Mæla orkunotkun og stýra rafmagnsofnum: Sonoff vs. Shelly?


Höfundur
frappsi
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Lau 08. Jún 2013 16:11
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Mæla orkunotkun og stýra rafmagnsofnum: Sonoff vs. Shelly?

Pósturaf frappsi » Mið 02. Sep 2020 12:23

Ég er með lítið rafkynt hús með alltof háan rafmagnsreikning og hafði áhuga á að greina rafmagnsnotkunina og fikra mig síðan áfram í stýringu. Ég vil geta séð orkunotkunina per klst. Ég var að spá í Sonoff rofana, en mér sýnist að það sé bara hægt að fá orkunotkunina per dag. Shelly rofarnir sýna hins vegar per klst (eða hvaða tímabil sem er), eru með innbyggðan vefþjón og REST API.

Það sem virðist koma til greina fyrir ofnana:
* Shelly 1PM (https://shop.shelly.cloud/shelly-1pm-wi ... ation-1#51)
* Shelly Plug S (https://shop.shelly.cloud/shelly-plug-w ... omation#71)
* Sonoff POWR2 (https://sonoff.tech/product/wifi-diy-sm ... ches/powr2)

Það sem ég legg áherslu á er:
1. Öryggi
2. Lágur kostnaður (Fibaro og þannig er til dæmis ekki valkostur)
3. Per klst orkumæling
4. Sveigjanleiki í gagnaöflun og forritun

Stýringin sem ég hafði hugsað mér að byrja á er að láta rofana kveikja og slökkva á rafmagnsofnunum til að viðhalda lægra hitastigi þegar enginn er í húsinu og hærra hitastig þegar einhver er í húsinu. Seinna meir langar mig að hella mér alveg í snjallvæðinguna og bæta við ljósastýringu, hreyfi- og hurðaskynjurum o.s.frv. og nota þá Raspberry PI.

Ég er með þrjár spurningar:
* Er það raunhæf lausn að nota þessa rofa til að stýra rafmagnsofnum á þennan hátt og mæla orkunotkunina?
* Er einhver ástæða fyrir mig til að velja Sonoff fram yfir Shelly? Shelly sýnist mér að komi út örlítið dýrara, en auka fídusarnir sýnast mér vera vel þess virði.
* Er Shelly almennt öruggari en Sonoff?