Síða 1 af 1

Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Mán 04. Jan 2021 07:55
af Snorrmund
Núna er ég með að verða 6 ára Philips sjónvarp, það er löngu hætt að uppfærast, Youtube og Spotify virka ekki lengur, Netflix appið orðið frekar úrelt og Hulu appið hefur aldrei verið í boði..
En sjónvarpið er mjög fínt ennþá og ég ætla að þrjóskast og nota það áfram. Hvaða kubb mælið þið með til að snjallvæða heimska sjónvarpið á ný ? er þá að hugsa út í Fire Stick og álíka, ég hef enga reynslu af neinu af þessu og veit í sjálfu sér ekkert um þetta. Einu kröfurnar eru að geta horft á helstu veiturnar(Netflix, Hulu, Youtube).

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Mán 04. Jan 2021 08:32
af roadwarrior
Android Shield TV eða Apple TV eru bestu leiðirnar. Ymsir aðrir möguleikar en þetta eru bestu boxin sem eru í boði. Er sjálfur með Shield og get ekki verið sáttari.

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Mán 04. Jan 2021 08:45
af hagur
Mi Box frá Xiaomi er flott lausn. Það keyrir Android TV OS og er certified fyrir t.d 4K Netflix. Fæst hjá Nova.is, amk síðast þegar ég vissi.

Ódýrari kostur en Shield TV og ATV.

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Mán 04. Jan 2021 09:03
af audiophile
Chromecast with Google TV virðist koma vel út. Töluvert ódýrara en Nvidia Shield.

https://elko.is/chromecast-me-google-tv-ccgoogletv

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Mán 04. Jan 2021 09:21
af orn1989
er akkúrat að skoða Nvidia Shield 4K til að geta notað: Us netflix, hulu, disney+ og viaplay, myndi ég geta það með Nvidia Shield?

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Mán 04. Jan 2021 09:49
af Televisionary
Xbox One S / X og Series S eru aðaltækin í afþreyingu á mínu heimili. Notkunin er eftirfarandi:

- Netflix
- Hulu
- Microsoft, leiga á myndum og kaup á þáttum.
- Disney+
- Primevideo
- Google Play afspilun á myndum sem hafa verið leigðar/keyptar í gegnum Youtube appið.

Þegar ég keypti fyrstu One S vélina var hún um c.a. 20-22 þúsund krónur á tilboði. Nýja Series S var um 47 þúsund ef ég man rétt, hún er algerlega hljóðlaus og mun minni en eldri vélar (er þó ekki með Blu Ray drifi).

Keypti þó nýtt Chromecast með GoogleTV fyrir jól til prufu, þetta kemur skemmtilega á óvart. Er þó ekki með Hulu uppsett ennþá. Er með eftirfarandi þjónustur uppsettar:
- Netflix
- Disney+
- Primevideo
- Google þjónustur

Eftir að hafa fengið Chromecast með fjarstýringu þá hef ég ekki notað "casting" möguleikann einu sinni. En ég er mjög ánægður með gripinn. Ef þú myndir nota eitthvað af þessum auka möguleikum sem Shield hefur upp á að bjóða myndi ég kaupa það en ég get ekki kvartað yfir nýja Chromecastinu því mér dugir þetta með Xbox vélunum. Ég sé fram á að uppfæra einhver 4-5 gömul Chromecast tæki í þetta nýja á árinu.

Ég lenti í einum bögg yfir jólin það var að geta ekki tengst yfir WiFi, ég tók gripinn úr sambandi í svolítinn tíma og þá gat ég tengst aftur, þetta hefur ekki komið upp síðan þa´.

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Mán 04. Jan 2021 09:55
af Snorrmund
audiophile skrifaði:Chromecast with Google TV virðist koma vel út. Töluvert ódýrara en Nvidia Shield.

https://elko.is/chromecast-me-google-tv-ccgoogletv


Er ég að skilja lýsinguna rétt samt? Þarf ég alltaf að spila efnið úr annari tölvu/tæki og varpa því í þchromecast?
edit*
Televisionary var að svara þessu :)

Nvidia Shield er ábyggilega mjög flott, en ég held það sé overkill til að horfa annað slagið á Netflix/Hulu..

Eru einhverjir með reynslu af Amazon New Fire TV

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Mán 04. Jan 2021 10:02
af kjartanbj
Apple tv er eina sem er notað hér

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Mán 04. Jan 2021 10:04
af raggos
skrítið hvað google tv er dýrt hérlendis miðað við að það kostar 50USD í USA.
Dæmi Apple tv 4k 32gb kostar 179USD og selst á íslandi á 35þ
chromecast with google tv kostar 50USD og selst á Íslandi á 17þ

ég er annars mjög sáttur með apple tv 4k sem smart lausn á mitt sjónvarp. Virkar mjög vel í allt sem þarf. Eina sem ég hef séð sem kost við android tv er að þar eru meiri möguleikar á VPN lausnum

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Mán 04. Jan 2021 17:24
af JReykdal
Chromecast með google tv er bara android box og þú þarft ekki að varpa úr tölvu til að nota það.

