Mæla orkunotkun og stýra rafmagnsofnum: Sonoff vs. Shelly?


Höfundur
frappsi
Nörd
Póstar: 141
Skráði sig: Lau 08. Jún 2013 16:11
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Mæla orkunotkun og stýra rafmagnsofnum: Sonoff vs. Shelly?

Pósturaf frappsi » Mið 02. Sep 2020 12:23

Ég er með lítið rafkynt hús með alltof háan rafmagnsreikning og hafði áhuga á að greina rafmagnsnotkunina og fikra mig síðan áfram í stýringu. Ég vil geta séð orkunotkunina per klst. Ég var að spá í Sonoff rofana, en mér sýnist að það sé bara hægt að fá orkunotkunina per dag. Shelly rofarnir sýna hins vegar per klst (eða hvaða tímabil sem er), eru með innbyggðan vefþjón og REST API.

Stýringin sem ég hafði hugsað mér að byrja á er að láta rofana kveikja og slökkva á rafmagnsofnunum til að viðhalda lægra hitastigi þegar enginn er í húsinu og hærra hitastig þegar einhver er í húsinu. Seinna meir langar mig að hella mér alveg í snjallvæðinguna og bæta við ljósastýringu, hreyfi- og hurðaskynjurum o.s.frv. og nota þá Raspberry PI.

Það sem virðist koma til greina fyrir ofnana:
* Shelly 1PM (https://shop.shelly.cloud/shelly-1pm-wi ... ation-1#51)
* Shelly Plug S (https://shop.shelly.cloud/shelly-plug-w ... omation#71)
* Sonoff POWR2 (https://sonoff.tech/product/wifi-diy-sm ... ches/powr2)

Það sem ég legg áherslu á er:
1. Öryggi
2. Lágur kostnaður (Fibaro og þannig er til dæmis ekki valkostur)
3. Per klst orkumæling
4. Sveigjanleiki í gagnaöflun og forritun

Ég er með þrjár spurningar:
* Er það raunhæf lausn að nota þessa rofa til að stýra rafmagnsofnum á þennan hátt og mæla orkunotkunina? Virkar það og er það öruggt?
* Er einhver ástæða fyrir mig til að velja Sonoff fram yfir Shelly? Shelly sýnist mér að komi út örlítið dýrara, en auka fídusarnir sýnast mér vera vel þess virði.
* Er Shelly almennt öruggari en Sonoff?
Síðast breytt af frappsi á Mið 02. Sep 2020 12:25, breytt samtals 2 sinnum.




fedora1
Ofur-Nörd
Póstar: 290
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 6
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: Mæla orkunotkun og stýra rafmagnsofnum: Sonoff vs. Shelly?

Pósturaf fedora1 » Mið 02. Sep 2020 12:30

Er með svipaðar pælingar fyrir sumarbústaðinn, fæ að fylgjast með þessum þræði, langaði að benda á FB grúppu Snjallheimili þar sem eru virkar umræður um áþekk málefni.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Mæla orkunotkun og stýra rafmagnsofnum: Sonoff vs. Shelly?

Pósturaf arons4 » Mið 02. Sep 2020 12:47

Eru ofnarnir ekki á sér mæli? Hús í kringum mig sem ekki eiga kost á hitaveitu fá rafmagnið til kyndingar á lægra verði en þá eru allir ofnarnir beintengdir.



Skjámynd

Blues-
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 393
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Reputation: 17
Staðsetning: /usr/local
Staða: Ótengdur

Re: Mæla orkunotkun og stýra rafmagnsofnum: Sonoff vs. Shelly?

Pósturaf Blues- » Mið 02. Sep 2020 12:51

Ég er að nota Aeotec HEM 5
Er með þetta tengt á lögnina inní í töfluna, get þannig get ég fylgst með öllum 3 greinunum í húsinu.
Svínvirkar og er 100% nákvæmt.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Mæla orkunotkun og stýra rafmagnsofnum: Sonoff vs. Shelly?

Pósturaf dori » Mið 02. Sep 2020 13:21

Þú getur sett tasmota eða esphome upp á Sonoff gæjanum og örugglega fengið betri upplýsingar með því (og auðveldara að tengja inná t.d. Home Assistant).
Síðast breytt af dori á Mið 02. Sep 2020 13:49, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mæla orkunotkun og stýra rafmagnsofnum: Sonoff vs. Shelly?

Pósturaf hagur » Mið 02. Sep 2020 13:55

Ég er með Shelly EM, mæli alla orkunotkun hússins þannig (er með clamp utanum fasann sem kemur inn í hús), og annan clamp bara utanum um greinina sem ég nota til að hlaða bílinn (Plug-in hybrid bíll).

Svo er ég með Shelly PM á einni grein sem ég er með hjólhýsi tengt við, en hafði einmitt hugsað mér að vera með olíufylltan rafmagnsofn þar úti í vetur til að halda því frostfríu. Fínt að geta monitorað orkunotkunina sem og stýrt henni m.v. útihitastig.

Mín reynsla af þessum Shelly græjum er góð. Virðast vera mjög nákvæmar mælingar úr þessu og bara rock solid.

Ég hef aðeins notað Sonoff, en ég bara nenni ekki þeim græjum, aðallega útaf því að það þarf helst að skipta um firmware á þeim til að geta notað þau, ef maður vill ekki nota þetta propriatery EW Link app eða hvað sem það nú heitir. Í staðinn fyrir að nota Sonoff með t.d Tasmota firmware, þá valdi ég að nota Shelly, sem er ódýr og mjög flexible, með REST API innbyggt og optional cloud integration.



Skjámynd

beggi702
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Mán 31. Maí 2010 01:31
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Mæla orkunotkun og stýra rafmagnsofnum: Sonoff vs. Shelly?

Pósturaf beggi702 » Mið 02. Sep 2020 13:57

veit ekki með sonoff-inn en ég veit að shelly er með 16 Ampera snertu í sér(3.5kW).
Hversu lengi höndlar snertan álagið, það veit ég ekki en svo lengi sem þú ert ekki að "lesta" snertuna ættiru að vera alveg safe.