Hljóðgræjur til útláns?

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5487
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1012
Staða: Ótengdur

Hljóðgræjur til útláns?

Pósturaf appel » Mið 25. Nóv 2020 19:16

Ég er alltaf að leita að græjum með flottara hljóð.

Keypti mér studio hátalara fyrr á árinu og var mjög ánægður, enda var ég ekki með neitt spes fyrir. Alltaf auðveldara að kaupa eitthvað nýtt þegar maður á ekkert fyrir til að bera saman við.

En ef maður vill eitthvað betra þá fer það að kosta skildinginn. Og maður er ekki alveg tilbúinn að fara hoppa á einhverjar græjur sem kosta 100-200 þús ef það kemur í ljós að þær eru litlu betri en það sem maður er með fyrir.

Þannig að þá velti ég fyrir mér, eru ekki einhverjar verslanir sem lána út hljóðgræjur, magnara, hátalara etc. svo maður hafi tækifæri til að prófa heima hjá sér og bera saman við það sem maður er með fyrir? Það er frekar ómögulegt að hlusta á eitthvað í búðinni. Nenni ekki að standa í einhverju svekkelsi við sölugæja að vera skila, ég vil bara geta fengið græjuna, borgað kannski leigu og sett fram tryggingu, og svo skilað án neins fuzz ("hvað ætlaðiru ekki að kaupa??")

Veit að í Elko getur maður keypt og skilað, en Elko er ekki með spes úrval finnst mér.


*-*


Televisionary
Tölvutryllir
Póstar: 658
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 109
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðgræjur til útláns?

Pósturaf Televisionary » Mið 25. Nóv 2020 21:50

Þegar Hifi neysla mín var sem mest þá gat ég fengið lánaðan búnað án vandræða hjá helstu verslunum í bænum stundum jafnvel án tryggingar. Þetta hlýtur að vera hægt ennþá, ég í það minnsta væri ekki að fara að kaupa neitt sem ég gæti ekki fengið lánað til að prófa á móti öðrum hlutum sem ég væri að nota. En ég myndi gera ráð fyrir því að menn myndu vilja einhverjar tryggingar í dag.

Í gamla daga voru þessir hlutir einfaldir þegar ennþá voru til gamlar Visa/Euro strauvélar og hægt að strauja og henda í skúffu í nokkra daga. Svo var þetta rifið þegar menn skiluðu græjunum.

Fyrir þá sem eru of ungir til að muna eftir strauvélunum skil ég eftir mynd.

Mynd


appel skrifaði:Ég er alltaf að leita að græjum með flottara hljóð.

Keypti mér studio hátalara fyrr á árinu og var mjög ánægður, enda var ég ekki með neitt spes fyrir. Alltaf auðveldara að kaupa eitthvað nýtt þegar maður á ekkert fyrir til að bera saman við.

En ef maður vill eitthvað betra þá fer það að kosta skildinginn. Og maður er ekki alveg tilbúinn að fara hoppa á einhverjar græjur sem kosta 100-200 þús ef það kemur í ljós að þær eru litlu betri en það sem maður er með fyrir.

Þannig að þá velti ég fyrir mér, eru ekki einhverjar verslanir sem lána út hljóðgræjur, magnara, hátalara etc. svo maður hafi tækifæri til að prófa heima hjá sér og bera saman við það sem maður er með fyrir? Það er frekar ómögulegt að hlusta á eitthvað í búðinni. Nenni ekki að standa í einhverju svekkelsi við sölugæja að vera skila, ég vil bara geta fengið græjuna, borgað kannski leigu og sett fram tryggingu, og svo skilað án neins fuzz ("hvað ætlaðiru ekki að kaupa??")

Veit að í Elko getur maður keypt og skilað, en Elko er ekki með spes úrval finnst mér.