Fjarstýring og alles.

Allar helstu streymisveitur virka í því og RÚV og væntanlega NovaTV (hef ekki prófað það).

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Mið 06. Jan 2021 07:51
af Snorrmund
Ég þakka öll svörin :) Ég fór og keypti Chromecast og það kemur vel út enn sem komið er! Er einhver sem veit hvað þarf að gera til að fá Hulu til að virka í þessu ? Ég get horft í tölvu og castað i chromecastið, en ég get bara ekki sótt hulu appið í chromecast út af staðsetningu? Er þetta kannski eitthvað sem maður lifir bara með ?

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Mið 06. Jan 2021 11:31
af zurien

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Mið 06. Jan 2021 13:08
af B0b4F3tt
Er þetta ekki bara fyrirmyndarafsökun fyrir því að fjárfesta í PS5 þegar hún loksins kemur aftur á klakann? Er hún ekki með þessar helstu streymisveitur?

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Mið 06. Jan 2021 13:38
af Snorrmund
zurien skrifaði:Getur sótt apk fyrir Hulu hér og sideloadað því:

https://www.apkmirror.com/apk/hulu/hulu-android-tv/

https://www.gadgethacks.com/how-to/side ... n-0342732/


Þetta að sjálfsögðu svínvirkaði! Takk kærlega fyrir þetta!

B0b4F3tt skrifaði:Er þetta ekki bara fyrirmyndarafsökun fyrir því að fjárfesta í PS5 þegar hún loksins kemur aftur á klakann? Er hún ekki með þessar helstu streymisveitur?


Það væri náttúrulega algjör snilld, og ég hugsaði alveg út í það. En fannst það ekki réttlætanlegt að afsaka verðmuninn til að kaupa mér leikjatölvu sem ég myndi ábyggilega nota alltof sjaldan í að spila tölvuleiki.

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Fös 28. Jan 2022 13:18
af falcon1
Ég er í þessu sama vandamáli, öppin í sjónvarpinu eru að gefa upp öndina eitt af öðru.

Hver er munurinn á Chromecast og Apple TV? Hvort er betra? Ég er ekki með sjónvarpsmyndlykil þar sem ég horfi einungis á streymisveitur og kannski á fréttir á netinu.
Er með gamalt sjónvarp sem styður ekki 4k en það er samt ágætt að hafa þann möguleika ef maður uppfærir sjónvarpið einhverntímann.

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Fös 28. Jan 2022 13:35
af bjornvil
Chromecast with Google TV er flott græja. Með notendaviðmót og fjarstýringu ólíkt eldri chromecast græjum. Virkar mjög vel hjá mér. Nota það í nýlegu Samsung sjónvarpi til að horfa á RUV og Stöð 2 og eitthvað fleira. Frúin horfir á The Bachelor á TV New Zealand appinu sem ég þurfti að sideloada en virkar með VPN tengingu :)

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Fös 28. Jan 2022 16:43
af dorg
Hef keypt þessi transpeed android box á ali express https://www.aliexpress.com/item/4000983 ... mainSearch.
Svona fyrir eldri sjónvörp þá er þetta bara nógu gott
undir 10þ hingað komin

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Fös 28. Jan 2022 18:25
af danniornsmarason
Ég nota google TV í stofunni og það virkar helvíti fínt, eina sem við notum,
notum mest:
    Youtube
    Netflix
    Disney+
    viaplay
    Spotify
    Rúv appið
Hef ekki prófað neitt annað en Google TV, það er mjög þæginlegt og virkar með 4K sjónvarpinu
Þæginleg fjarstýring sem er tengd sjónvarpinu líka og auðvelt að læra inná

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Fös 28. Jan 2022 18:53
af jonfr1900
Hérna er android spilari sem ætti að virka með þessu sjónvarpi.

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Fös 28. Jan 2022 18:53
af ElvarP
Er með Android OS á mínu sjónvarpi og það virkar bara helvíti vel. Nota mest Plex og Spotify en RÚV appið virkar vel líka.

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Fös 28. Jan 2022 21:05
af hordur
Hæ sorry kanski utan þráðar.
en er með mibox s /mibox 4 og stöð2 í stöð 2 appinu og stöð2 crashar alltaf boxinu á 30-60min fresti.
veit ekki hvað veldur þessu en allt annað virkar flott þ.e.a.s ruv og sjonvarp símans virkar fínt og allt annað ?

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Fös 28. Jan 2022 21:19
af pattzi
mi stick t.d

Nota mii boxið fyrir iptv virkar flott

Re: Horfa á streymiveitur í úreltu snjallsjónvarpi.

Sent: Lau 29. Jan 2022 18:48
af falcon1
Er hægt að tengja þetta í hátalara eða gerir maður það í gegnum tengin á sjónvarpinu sjálfu?