TV?

Ég var ekki alveg að ná að selja foreldrum minum það að fara í svona lausn, en þau eru með myndlykil og nota mikið þennan fídus að skoða dagskránna.

kv

Re: TV apps og dagskrá

Sent: Mið 09. Jún 2021 21:47
af Viktor
Sjónvarp Símans á ATV

Re: TV apps og dagskrá

Sent: Mið 09. Jún 2021 21:50
af Longshanks
NovaTV er með dagskránna

Re: TV apps og dagskrá

Sent: Mið 09. Jún 2021 23:44
af depill
jericho skrifaði:Væri þetta hægt á Apple TV?
-
kv


Stöð 2 appið sýnir þér dagskránna og leyfir þér að fara í tímaflakk eftir dagskránni bæði á Apple TV og Android TV appinu.

Re: TV apps og dagskrá

Sent: Fim 10. Jún 2021 11:17
af jericho
Takk fyrir svörin meistarar.

Re: TV apps og dagskrá

Sent: Fös 11. Jún 2021 07:52
af jericho
depill skrifaði:
jericho skrifaði:Væri þetta hægt á Apple TV?
-
kv


Stöð 2 appið sýnir þér dagskránna og leyfir þér að fara í tímaflakk eftir dagskránni bæði á Apple TV og Android TV appinu.


Prófaði Stöð2 appið í Google TV. Hamaðist á öllum tökkunum á fjarstýringunni en gat ekki fengið upp dagskránna. Gat bara spólað til baka um 2 klst. Gat þó séð dagskránna í appinu á símanum mínum :-k

Re: TV apps og dagskrá

Sent: Þri 22. Jún 2021 20:38
af depill
jericho skrifaði:
Prófaði Stöð2 appið í Google TV. Hamaðist á öllum tökkunum á fjarstýringunni en gat ekki fengið upp dagskránna. Gat bara spólað til baka um 2 klst. Gat þó séð dagskránna í appinu á símanum mínum :-k


hmm virkar hjá mér bæði á Philips sjónvarpi, ýti bara eins og ég sé að setja niður og þá kemur þetta. Hvernig tæki ertu með ?

Edit, bara í philips sjónvarpinu, ætla að tékka á því á morgun.